Gripla - 20.12.2016, Síða 160
GRIPLA160
myndinni á staka blaðinu eru nánast eins og á mynd C-teiknarans á bl.
17v í teiknibókinni (mynd 2) og engum vafa undirorpið að tengsl eru
milli myndanna. Blaðið hefur því verið talið íslenskt þótt það hafi fund-
ist í Danmörku og það talið frá 15. öld vegna skyldleikans við mynd
C-teiknarans.
Skærgulur upphafsstafurinn á andlátsmyndinni á staka blaðinu sker sig
úr bláum bakgrunninum. Rauð lína er dregin utan um grunninn nema að
neðan. Í miðjum stafnum hvílir kona sem er nýbúin að gefa upp öndina í
grænu rúmi með háum rúmstólpum. rúmið stendur á bogaröðum og tekið
er úr því að framan. Konan er sveipuð rauðum rekkjuvoðum og hefur undir
höfði ljósan kodda með tíglóttu munstri, gulrauðri bryddingu og skúfum
á hornum. Hvít sál hinnar framliðnu stendur í barnslíki framan við andlit
hennar. Aftan við rekkjuna standa tvær grátandi konur og þerra augu sín
með skikkjuföldunum. Sú til vinstri hefur brugðið dökkgrænni skikkju
yfir höfuð sér en ljóshærða konan hægra megin er með ljósgula skikkju
á herðum. Ofan við rúmið kemur Mikael erkiengill fljúgandi frá hægri
og grípur um hendur sálarinnar. Engill vinstra megin réttir verndandi út
hendur. Báðir eru með rauðgul höfuðlín, íklæddir grænum kyrtlum, sem
teknir eru saman í mittið og með rauðgulum hlöðum framan á ermunum.
Engillinn til vinstri er með grænan geislabaug, sá til hægri rauðan. Tvílitar
fjaðrir, gular og grænar, eru í vængjum þeirra. Neðst í stafnum framan við
rekkjuna sitja tveir djöflar, vopnaðir tvíkrókum. Þeir eru dýrslegir, loðnir
á skrokkinn með mannshendur, hala og klær. Skeggjaði, rauði djöfullinn
vinstra megin rekur út úr sér rauða tungu. Hann er með löng rauð horn á
höfði, dýrsleg gul eyru, gular útstandandi glyrnur, rauðan hala og grænar
klær. Hann reynir að krækja í sál konunnar með skærgulum tvíkrók. Til
hægri er loðinn, gráhvítur djöfull með svart hár, hala og klær. Hann heldur á
gráum tvíkrók í rauðum höndunum. Hægri vængur engilsins vinstra megin
og hægri fótur djöfulsins hægra megin ganga fram fyrir staflegginn og
færa myndina nær áhorfandanum og tengja hana jafnframt við textasíðuna.
Litirnir eru oftast lagðir flatt á. Rekkjuvoðirnar og skikkja konunnar vinstra
kirkjubókum. Árið 1343 er sálutíðabók fyrir fimm aura nefnd í máldaga kirkjunnar á Hofi
í Öræfum. DI 2, 775. í Pétursmáldögum frá 1394 er getið um sálutíðakver í kirkjunum í
Glæsibæ í Skagafirði og á Svalbarði á Svalbarðsströnd. DI 3, 520, 569. Árið 1400 gaf ormur
Snorrason kirkjunni á Skarði á Skarðsströnd ‘De sanctis bok per annum’ sem hófst með
sálutíðum. DI 3, 658. Loks er í máldaga Munkaþverárklausturs frá 1525 nefnd sálutíðabók.
DI 9, 306.