Gripla - 20.12.2016, Síða 163
163
munkaþueraa med þeim skilmála ad þau laun sem María will honum
unna hier fyrir uill hann annars heíms hafa þa honum liggr mestá ok
hans saal uardar mestu og allra þeira hans naaunga sem hun uíll at
þessa níotí hefir fyrr skrifadr bíarne lyst þ[ess]a bok fysta enn hann
bío aa medalfellí j kíos sudur. Þa uar einar abotí amunkaþuera.
byskup olafur a holum. byskup sueínn j skálahollte. kong kristofur
yfir noregí suíarikí ok danmark. Anno domini Millesimo quadr-
íngentesímo septuagesíma tercío. bidit fyrir bíarna munkar.18
Því miður eru engar myndir á brotinu úr grallarablaðinu og því eru lýs-
ingar Bjarna ókunnar. Bjarni (f. um 1430) var af tignum ættum, sonur Ívars
hólms (d. 1433) Vigfússonar junkæra (d. 1420), Ívarssonar hólms hirðstjóra
yfir öllu Íslandi (d. 1371).19 Ekki er vitað hver móðir Bjarna var og óvíst að
ívar faðir hans hafi verið kvæntur því að hann hefur ekki átt skilgetin börn á
lífi þegar hann lést.20 Margrét Vigfúsdóttir föðursystir Bjarna giftist Þorvarði
Loftssyni ríka Guttormssonar á Möðruvöllum í Eyjafirði 1436.21 Líklegt
hefur verið talið að Guðmundur bróðir Bjarna hafi verið uppeldissonur
Margrétar föðursystur sinnar.22 Ekki er ósennilegt að Bjarni hafi einnig verið
í fóstri hjá föðursystur sinni á Möðruvöllum. Bjarni ívarsson hefur líklega
verið tvíkvæntur en ekki er vitað hver fyrri kona hans var og verður vikið að
því síðar. Seinni kona hans var Soffía Loftsdóttir Guttormssonar, mágkona
Margrétar Vigfúsdóttur, en hún hafði áður verið gift Árna Þorleifssyni í
18 Árni Magnússon fékk blaðið í Kaupmannahöfn 1715 hjá Þorsteini Sigurðssyni, sýslumanni
í Múlasýslu. Hann hafði fengið það hjá almúgabónda einum í Eyjafirði sem átti ekki önnur
blöð úr bókinni. Bóndinn mundi ekki frá hverjum hann hefði fengið blaðið en sagði það hafa
flækst til sín frá einhverjum öðrum. Katalog over den Arnamagnæanske Handskriftsamling 2
[útg. Kristian Kålund] (Kaupmannahöfn: Kommissionen for Det arnamagnæanske Legat,
1894), 382–383.
19 faðir Bjarna var drepinn árið 1433. Jón Egilsson, „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar,“ í Safn
til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju 1, útg. Jón Sigurðsson (Kaupmannahöfn:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1856), 36; Annálar 1400–1800 3, 26 (Vatnsfjarðarannáll);
Einar Bjarnason, „Ætt Ívars hólms hirðstjóra Vigfússonar og niðjar hans,“ Skírnir 138
(1964): 68–107; Björn Þorsteinsson, Enska öldin í sögu Íslendinga (reykjavík: Mál og menn-
ing, 1970), 130–132.
20 Einar Bjarnason, Íslenzkir ættstuðlar 2 (reykjavík: Sögufélagið, 1970), 160.
21 til er kaupmálabréf Margrétar og Þorvarðar frá 1436. DI 4, 562–563. Einar Bjarnason, „Ætt
Ívars hólms,“ 98–105; Einar Bjarnason, Íslenzkir ættstuðlar, 159–160.
22 Einar Bjarnason, „Ætt Ívars hólms,“ 89–91. um þetta sjá einnig Stefán Karlsson, „the
Localisation and Dating of Medieval Icelandic Manuscripts,“ Saga-Book of the Viking Society
25 (1999): 154; Tales of Knights, 47–48.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD