Gripla - 20.12.2016, Side 164
GRIPLA164
Vatnsfirði, Árnasonar og konu hans Kristínar Björnsdóttur.23 Soffía mun
hafa verið ekkja allmörg ár áður en hún gekk að eiga Bjarna en þau munu
hafa gifst um 1455.24 Bjarni og Soffía bjuggu síðan á Meðalfelli í Kjós og
Bjarni kemur við bréf í Engey á Kollafirði árið 1471.25 Bjarna er síðast getið
í heimildum 1473 þegar hann fékk Jón Þorláksson til að skrifa fyrir sig
Munkaþverárgrallarann eins og fram kemur að ofan. Sú bókagjöf gæti bent
til tengsla við Eyjafjörð umfram kvonfangið og jafnvel mætti ímynda sér að
Bjarni hafi verið í skóla á Munkaþverá.26
Sem fyrr segir mun Bjarni hafa verið kvæntur áður en hann gekk að eiga
Soffíu Loftsdóttur. Með fyrri konu sinni hefur hann átt ónafngreinda dóttur.
Hún hefur verið kona Narfa Sigurðssonar lögréttumanns á Meðalfelli í Kjós,
því að synir hans erfa Orm Bjarnason, eina afkomanda Soffíu Loftsdóttur og
Bjarna ívarssonar.27 Einn af sonum narfa hét Ívar (f. um 1490) og bjó í Gröf
í Miðdölum.28 ívar Narfason er nefndur á bl. 3r í Teiknibókinni og hann gæti
því verið dóttursonur Bjarna.29 Hann hefur þá erft bókina. ívar dó 1524.30
Í gjafavottorðinu er tekið fram að Bjarni hafi sjálfur „lyst þessa bok fysta.“
Þetta er undarlegt orðalag og ekki ljóst hvernig skilja beri orðið „fysta.“
Eðlilegast virðist að líta á orðið sem töluorð og samkvæmt því ætti grallarinn
að vera fyrsta bókin sem Bjarni lýsti. Það fær þó varla staðist því að Bjarni er
talinn fæddur nálægt 1430 og hans er ekki getið eftir 1473 og hefur að öllum
líkindum andast skömmu síðar. Einfaldasta skýringin á þessu orðalagi er sú
að Bjarni hafi gefið eða haft í huga að gefa helgisiðabækur til fleiri kirkna
eða kirkjulegra stofnana en kirkjunnar á Munkaþverá sér til sáluhjálpar.
Hann kann því að hafa fengið Jón Þorláksson sér til aðstoðar við að skrifa
Munkaþverárgrallarann þegar ráðist var í svo umfangsmikla bókagerð.
23 Árni og Soffía munu hafa búið í Innri fagradal í Saurbæ. Biskupa sögur 2, útg. Guðbrandur
Vigfússon (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1878), 430; Guðrún Ása
Grímsdóttir, Vatnsfjörður í Ísafirði. Þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar (Brekku í Dýrafirði:
Vestfirska forlagið, 2012), 172–173.
24 Um Soffíu, sjá Einar Bjarnason, Íslenzkir ættstuðlar, 202–205.
25 DI 5, 625–626.
26 Stefán Karlsson veitti mér ómetanlega aðstoð við að rekja ættir Bjarna ívarssonar.
27 Einar Bjarnason, „Ætt Ívars hólms,“ 85–86; Einar Bjarnason, Íslenzkir ættstuðlar, 202–
205.
28 DI 9, 246–247. Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 2
(reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1949), 407.
29 nafnið Ívar narfason er skrifað með sömu hendi á neðri spássíu á bl. 10r í handritinu Perg.
fol. 7 í Stokkhólmi; Tales of Knights, 47, 49, 70.
30 Þá erfir Ingveldur dóttir ívars föður sinn. DI 9, 246–247.