Gripla - 20.12.2016, Page 166
GRIPLA166
á feril hans gerði hann jafnframt fyrirmyndir eftir verkum sem stóðu nær
samtíð hans og höfðu augljós síðmiðaldaeinkenni. Á miklum minni hluta
fyrirmynda hans má greina stíláhrif frá 15. öld og ekki fer á milli mála
að hann hefur safnað að sér fyrirmyndum með því að gera eftirmyndir
af erlendum listaverkum sem á vegi hans urðu.32 Þannig leitast hann við
að fylgjast með erlendum nýjungum og aðferðum og tileinka sér þær að
einhverju marki í listsköpun sinni.33
C-teiknarinn virðist hafa verið fjölhæfur listamaður sem samhliða
handritalýsingum lagði stund á aðrar listgreinar svo sem veggmyndir,
útskurð, málmgröft og jafnvel þrykkmyndir.34 Engin listaverk hafa þó
komið í ljós sem rennt gætu stoðum undir að C-teiknarinnar hafi unnið í
þessum listgreinum og það verður því hvorki sannað né afsannað. Þá verður
að hafa í huga að C-teiknarinn gæti hafa dregið upp fyrirmyndir fyrir
listiðnaðarmenn sem unnu í áðurnefndum listgreinum. Þær gætu verið
tilkomnar vegna samvinnu hans við gull og/eða silfursmiði og tréskurð-
armenn sem gætu í sumum tilvikum hafa unnið með honum við verk þar
sem þörf var á kunnáttu í fleiri en einni listgrein til að koma þeim í end-
anlegan búning. Hinar fjölbreyttu myndir C-teiknarans í Teiknibókinni
benda eindregið til að listsköpun hafi staðið hér með meiri blóma á 15. öld
en varðveitt verk gefa ástæðu til að ætla.
5. Jónar tveir Þorlákssynir
Nöfn flestra íslenskra skrifara á miðöldum eru ókunn.35 Á 15. öld bregður
þó svo við að heimildir greina frá tveimur samnefndum bræðrum sem báðir
voru skrifarar og hétu Jón Þorláksson.36 í ritum sínum Um ættir og slekti
32 Um síðmiðaldaeinkenni á myndum C-teiknarans sjá Guðbjörg Kristjánsdóttir, Íslenska
teiknibókin, 53–54.
33 Guðbjörg Kristjánsdóttir, Íslenska teiknibókin, 53–54.
34 Sjá tilgátur um notkun fyrirmynda C-teiknarans í Guðbjörg Kristjánsdóttir, Íslenska
teiknibókin, 59–61.
35 Guðvarður Már Gunnlaugsson hefur tilgreint rithendur fáeinna nafngreindra skrifara
á miðöldum sem er fullvíst að þekktar séu. Einnig telur hann upp rithendur nokkurra
manna til viðbótar sem sterk rök hafa verið færð fyrir að séu þekktar. Guðvarður Már
Gunnlaugsson, „Hverjir skrifuðu öll þessi handrit,“ Svanafjaðrir skornar Svanhildi Maríu
Gunnarsdóttur fimmtugri 2. júlí 2015, ritstj. Guðvarður Már Gunnlaugsson et al. (reykjavík,
Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, 2015), 27–29.
36 Fyrr á öldum þegar barnadauði var mikill tíðkaðist að skíra fleiri en eitt systkini sama nafni