Gripla - 20.12.2016, Side 169
169
og djáknar hafi tekið til sín drengi og kennt þeim lestur, latínu, messu- og
tíðasöng uns þeir voru fullfærir að fylgja þeim og þjóna í messunni eftir að
hafa tekið lægri vígslur.45 Hugsanlega hafa bræðurnir tekið slíkar vígslur
þótt það komi hvergi fram í heimildum.
En hvar var hægt að læra að lýsa handrit um miðja 15. öld? Leið-
beiningabækur um handverk, efni og aðferðir hafa ekki dugað einar og
sér þeim sem vildu læra að myndskreyta handrit. Ungir menn hafa orðið
að gerast lærlingar hjá meistara til að fullnema sig í listinni. Að líkindum
hafa þeir Jónar verið í læri hjá leikmanni sem aðsetur hafði við Breiðafjörð.
Dæmi eru þess að handverk við myndskreytingar handrita hafi gengið í arf
milli kynslóða, erfst frá föður til sonar.46 Faðir bræðranna kemur þá fyrstur
upp í hugann. Hann hét Þorlákur Ólafsson, en um hann er það eitt vitað
ekki væri hægt að sanna það. Róbert Abraham Ottósson, Sancti Thorlaci Episcopi Officia
Rhythmica et Proprium Missæ in AM 241 a folio. Bibliotheca arnamagnæana Supplementum
3 (Kaupmannahöfn: Munksgaard, 1959), 34 og nmgr. 13. Dæmi eru erlendis um að sami
maður hafi ritað texta og nótur. Dóminíkanamunkurinn Jacobus Muriolus frá Salerno
segist í andstefjabók sem hann ritaði hafa nótnasett hana og lýst: „Ego Jacobellus dictur
muriolus de Salerno hunc librum scripsi, notavi et miniavi. fuit primum opus manuum
mearum“. um þetta sjá Jonathan J. G. alexander, Medieval Illuminators and Their Methods
of Work (new Haven, Conn. / London: Yale university Press, 1992), 30 og nmgr. 142.
Erlendis þar sem sérhæfing var í bókaframleiðslu voru til gildi skrifara og í þeim voru meðal
annarra svonefndir „notours“ sérhæfðir nótnaskrifarar. um þetta sjá alexander, Medieval
Illuminators, 31. Ekki er vitað hvort sérhæfðir nótnaskrifarar hafi starfað hér á landi.
45 Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja, 204–205.
46 Það ýtir undir vangaveltur um að handverkið hafi gengið frá föður til sonar að bókagerð
hélst í ætt bræðranna. afkomendur Jóns á Hóli og Solveigar Björnsdóttur, ari prestur
Jónsson, sonarsonur þeirra, og Jón og Tómas synir hans, voru bókaskrifarar um miðja 16.
öld. fundist hafa átta handrit, eitt bréf og apógraf af öðrum sem þeir feðgar hafa skrifað
en þeir skrifuðu svo líka hönd að örðugt hefur reynst að greina á milli rithanda þeirra.
Þetta eru aM 510 4to (sögur), aM 604 4to (rímur), aM 713 4to (helgikvæði), aM 431
12mo (Margrétar saga), aM 736 III 4to (brot af alfræðiriti), aM 160 4to (Jónsbók og
Kristinréttur), aM 173d a29, aM 173d B2 og aM 173d B7 4to (lögbókarbrot) og aM Dipl.
Isl. fasc. LI 23 og aM apogr. 843. um þessar hendur sjá Jón Helgason, „nokkur íslenzk
handrit frá 16. öld,“ Skírnir 106 (1932): 143–168; Ólafur Halldórsson, Helgafellsbækur
fornar. Studia Islandica 24 (reykjavík: Heimspekideild Háskóla Íslands og Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, 1966), 25–26; Stefán Karlsson, „ritun reykjarfjarðarbókar,“ 139–140
(endurpr. í Stafkrókar, 326–327); Stefán Karlsson, „Bókagerð ara lögmanns Jónssonar,“
Gripla 19 (2008): 7–29. um nýjustu rannsóknir á rithöndum feðganna sjá Karl Ó. Ólafsson,
„Þrír feðgar hafa skrifað bók þessa...“. Um þrjár rithendur í AM 510 4to og fleiri handritum.
ritgerð til Ma-prófs í íslenskum fræðum. (reykjavík: Hugvísindadeild Háskóla Íslands
júní 2006). um erlend dæmi þar sem bókagerð hefur erfst milli kynslóða sjá Christopher
De Hamel, Scribes and Illuminators. Medieval Craftsmen (London / toronto: British
Library Press, 1992), 48.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD