Gripla - 20.12.2016, Page 172
GRIPLA172
sem hann skrifaði og lýsti. Handbragð Jóns í Langeyjarnesi þekkist enn-
fremur á skreyttum upphafsstöfum í annarri Jónsbók sem annar maður
hefur skrifað. Þrettán bækur og bókarbrot hafa þá komið í ljós með rithönd
Jóns í Langeyjarnesi auk einnar sem hann lýsti, samtals 14 bækur og bókar-
brot, sjá töflu 1.
6.1 Messubók frá Skarði – Missale Scardense
Úr Missale Scardense, aM acc. 7, Hs 1, hafa varðveist 65 blöð.51 Þau eru
meira og minna skert en hafa verið um 380x280 mm að stærð og á þeim
eru sextán nótnalínur. Kaflar hafa týnst úr bókinni og blöð vantar inn á
milli þar sem textinn er nokkuð samhangandi. Handritið er talið skrifað á
árunum 1450–1478. Jón í Langeyjarnesi skrifaði síður 1r–15r, 41r20–65v
og fyrirsagnir á bl. 15v–65r.52 Á blaði 15v er skrautstafurinn r við upphaf
inngöngusálms á páskadag sem hefst á orðunum Resurrexi et ad huc tecum
(Ég mundi vakna og vera enn með hugann hjá þér).53 Stafurinn nær yfir sjö
línur texta og nótna og gengur tæplega 30 mm upp á efri spássíu (mynd 4).
Stafleggurinn hefur verið málaður með gulli sem að mestu hefur eyðst af.
Gullmáluð rönd afmörkuð með rauðri línu er meðfram bláum grunni stafs-
ins nema að neðan.Vafningar og þrískipt lauf sem fléttast inn í og utan með
stafnum eru dregin á skinngrunninn með svörtum útlínum. Rauðar æðar eru
í leggjum vafninganna og þeir enda í þrískiptum laufum sem skyggð eru með
51 Á aM 670 f 2 4to, bl. 10–12, sem á er sekvensía um Magnús Eyjajarl, skrifaði Árni
Magnússon: „Exscriptum ex libro officiorum Sacrorum in grandi folio, qvem nactus sum
Scardi Scardstrandensium in occidentali Islandia.“ Katalog AM 2, 85; Sequences I, xlvii, li;
andersen, „Colligere fragmenta“, 21 og nmgr. 61. Í handritinu aM 241 b IX fol. skrifaði
Árni Magnússon upp texta úr latneskum handritum, þar á meðal hluta af sekvensíunni
Lauda Syon salvatorum, í messubók frá Skarði á Skarðsströnd: „Ex libro Missali Scardensi
Scardstrandensium in Islandia.“ talið er að hann eigi þar við Missale Scardense. Katalog AM
l, 213; Sequences I, xlvii, liii; Liturgica I, 59.
52 Árni Magnússon tók messubókina sundur og notaði blöðin úr henni í band utan um bækur.
andersen, „Colligere fragmenta,“ 21 og nmgr. 61. Merete Geert andersen raðaði blöðunum
saman á ný. í bandi utan um Caroli Lundii Notæ ac Observationes in Literas Rom. Pontificis
Agapeti II. de Prærogativa atque Eminentia Regis Upsaliensis sive Svioniæ sem kom út 1703 í
uppsölum, 2 bl. Árni Magnússon átti þetta eintak. Önnur varðveitt blöð eru: nKS 1265 II
a fol., 1 bl., Lbs fragm 19, 2 bl. og blaðbútur, og Lbs fragm 27, 1 bl. Um endurgerð Missale
Scardense sjá andersen, „Colligere fragmenta,“ 31–33; Katalog AM Accessoria, 3–9. um ljós-
prent, útgáfur og fyrri skrif fræðimanna um handritið sjá sömu rit, 22 og 5–6. um Missale
Scardense, sjá einnig attinger, „Sequences in two Icelandic Mass Books,“ 166; Guðvarður
Már Gunnlaugsson, „Hverjir skrifuðu öll þessi handrit?“ 28–29.
53 Sögnin ‘sum’ er undanskilin. Þetta mun vera úr sálmi 39: 18 í íslensku Biblíuþýðingunni.