Gripla - 20.12.2016, Page 174
GRIPLA174
eða fjórar línur. Þeir eru án útflúrs nema á síðum nálægt helstu hátíðum
kirkjuársins þar sem nokkrir stafir eru skreyttir teiknuðu laufskrúði. Andlit
er í upphafsstafnum D á bl. 4r. Gullmálaðir stafir eru I á 40v, S og L á 41r,
Q á 43v, I á 51v, A á 53r, G á 56r og A á 57v. Þeir eru mjög eyddir en í smásjá
sést að á þeim er gulllitur.56
6.2 Grallari frá Gufudal – Graduale Gufudalense
úr Gufudalsgrallaranum, aM acc. 7, Hs 2, eru varðveitt 37 blöð, um
385x250 mm að stærð með 15 nótnalínum. Grallarinn er talinn skrifaður
á tímabilinu 1450–1470.57 Hlutar textans hafa glatast og stök blöð vantar
inn í textann þar sem hann er samhangandi.58 Á varðveittu blöðunum eru
einungis skreyttir upphafsstafir. Stærri upphafsstafir, E á bl. 1r, S á bl. 25v
(mynd 6), r á bl. 26v, D á bl. 27r og G á bl. 31r, ná yfir fjórar til fimm línur
texta og nótna. Stafleggir þeirra eru einlitir með teiknuðu laufskrúði í belg
56 Ein aðferð við að gullleggja stafi var að blanda mulnu gulli í bindiefni og mála stafi með
því. Þessi gulllitur gekk undir nafninu skeljagull vegna þess að skeljar voru notaðar undir
liti. Um þetta sjá De Hamel, Scribes and Illuminators, 57. Í broti úr leiðbeiningabók í syrpu
séra Gottskálks (um 1524–1590) í Glaumbæ í Skagafirði, sem mun skrifuð á árunum
1543–1569, er sagt frá aðferð við að gera gullstaf eða leggja gull. Veturliði Óskarsson, „að
mála upp á tré,“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags (1989) 1990: 21–24. Lengi var talið að gull
hefði ekki verið notað í lýsingar í íslenskum handritum. Halldór Hermannsson, Icelandic
Illuminated Manuscripts of the Middle Ages. Corpus Codicum Islandicorum Medii aevi 4
(Copenhagen: Munksgaard, 1935), 14. Selma Jónsdóttir benti á að gull er notað í bakgrunn
mynda í Helgastaðabók. Selma Jónsdóttir, „Lýsingar Helgastaðabókar,“ í Helgastaðabók.
Nikulás saga. Perg. 4to nr. 16 Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, ritstj. Jónas Kristjánsson. íslensk
miðaldahandrit. Manuscripta Islandica Medii aevi 2 (reykjavík: Lögberg, 1982), 90.
57 í máldaga Gufudalskirkju í Barðastrandarsýslu árið 1470 segir að séra Helgi Þorkelsson
hafi lagt til kirkjunnar: „Jn primis sæmiligann grallara per annum samsettan med kirial...
oc sekuencium. de tempore oc de sanctis.“ Varla er nokkur vafi að átt er við Graduale
Gufudalense. DI 5, 582–583. Grallara Helga er lýst á sama hátt í máldaga kirkjunnar frá 1523.
DI 9, 196–197.
58 Árni Magnússon tók þennan grallara sundur líkt og Missale Scardense og notaði blöðin í
band. Merete Geert Andersen raðaði blöðunum saman á ný. 34 blöð voru tekin úr bandi
bóka í safni Árna Magnússonar. Þrjú blöð úr grallaranum varðveittust annars staðar: tvö
blöð í aM 266 4to og eitt blað í bandi á prentaðri bók sem var í eigu Árna Magnússonar
í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, Catalogus selectiorum omnis generis variique
idiomatis Librorumquorum Auctio, volente Deo, habebitur Librorum, sem kom út 1723 í
Kaupmannahöfn. um þetta sjá andersen, „Colligere fragmenta,“ 22–24, 33–35; Katalog
AM Accessoria, 9–15. um fyrri skrif fræðimanna um handritið sjá sömu rit, 24 og 11–
12. um grallarann sjá einnig attinger, „Sequences in two Icelandic Mass Books,“ 166;
Guðvarður Már Gunnlaugsson, „Hverjir skrifuðu öll þessi handrit?“ 28–29.