Gripla - 20.12.2016, Side 175
175
og meðfram legg. Smærri stafir ná oftast yfir tvær línur. Átta stafir, B á
2v, P á 6v, P á 9r, S á 10r, I á 10v, S á 25r, T á 25v, D á 26v, eru gullmálaðir.
Gullmálningin er eydd en sést í smásjá. í eftirfarandi stöfum eru andlit í
stafbelg: o á 7v, P á 11r, o á 12v, D á 28r og P á 31r. Þau eru dregin með
rauðum lit nema höfuðið á bl. 31r sem er blátt. Vegna þess hversu mikið
hefur glatast úr grallaranum er ekki loku fyrir það skotið að sögustafir hafi
verið í upphafi textans fyrir hæstu kirkjuhátíðir ársins.
6.3 Grallarabrot í Árnasafni í Kaupmannahöfn
Tvö blöð hafa varðveist úr öðru grallarabroti, AM 241 b IV fol. Skorið
hefur verið ofan af bl. 2v. Efst á því sést neðri hluti upphafsstafsins n við
upphaf inngöngusálms á Péturs messu og Páls 29. júní sem hefst með orð-
unum Nunc scio vere (nú veit ég sannlega) (mynd 7).59 Grunnur N-sins
er tvílitur, blár vinstra megin en grænn til hægri. Gulur stafleggurinn er
klofinn beggja vegna að neðan og endar hægra megin í smávafningi með
þrískiptum laufum sem skyggð eru með rauðum lit. fremst í sögustafnum
sést hluti af manni í messuskrúða. Dökkir skór hans og klæðafaldur ná
niður á textasíðuna. Skrýddi maðurinn er innst fata í ljósum messuserk
með dökkrauðu, stykkjóttu hlaði. Þar utan yfir í grænni dalmatíku með
ljósu kögri og yst fata í gulfóðruðum, rauðum hökli með skrautborða í
miðju. Gul stóla með rauðum dúskum nemur við fald messuserksins.
Lengst til hægri sést í neðri hluta handlíns með rauðum skúf sem hefur
hangið um vinstri úlnlið mannsins. Til vinstri í bakgrunni eru hugsanlega
leifar af brúnleitum stól með rauðri þverslá. Þar sem myndstafurinn er
á messudegi Péturs og Páls gæti myndin verið af Pétri postula sem er
stundum sýndur í biskupsskrúða vegna þess að hann var talinn hafa verið
fyrsti biskupinn af rómaborg.60 Enginn bagall sést þó á myndinni til
stuðnings þessari tilgátu.
59 Sequences I og II, xlii, xlv; ljósprent 324–326; Liturgica I, 61.
60 Lise Gotfredsen og Hans Jørgen Frederiksen, Troens billeder. Romansk kunst i Danmark.
(Herning, forlaget systime a/s, 1988, 2. rev. udg.), 270. Mynd af Pétri postula í bisk-
upsskrúða er á vinstri væng Ólafslíkneskis frá Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp í Þjóðminjasafni
(Þjms 3327). Myndirnar á vængjunum eru frá 15. öld. Guðbjörg Kristjánsdóttir, „Sóknar-
kirkjur og búnaður þeirra,“ í Gunnar f. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja,
Kristni á Íslandi 2 (reykjavík: alþingi, 2000), 200.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD