Gripla - 20.12.2016, Síða 176
GRIPLA176
6.4 Grallarabrot í Þjóðminjasafni
Þrjú blöð hafa varðveist úr þessu grallarabroti (Þjms 3411, 30 og 716).61
Á fremri síðu blaðs með safnmarkinu 3411 er upphafsstafurinn G með
mynd af Ólafi konungi helga Haraldssyni við upphafssorð inngöngusálms
(introitus) Ólafstíða, 29. júlí, Gaudeamus omnes in domino (Gleðjumst
allir í Drottni) (mynd 8).62 Stafurinn nær yfir sex línur leturs og nótna.
Tærandi efni hefur verið í fáeinum litum sem myndin var máluð með. Þeir
hafa slitið skinnið og gert það að verkum að göt komu á það auk þess sem
litirnir fölnuðu. Þetta sést í hvítum geislabaugnum og ljósri sessunni og
í grænleita kyrtlinum og í laufblöðunum. Stafleggur G-sins er klofinn á
báðum hliðum en ljós litur hans er upplitaður og sprunginn. Smálauf er efst
á enda leggsins hægra megin og þar er lítil þríhyrnd skreyting með bleki og
rauðum lit. utan um legginn fléttast vafningar með misstórum, þrískiptum
laufblöðum sem dregin eru með svörtum útlínum á skinngrunninn. Þau
stærri eru skyggð með rauðum lit en út frá þeim ganga smærri lauf
með grænum æðum. Litur í þeim síðarnefndu er nánast horfinn. ólafur
helgi er klæddur kyrtli með ljósan geislabaug og rauða kórónu á höfði.
Meginlitur kyrtilsins, sem gæti hafa verið grænleitur, er nánast horfinn en
eftir situr grænleit skyggingin í klæðafellingunum. Skikkja dýrlingsins er
tekin saman í hálsmáli með skrautnál. Hún er daufrauð á lit og klæðafell-
ingar skyggðar með dekkri rauðum lit. Konungur er í rauðtíglóttum skóm
með ljósleita hanska á höndum. Á hægri öxl hans hvílir öxin Hel, helgi- og
píslartákn hans. axarskaftið er brúnleitt en blaðið gráblátt með rauðri
egg. ólafur helgi situr fremst í myndstafnum á bekk með hvítleitri sessu.
Gulleitt sætið er með bláu þverbandi og skyggt með bláum og gulum litum.
Geislabaugur konungs og snaghyrnt axarblaðið eru framan við staflegginn
að ofanverðu og fætur hans og klæðafaldur ganga niður á textasíðuna. Með
vinstri hendi hefur dýrlingurinn bók með rauðum spenslum á loft. Hún er
í blágráu textaspjaldi sem á eru sex rauðir deplar, hugsanlega málmbólur.
61 Codex A í Sequences I og II, xlii, ljósprent 169–174; andersen, „Colligere fragmenta,“ 17
og nmgr; 1. Liturgica I, 61. Þjms 3411 er komið til Þjóðminjasafns frá Guttormi Jónssyni
í Hjarðarholti í Dölum 15/6 1890, Þjms 30 frá Helga Sigurðssyni kandídat á Jörva 15/7
1863 og Þjms 716 frá Guðmundi Einarssyni, bónda Garði, Þistilfirði 25/7 1869. Skinnblöð
Þjóðminjasafns Íslands eru nú varðveitt hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð-
um.
62 Sequences I og II, xlii, ljósprent 170; Liturgica I, 61.