Gripla - 20.12.2016, Qupperneq 177
177
Á kili mótar fyrir rauðum taumahryggjum og jaðrar blaðanna eru rauðir.63
Konungur er með skegg og hátt enni, andlitið séð frá þremur fjórðu.
Lína nefsins myndar fyrst nasavænginn, er snýr fram, síðan eru nefið og
augabrúnin sem snýr frá dregin með sömu línu óbrotinni. Neðri lína augn-
anna er bein en efri lína eilítið bogadregin, augasteinn er depill. Hárið er
dregið með samsíða línum og vefst upp í smálokka í vöngum. Öxin Hel
hefur margþætta merkingu, er í senn valdatákn og stríðsvopn, en ber auk
þess vitni um andlegan styrk Ólafs helga í píslarvætti hans og hlutverki
sem Rex perpetus Norvegiæ (hinn ævarandi konungur noregs). Í lagalegri
merkingu táknar öxin jafnframt réttvísi konungs.64 Bókin vísar hins vegar
til þess að ólafur var talinn hafa samið elstu kirkjulög í Noregi. Texti
Jónsbókar nefnir ólafslög, hin kristnu lög, sem hinn heilagi ólafur hóf.65
6.5 Brot úr grallara Bjarna Ívarssonar?
Lilli Gjerløw varpaði fyrst fram þeirri spurningu hvort skerta blaðið Lbs
fragm 46, sem kom til Landsbókasafns frá Þorsteini Pálssyni í Eyjafirði
5/8 1906, gæti verið úr grallara Bjarna Ívarssonar sem blaðhlutinn aM 80
b 2 8vo er úr. Hún taldi fjórtán nótnalínur á Lbs fragm 46 en sjá má að
nótna- og leturlínu hefur verið bætt við á neðri spássíu á fremri síðu blaðs-
ins Lbs fragm 46. Ekkert vantar í grallaratextann þar og vísað hefur verið
inn á síðuna sem gegnt hefur verið í opnunni með rauðum krossi. Þá eru
strengir og nóturnar í neðstu nótnalínunni ívið smærri í textanum ofan við,
63 Jaðrar blaðanna voru stundum málaðir í gulum og gylltum litum ellegar skreyttir með
marglitum blómum og akantus blöðum líkt og gert var á spássíum innan í bókinni. Þessar
skreytingar glötuðust þegar bækur voru endurbundnar. Christopher de Hamel, A History
of Illuminated Manuscripts (London: Phaidon Press, 1994), 197. [1. útgáfa 1986, aukin og
endurbætt 1994]; Barbara A. Shailor, The Medieval Book, Illustrated from the Beinecke Rare
Book and Manuscript Library. Medieval academy reprints for teaching 28 (toronto /
Buffalo / London: university of toronto Press & Medieval academy of america, 1991),
60 [Endurpr. 1994, 2000].
64 Anne Lidén, Olav den hellige i medeltida bildkonst. Legendmotiv och attribut (Stockholm:
Kungl. Vitterhets Historie och antikvitets akademien, 1999), 214–219.
65 Lidén, Olav den hellige, 212. í texta Jónsbókar er á nokkrum stöðum talað um lög ólafs helga
og lög sem hann hóf. Jónsbók: Kong Magnus Hakonssons lovbog for Island vedtaget paa Altinget
1281. Réttarbætr, de for Island givne retterbøder af 1294, 1305 og 1314, útg. ólafur Halldórsson
(Kaupmannahöfn: S. L. Møller, 1904), 20, 26, 28–29, 40; Jónsbók: Lögbók Íslendinga hver
samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið1587, útg.
Már Jónsson. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 8 (reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004),
90, 91, 94–96, 104.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD