Gripla - 20.12.2016, Page 178
GRIPLA178
og því er ljóst að upprunalega hafa verið þrettán nótnalínur í grallaranum
sem blaðið er úr.66
Jakob Benediktsson taldi sennilegt að blöðin Lbs fragm 45 og 46 í
Landsbókasafni væru úr sama handriti.67 Gisela Attinger benti síðar á að
Lbs fragm 45 í Landsbókasafni og Þjms 8276 í Þjóðminjasafni væru tveir
hlutar úr sama grallarablaði með hendi Jóns í Langeyjarnesi.68 Eftir að hafa
borið aM 80 b 2 8vo og Lbs fragm 46 saman taldi Árni Heimir Ingólfsson
þó mjög ólíklegt að þau væru úr sama handriti.69
ólafur Halldórsson vakti síðar athygli á stöku blaði með hendi Jóns í
Langeyjarnesi sem var í bandi á Thott 1494 4to í Konunglega bókasafn-
inu í Kaupmannahöfn. Á því er sekvensía sem hefst á orðunum Laudes
crucis attollamus, en upphafið vantar því að textinn byrjar í 5. versi. Þessi
sekvensía var sungin á krossmessu á vori 3. maí. Þrettán nótnalínur eru
á blaðinu en það var upphaflega utan um bók sem sett var saman á
Möðruvöllum í Eyjafirði 1630.70
Á aftari síðu blaðsins Lbs fragm 46 (mynd 9) er sögustafurinn D í upp-
hafi inngöngusálms á fyrsta sunnudegi eftir áttunda dags helgi dýradags
(festum corporis Christi) sem hefst með orðunum Domine in tua misericordia
speravi. Exultavit cor meum in salutari tuo (Drottinn, ég hef vonað á miskunn
þína. Ég mun lyfta hjarta mínu).71 Púslstafurinn nær yfir tvær leturlínur
og tvær nótnalínur. Leggurinn er tvílitur, rauður að innanverðu en sinn-
66 Liturgica I, 61. Sjá Sequences II, ljósprent 175.
67 Skrá um skinnblöð í Landsbókasafni Íslands. Handritaskrá Landsbókasafns II. Aukabindi, útg.
Jakob Benediktsson (reykjavík: félagsprentsmiðjan hf, 1959), 11. Á þessu blaði er hluti af
messunni á fyrsta og öðrum sunnudegi í aðventu. Gisela attinger, „Icelandic Manuscripts
containing Sequences: a Presentation of twelve Medieval fragments,“ Studia Musicologica
Norvegica 30 (2004): 125–126 og nmgr. 21.
68 attinger, „Sequences in two Icelandic Mass Books,“ 173–174. Á aftari síðu blaðhlutans
Lbs fragm 45 er græn litafylling í upphafsstaf eins og á fremri síðu aM 80 b 2 8vo. Á
fremri síðu blaðhlutans Þjms 8276 er grænn upphafsstafur, P sem nær yfir tvær línur, með
síðlegg á spássíu og rauðu teiknuðu laufskrúði inn í og utan með stafnum. Bogi Sigurðsson,
Hvammsfjörður er stimplað á blaðið, en hann hefur sent blaðhlutann til Þjóðskjalasafns.
Þaðan barst búturinn til Þjóðminjasafns 4/5 1921, sbr. vélritaða skrá við blaðið.
69 Árni Heimir Ingólfsson benti á að nótnastrengir væru rauðir í Lbs fragm 46 en svartir á aM
80 b 2 8vo. nótnalínur væru 14 á Lbs fragm 46 en 16 á aM 80 b 2 8vo. Loks væru clevis,
lyklarnir ólíkir á blöðunum. Árni Heimir Ingólfsson, “These are the Things you never forget”,
38 og nmgr. 70. Eins og fram kemur að ofan hafa þó upprunalega verið 13 nótnalínur á Lbs
fragm 46.
70 Grettisfærsla, 270.
71 Skrá um skinnblöð, 11.