Gripla - 20.12.2016, Page 179
179
epsgulur að utan. Ljós lína skilur litina að. talsvert er eftir af rauða litnum
en leifar sinnepsgula litarins sjást aðeins á stöku stað. Báðir litirnir eru
sprungnir. Dökk slikja, hugsanlega límkennt efni, er á síðunni sem sneri
út í bandinu. Stafurinn er lítillega skertur vinstra megin og svo máður að
myndefnið er illþekkjanlegt. Tveir menn sjást ógreinilega á myndinni.
Báðir eru í stuttum kyrtlum með skó á fótum og sá til vinstri er með belti.
Rauð skygging er í fellingum kyrtlanna. Maðurinn hægra megin er lítill
vexti og snýr sér til vinstri. Hann réttir fram báðar hendur, lítur niður,
tyllir í tána á vinstra fæti og hneigir sig fyrir hávöxnum manni vinstra
megin á myndinni. Sá stendur í báða fætur og beygir höfuðið yfir litla
manninn. Ekki er hægt að greina hendur mannsins svo öruggt sé. Neðan
við andlit litla mannsins mótar hugsanlegan fyrir krepptum olnboga. ofan
við höfuðið gæti sést í handarbakið á krepptri hönd sem grípur um hár
hans. Hefur þá vinstri hönd mannsins hægra megin horfið að hluta til á
bak við höfuð litla mannsins. Hægri hönd hávaxna mannsins verður ekki
greind á myndinni með berum augum. Af örlitlum litaleifum sem greina
má í smásjá er hægt geta sér til að handleggurinn hafi verið krepptur um
olnbogann og höndin sem verið hefur neðan við staflegginn vinstra megin
hafi gripið um eitthvað, hugsanlega sverðhjöltu, en sverðblaðið horfið að
mestu bak við höfuð stórvaxna mannsins og staflegginn.72
Hugsanlega hafa sverðhjöltun ein og lítið brot af sverðblaðinu verið
sýnd á grallaramyndinni en englinum sleppt. Sýni myndin fórn Ísaks
vantar á hana auk engilsins, fórnaraltarið, brennifórnarviðinn og hrútinn.
Erfitt hefur verið að láta öll atriðin sem tilheyra myndefninu rúmast fyrir
innan stafsins og kann það að vera ástæðan þess að þeim var sleppt. Þá er
Abraham ekki skeggjaður eins og venja er.73 fórn Ísaks er forspeglun í
72 Mynd af fórn Ísaks í enskri messubók (Vatikanið, Biblioteca apostolica MS Pal. Lat. 501,
f. 123r) sem gerð er eftir 1382, að líkindum á árunum 1385–1395, er byggð upp á svipaðan
hátt. Ísak krýpur frammi fyrir abraham sem heldur vinstri hönd yfir höfði Ísaks. olnbogi
abrahams er krepptur og hann heldur um sverðhjöltu en sverðblaðið hverfur að hluta til
bak við höfuð hans og gengur til hægri þar sem engillinn grípur um það ofan við Ísak. um
þetta handrit sjá Scott, Later Gothic Manuscripts I & II, nr. 3, mynd 13.
73 Dæmi um að Abraham sé skegglaus er á mynd af fórn ísaks á blaði 6r í svonefndum
tickhill-saltara (new York Public Library MS 26), ensku handriti frá fyrsta áratug 14. aldar.
Donald Drew Egbert, The Tickhill Psalter and Related Manuscripts: A School of Manuscript
Illumination in England during the early Fourteenth Century (new York: new York Public
Library, 1940), 131, mynd III: 15; Lucy freeman Sandler, Gothic Manuscripts 1285–1385 I.
Text. a Survey of Manuscripts Illuminated in the British Isles 5 (London: Harvey Millar
Publishers, 1986), nr. 26.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD