Gripla - 20.12.2016, Page 181
181
en gengið hefur verið úr skugga um hvort sambærilegt misræmi finnist á
öðrum svæðum í erkibiskupsdæmi niðaróss. Skrín Ólafs helga var borið
í helgigöngu um Niðaróssdómkirkjuna að messu lokinni og ólafur helgi
ákallaður í bænum.81
Við upphafsorð sekvensíunnar Laudes christo redempti, sem hefst með
orðunum Vocem iocunditatis (Með þýðri röddu) er sögustafurinn V með
mynd af hermanni sem nær yfir fjórar línur texta og nótna (mynd 10).82
Þótt útlínur í myndinni séu skýrar hafa litir í stafnum dofnað svo mikið að
erfitt er að gera sér grein fyrir hvernig þeir voru í öndverðu. Stafleggurinn
er blár á gulleitum grunni og utan með leggnum hefur verið laufskrúð,
dregið með gulum lit, sem nú er mjög eytt. í stafbelgnum stendur maður
sem snýr til vinstri. Hann heldur báðum höndum um snaghyrnda öxi með
ljósbláu skafti. Maðurinn er íklæddur stuttum kyrtli, sem hugsanlega hefur
verið rauður og lýstur með ljósari lit. Á höfðinu hefur maðurinn járnhött
með stuttum útstandandi börðum að neðan. upp af þeim er hringlaga
kollur, samsettur úr málmplötum. ofan við hann er hötturinn heill og
keilumyndaður með smáspíru efst. Hálskragi er áfastur við hjálminn.
Maðurinn er í bláleitum sokkum og skóm með bryddingu sem hafa verið
rauðir eða rauðtíglóttir. Öxi er helgitákn ólafs helga og á síðmiðöldum
er hann oft sýndur í herklæðum.83 Þar sem ólafur helgi var ákallaður í
helgisiðahaldi á gangdögum má að líkindum þekkja hann á myndinni þótt
geislabauginn vanti um höfuð hans. Mynd þessi líkist hvorki sögustöfum á
blöðum Jónanna né myndum C-teiknara Teiknibókar, sem gæti hafa verið
Bjarni Ívarsson. Hér skýtur því fjórði lýsandinn upp kollinum. Ekki er
kunnugt um myndir annars staðar eftir hann.
Á aftari síðu blaðsins er skreyttur upphafsstafur, E, sem nær yfir
tvær línur texta og nótna. Stafurinn er mjög máður en í smásjá sést að
leggur hans hefur verið gullmálaður. Inn í belg hans er teiknað laufskrúð,
rautt ofan við þverbandið en blátt neðan við. Svipaðir stafir eru í Missale
Scardense og Graduale Gufudalense en sökum þess hve eyddur stafurinn
er, er ekki hægt að þekkja á honum handbragð Jóns í Langeyjarnesi með
vissu.
81 Ordo, 249–251; Liden, Olav den hellige, 392–393.
82 attinger, „Sequences in two Icelandic Massbooks,“ 173.
83 Lidén, Olav den hellige, 33.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD