Gripla - 20.12.2016, Qupperneq 183
183
mælast 370x210 mm. í Landsbókasafni íslands, Lbs fragm 41, er blaðbútur
úr andstefjabók.88
6.8 Bænabók í British Library í Lundúnum
Þessi litla bænabók, BL Add. 4985 12mo, er 100x75 mm að stærð og
minnst af varðveittum handritum með hendi Jóns í Langeyjarnesi.89 í
bókinni eru 96 blöð, og á textanum er bókskrift (textualis formata). allt
efni bókarinnar er á latínu nema tvær íslenskar bænir, önnur til hins
helga kross á bl. 85v–88v og hin til heilags Erasmusar bl. 88v–89v.90 Efni
bókarinnar er ekki sundurliðað í safnskrá. Meðal efnis hennar má nefna
fyrirbænir dýrlinga (memoriae) á bl. 2v–13r, Maríusaltara (Psalterium
beatae Marie), sem hefst á orðunum Ave Porta Paradisi (Heill sé hlið
himnaríkis) á bl. 13v–31r,91 og Maríubænina O Intemerata (Ó flekklausa)
á bl. 31v–33v. Þessi bæn ásamt Obsecro te (Ég grátbið þig) var vinsælasta
Maríubænin í tíðabókum miðalda.92 Á bl. 33v–34v er bænin Gaude virgo
gratiosa um fögnuði Maríu.93 Ýmsir grallarasálmar (121, 122, 123, 124) eru
88 ommundsen og attinger, „Icelandic Liturgical Books,“ 309. Blaðið er komið úr bréfabók
Eggerts Björnssonar (1632–1673). Skrá um skinnbrot, 10.
89 Stefán Karlsson og Merete Geert Andersen vöktu bæði athygli á að bókin væri með hendi
Jóns Þorlákssonar. um það sjá Stefán Karlsson, „Sex skriffingur,“ 37–40 og andersen,
„Colligere fragmenta,“ 17 og nmgr. 1. Sjá einnig eldri skrif um bókina: Jón Þorkelsson,
„Islandske håndskrifter i England og Skotland,“ Arkiv för nordisk filologi 8 (1892): 207–208;
Jón Helgason, „Íslenzk handrit í British Museum,“ Ritgerðakorn og ræðustúfar (reykjavík:
félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, 1959), 11; Benedikt S. Benedikz, „notes on
Some Medieval Icelandic Manuscripts,“ Bulletin of the John Rylands University Library of
Manchester 60 (1978): 290–291.
90 Svavar Sigmundsson, „Prayer Books 2. West norse,“ Medieval Scandinavia. An Encyclopedia,
ritstj. Phillip Pulsiano et al. Garland encyclopedias of the Middle ages I (new York /
London: Garland Publishing, Inc 1993), 515.
91 Analecta Hymnica Medii Aevi 35, útg. Clemens Blume og Guido M. Dreves (Leipzig: frue’s
Verlag, 1900). [Ljósrit 1961, 189–199]. aflátsheit er í klausu með hendi frá því um 1500 á
neðri spássíu á bl. 9r í Perg. 4to 26 í Konungsbókhlöðinni í Stokkhólmi þar sem heitið er
afláti fyrir að lesa Maríusaltara. DI 7, 669 og nmgr. 1. í testamentisbréfi sínu á Skarði árið
1495 gefur Solveig Björnsdóttir konum ævilangt borð með því skilyrði að þær syngi daglega
fyrir sál hennar og ættingja hennar, Faðir vor dag hvern og Maríusaltara á laugardagskvöld
og fyrir Maríumessur allar. DI 7, 246; Guðrún Ása Grímsdóttir, Vatnsfjörður í Ísafirði, 186.
92 roger S. Wieck, Time Sanctified. The Book of Hours in the Medieval Art and Life (new York:
George Braziller Inc. & Walters art Gallery, Baltimore, 1988), 94–96.
93 Repertorium Hymonogicum. Catalogue des chants, hymnes, proses, séquences, tropes en usage dans
l’église latine depuis les origines jusqu’à nos jours 3, útg. ulysse Chevalier (Louvain/Bruxelles:
Polleunis & Ceuterick, 1904), nr. 27196.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD