Gripla - 20.12.2016, Síða 184
GRIPLA184
á bl. 34v–37v, Maríubænin Ave Maris Stella á bl. 38r–38v og lofsöngur
Maríu, Magnificat á bl. 38v–39v. Iðrunarsálmarnir (6, 31, 37, 50, 101, 129,
142) standa á bl. 61v–72r og fylgir þeim bænaákall, litanía, á bl. 72r–80v.
Heilagsandatíðir finnast á bl. 80r–82v og Krosstíðir, með óréttu eignaðar
Jóhannesi páfa XXII, á bl. 82v–85v.94 Bænirnar Anima Christi og O Bone
Jesu eru á bl. 85r–85v. Bænir til einstakra dýrlinga eru aftast í bókinni,
þar á meðal Kristófórus bænin Tu Iesus es testis (Þú, Jesú ert vitni) á bl.
95r–96v.95 Niðurlag 4. erindis bænarinnar vantar og ljóst að blað eða blöð
hafa týnst aftast úr bænabókinni.
Við bænaupphaf og kaflaskil innan bæna ná stafir yfir þrjár til fimm
línur. Litaðir stafleggir eru án útlína með teiknuðu laufskrúði að innan og
utan. Í einstaka stöfum ganga teinungar út á spássíu.96 Litlir upphafsstafir
ná yfir tvær línur. Þeir eru ýmist með eða án laufskrúðs og sprotar ganga
frá þeim út á spássíur. Eftir svarthvítum ljósmyndum að dæma er hand-
bragð Jóns í Langeyjarnesi á upphafsstöfum bókarinnar.
Á síðmiðöldum komst í tísku að heldra fólk ætti fagurlega lýstar tíða-
og/eða bænabækur.97 Þær voru notaðar við bænahald leikmanna og töld-
ust ekki til helgisiðabóka. Ríkulega myndskreyttar tíðabækur hafa ekki
varðveist hér á landi en tíðabók kemur fyrir í virðingargerð á eignum.98
Efnislega er litla bænabókin skyld erlendum tíðabókum. Hún ber þess vitni
að hér sem annars staðar í Evrópu hefur heldra fólk viljað eignast sálma og
bænir til að geta fylgst með messu og tíðum og hafa jafnframt tiltækt and-
aktarefni fyrir bænahald í einrúmi.
94 Liturgica I, 216 og nmgr. 216. um þessar tíðir sjá Wieck, Time Sanctified, 89–93.
95 Analecta Hymnica Medii Aevi, 33. b., 67.
96 Þeir eru á eftirfarandi blöðum: a á 13v, a á 20r, a á 26r, V á 45r, a á 57v, D á 61v og a á 80v
og andlit í stafleggjum á 47r og 53r.
97 Eina myndskreytta bænabókin frá árunum 1525–1550 er í Háskólasafninu í uppsölum
(uppsala. universitetsbibliotek, r. 719). um hana sjá Svavar Sigmundsson, „Handritið
uppsala r: 719,“ Opuscula Septentrionalia. Festskrift til Ole Widding 10. 10. 1977, ritstj. Bent
Chr. Jacobsen et al. (Kaupmannhöfn: reitzel, 1997), 207–220. um Erasmusbænina sjá
Svavar Sigmundsson, „Ermolaus og Erasmus i et islandsk håndskrift,“ Iconographisk post 4
(1979): 15–21.
98 Í virðingargerð á eignum Vigfúsar Erlendssonar árið 1521 er tíðabók á meðal bóka sem skipt
er á milli barna hans. DI 8, 802, 810.