Gripla - 20.12.2016, Page 185
185
6.9 Tvær Jónsbækur
Þá fannst handbragð Jóns í Langeyjarnesi á skreyttum upphafsstöfum í
litlu Jónsbókarhandriti, aM 39 8vo (hér eftir aM 39), sem er frá því um
1470.99 Stefán Karlsson taldi að Jón í Langeyjarnesi hefði skrifað handritið.
Bókin er rituð með léttiskrift af eldri gerð (cursiva antiqva) og er skriftin
ekki jafnsett og á helgisiðabókum með hendi Jóns sem eru með bókskrift
(textualis formata).100 AM 39 er eftirrit af Jónsbókinni AM 344 fol., sem
var að líkindum skrifuð í Skagafirði á árunum 1375–1400.101 Um 1500
hefur handritið verið komið vestur á Barðaströnd. Þangað hefur það hugs-
anlega borist skömmu eftir 1450 með Ingveldi Helgadóttur, lögmanns
á Ökrum Guðnasonar, sem var kona Þorleifs Björnssonar hirðstjóra á
reykhólum (d. um 1486).102 Jón í Langeyjarnesi hefur því getað gert eft-
irrit af þessari lögbók á síðari hluta 15. aldar.
í AM 39 eru 162 blöð sem mælast um 125x95 mm.103 Skorið hefur verið
af síðum bókarinnar þegar hún var endurbundin. Á efri spássíu er skorið
svo nærri textanum að á stöku blaði hafa upphafsstafir og leturlínur skerst.
Í upphafi lagabálka og við kaflaskil eru 16 skreyttir upphafsstafir sem ná frá
fjórum og upp í sjö línur. Sex eru púslstafir, flestir mjög eyddir.104 Stafir
með einlitum staflegg án útlína og teiknuðu laufskrúði að innanverðu og
utan eru tíu talsins (mynd 12).105 Litlir stafir, einlita án útlína og laufskrúðs,
ná yfir tvær leturlínur. Form einstakra stafa í tveimur útgáfum er eins út
alla bókina. Í stöfunum skiptast á ljósrauðir, rauðir, bláir og grænir litir.
Handbragð Jóns í Langeyjarnesi þekktist sömuleiðis á upphafsstöfum í
99 Jónsbók, xlii.
100 Ég þakka Stefáni Karlssyni fyrir að gefa munnlega umsögn um rithönd í AM 39 8vo um
1990.
101 Katalog AM 2, 351–352; Jónsbók, xlii. Um þetta handrit sjá einnig Már Jónsson, „Um
handrit sem Árni Magnússon eignaðist ungur,“ í Góssið hans Árna. Minningar heimsins
í íslenskum handritum, ritstj. Jóhanna Katrín friðriksdóttir (reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum, 2014), 134–138.
102 A Saga of St Peter the Apostle: Perg. 4:o nr 19 in the Royal Library, Stockholm, útg. Peter
foote. Early Icelandic Manuscripts in facsimile 19 (Kaupmannahöfn: rosenkilde and
Bagger, 1990), 43–44; Guðrún Ása Grímsdóttir, Vatnsfjörður í Ísafirði, 176–178; Jón
Guðmundsson, Tíðfordríf, 82–83 (væntanleg).
103 AM Katalog 2, 351–352.
104 Þeir eru á eftirfarandi blöðum: f á 2v, Þ á 8v, Þ á 15v, H (skert) á 43v, H á 49v og a á 129r.
105 Þeir eru á eftirfarandi blöðum: M á 1r, f á 31r, S á 34v, E á 54v, H á 83r, Þ á 89v, S á 100r og
Þ á 110v, E á 119r, S á 153r.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD