Gripla - 20.12.2016, Qupperneq 186
GRIPLA186
lögbókinni aM 151 4to (hér eftir aM 151) sem talin er frá um 1450.106 Jón
hefur skrifað kaflafyrirsagnir bókarinnar.107 Megintextinn er með annarri
hendi og léttiskrift af eldri gerð. Á bl. 1v hefur skrifari megintextans ritað
alþekkta skrifarabæn á latínu: Assit principio Sancta Maria meo (Heilög
María hjálpi upphafi mínu). Hún er kunn annars staðar í íslenskum mið-
aldahandritum.108
í AM 151 eru 140 blöð sem mælast að utanverðu um 161x123 mm. í því
eru þrettán stórir upphafsstafir í upphafi lagabálka. Þeir ná yfir þrjár til sjö
línur og eru litir í þeim víða máðir. Tveir eru myndstafir og ná yfir fjórar
til fimm línur. Í H-i við upphaf rekabálks á bl. 78r er dýr með aftursveigt
höfuð sem rekur út úr sér tunguna á skástrikuðum, rauðum grunni. í Þ-i
við byrjun þjófabálks á bl. 94r er mynd af manni, líklega þjófi, sem snýr
til vinstri og heldur báðum höndum um langan staf. Hann er skegglaus,
klæddur stuttum kyrtli og í ökklaháum skóm á skástrikuðum, rauðum
grunni (mynd 13). Þrír púslstafir ná yfir fjórar til sjö línur.109 Átta upp-
hafsstafir með einlitum stafleggjum með teiknuðu laufskrúði ná yfir þrjár
til fimm textalínur. Litlir stafir ná yfir tvær línur. Form þeirra og litir eru
eins og í AM 39 að því frátöldu að sumir eru skreyttir smá laufskrúði.
Stafirnir eru eins út alla bókina nema N-ið sem finnst í þremur útgáfum
og Þ-ið í tveimur. Innan í fimm stöfum, á bl. 46v, 69v, 86v, 102v og 103r,
eru andlit. Við langflesta stafina, jafnt stóra sem smáa, hefur skrifarinn
merkt leiðbeinandi stafi á spássíu fyrir lýsandann. Í tveimur tilvikum hefur
rangur stafur verið fylltur í eyðurnar: á bl. 18r er e í staðinn fyrir n (nu) og
á bl. 115v er o í staðinn fyrir a (avlmosu).
Litlar skinnræmur hafa verið festar við neðri spássíu á tíu blöðum
við upphaf bálka. Leifar af ræmu eru á bl. 11 við upphaf mannhelgi. Göt
eftir ræmurnar eru í bókfellinu á bl. 27, 40, 47, 51, 78, 84, 94, 101 og 108.
Þær hafa staðið út úr bókinni til að auðvelt væri að fletta upp á bálkum.
Jónsbækurnar tvær eru lýsandi dæmi um þá breytingu sem verður á útliti
lögbóka á 15. öld þegar smáum og kubbslegum lögbókarhandritum fjölgar
106 Katalog AM 1, 433–434; Jónsbók, xlv.
107 Þetta byggir á athugun Stefáns Karlssonar og munnlegri umsögn.
108 um skrifarabænir í íslenskum miðaldahandritum sjá Stefán Karlsson, „Skrivarverser:
Is land,“ Kulturhistorisk Leksikon for nordisk middelalder fra vikingetid til reformationstid
(reykjavík: Bókaverzlun Ísafoldar, 1970) 15: 692–693.
109 Púslstafirnir eru á eftirfarandi blöðum: f á 4r, f á 27v, H á 40v. Stafir með einlitum
leggjum eru M á 2v, I á 10r, Þ á 11v, H á 47r, E á 51v, Þ á 84r, S á 101v og A á 108v.