Gripla - 20.12.2016, Page 188
GRIPLA188
á nokkuð óvanalegan hátt til að þeir rúmist í upphafsstaf með klofnu
þverbandi. Efst situr María í sæti sem séð er skáhallt ofan á og hvílir fæt-
urna á neðra þverbandi stafsins. Sætið er grátt og gult og skyggt með hvítu.
María er berhöfðuð með brúnt hár, blá augu og rauðar varir. Um höf-
uðið hefur hún rauðleitan geislabaug en gulur kyrtill hennar er skyggður
með hvítum lit. Rauð skikkjan er með ljósu fóðri og skyggð með dekkri
rauðum lit. María hefur svarta skó á fótum. Á vinstra hné hennar situr
Jesúbarnið og tekur blessandi á móti vitringunum. Sveinninn er í grænum
kyrtli sem skyggður er með dekkri grænum lit. Um höfuðið hefur hann
grænan, gulbryddaðan geislabaug sem ekki er krossmerktur eins og venja
er. Melchior, elsti vitringurinn, krýpur á kné neðan við sæti Maríu og réttir
lokaðan bikar upp til Jesúbarnsins. Hann er klæddur grænum kyrtli með
rautt belti og í rauðum skóm. Melchior hefur tekið ofan kórónuna sem þó
er ekki sjáanleg á myndinni. Sinn hvorum megin við Maríu og Jesúbarnið
standa hinir vitringarnir tveir, Balthasar og Kaspar og halda á ljósum bik-
urum með loki. Þeir eru með rauðar kórónur, íklæddir grænum kyrtlum
og rauðum skikkjum. Á fótum hafa þeir dökka skó sem opnir eru yfir
ristina. Ekki er greinilegur aldursmunur á vitringunum, eins og vant er á
tilbeiðslumyndum, þar eð báðir eru skeggjaðir. Sá til vinstri lyftir hendi og
bendir með vísifingri upp á við, að líkindum á stjörnuna sem sést þó ekki
á myndinni. Geislabaugur og skikkja Maríu ásamt kórónum vitringanna
hverfa að hluta til á bak við staflegginn. Höfuð Maríu er framan við legg-
inn en fætur hennar og skikkjufaldur koma út á milli klofins þverbandsins.
Með því að staðsetja myndhluta ýmist aftan eða framan við staflegginn
tengist myndstafurinn textasíðunni en færist einnig fram á við nær áhorf-
andanum.
7.2 Stakt blað úr andstefjabók
Hönd Jóns á Hóli hefur einnig fundist á stöku blaði úr andstefjabók, AM
acc. 7, Hs 36. Blaðið mælist um 275x205 og í því eru tíu nótnalínur.113 Efst
á aftari síðu staka blaðsins er skrautstafurinn P við upphaf fyrsta andstefs
113 Erlendir fræðimenn hafa vísað til hans sem ‘fellow scribe of Jón Þorláksson.’ ommundsen
og attinger, „Icelandic Liturgical Books,“ 293–317. Í riti sínu um andstefjabækur í erkibisk-
upsdæmi niðaróss sagði Lilli Gjerløw blaðið íslenskt og ritað af mjög vönduðum skrifara
á 15. öld. Antiphonarium Nidrosiensis (ms 5), 258, mynd 78. Merete Geert andersen taldi
blaðið einnig íslenskt að uppruna og frá þriðja fjórðungi 15. aldar. Katalog AM Accessoria,
45.