Gripla - 20.12.2016, Síða 190
GRIPLA190
skriftina á rauðum kaflafyrirsögnum í Skálholtsbók og komst að þeirri nið-
urstöðu að á þeim væri rithönd Jóns á Hóli. Skálholtsbók eldri hefur því
bersýnilega verið lýst á 15. öld, nokkrum áratugum eftir að hún var skrifuð.
nærtækast er að ætla að Jón hafi sjálfur lýst upphafsstafina í Skálholtsbók
eldri þegar hann skrifaði kaflafyrirsagnirnar.117 Nokkrir viðvaningslegir
upphafsstafir eru á bl. 10v, 11r, 15r, 34v, 35r og 46v í Skálholtsbók eldri.
Þeir hafa greinilega verið til staðar þegar Jón á Hóli hófst handa við að lýsa
handritið í heild sinni eins og sjá má á bl. 15r þar sem stafur Jóns gengur
yfir stafinn sem fyrir var. Þetta er frekari staðfesting á því að bókin hefur
verið lýst nokkuð löngu eftir að hún var rituð.
Skálholtsbók eldri er þokkalega varðveitt og upphafsstafir hennar
gefa betri mynd af lýsingum Jóns á Hóli en máðir upphafsstafir hans í
handritabrotunum. í handritinu eru 133 blöð sem mælast um 280x198
mm, textinn er tvídálka. Eini sögustafur handritsins, F á bl. 2r, gengur
upp eftir ytri spássíu og nær yfir níu leturlínur. Honum verða gerð nán-
ari skil hér á eftir. tólf púslstafir eru í handritinu, níu við upphaf bálka
Jónsbókarinnar og þrír í upphafi Kristinn réttar, Kristinn réttar hins forna
og biskupastatúta.118 Þeir ná yfir fimm til sjö textalínur. Út frá sumum
stafleggjunum gengur þróttmikið laufskrúð yfir hálfar eða heilar síður á ytri
spássíu og milli dálka. Litasamsetningarnar í púslstöfunum eru: dökkgult
og bláleitt, dökkrautt og blátt, rautt og dökkgult, dökkrautt og ljósrautt,
grænt og blátt. Inn í og utan með stöfunum er teiknað laufskrúð í öðrum
lit með fínlegum margskiptum blöðum og blómknúppum og línuspili sem
endar í lykkju. tveir upphafsstafir, S-ið á bl. 58r í upphafi farmannalaga og
Þ-ið á bl. 72v í kristindómsbálki eru öðruvísi. S-ið nær yfir sjö textalínur,
einlitur stafleggurinn er skreyttur gulum rósum eða blöðkum og lauf-
skrúði. Þ-ið nær yfir fimm línur, rauður einlitur stafleggur og laufskrúð í
belg og meðfram staflegg.
Smærri upphafsstafir við kaflaskipti eru með einlitum leggjum án útlína
sem ná yfir tvær til fjórar línur. Í þeim skiptast á ljósrauðir, dökkrauðir,
bláir og dökkbláir, grænir og dökkgrænir litir ásamt sinnepsgulum lit.
117 Dæmi um að rauðritari og lýsandi séu einn og sami maður er í Helgastaðabók. Stefán
Karlsson, „uppruni og ferill Helgastaðabókar,“ í Helgastaðabók. Nikulás saga. Perg. 4to nr.
16 Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, ritstj. Jónas Kristjánsson (reykjavík: Lögberg, 1982), 52
og nmgr. 12.
118 umræddir stafir eru á eftirfarandi blöðum: Þ á 5r, Þ á 6v, f á 15v, H á 22v, H á 26v, E á 29r,
H á 44v, Þ á 48r, Þ á 53v, A á 74r, Þ á 96v og P á 110v.