Gripla - 20.12.2016, Síða 192
GRIPLA192
spenslum.121 Á kili bókarinnar mótar fyrir uppistöðuhryggjum bandsins.
Þorlákur helgi stendur uppréttur í biskupsskrúða aftan við sæti Ólafs helga.
Biskupinn er skegglaus og hefur grænleitan geislabaug með gulri bryddingu
um höfuðið. Hann blessar með hægri hendi en heldur með vinstri hendi
um bagal með gulu skafti, grænum hnúð og krók sem endar í uppundnu
laufblaði. Biskup ber hátt, hvítt mítur, bryddað og skreytt rauðum borða.
Hann er með höfuðlín, klæddur hvítum messuserk með tíglóttu hlaði að
framan. ofan við það sést stóluendi með grænu kögri. utan yfir er biskup
í grænni, rauðfóðraðri dalmatíku með klauf og yst fata í rauðum hökli með
gulu fóðri. Á höndum hefur hann biskupsglófa og hvítt handlín á vinstra
úlnlið. Hásæti ólafs helga og geislabaugar dýrlinganna hverfa að hluta á
bak við þverbönd F-sins. Axarblaðið og krókur bagalsins eru hins vegar
framan við staflegginn. Þannig verður til örlítil tilfinning fyrir rými innan
og utan við staflegginn. Ermi á hökli biskups fer örlítið út fyrir bakgrunn-
inn og vinstri fótur hans gengur ásamt ljónshöfðinu niður úr myndstafnum
og tengja myndina textasíðunni.
Jón á Hóli hefur lýst upphafsstafina, f á bl. 2r í Skálholtsbók eldri og E
á bl. 4r í grallarabrotinu aM acc. 7, Hs 3. Báðir stafirnir eru skýrt mótaðir
og með klofnu þverbandi. Séð er skáhallt ofan á sæti Maríu á grallaramynd-
inni og Ólafs helga í Skálholtsbók eldri. andlitsdrættir eru svipaðir. Bera
má saman egglaga og niðurmjótt andlit Melchiors í grallaramyndinni og
andlit Ólafs helga í Skálholtsbók eldri (sjá myndir 12 og 14). Í hnöttóttum
augunum eru bláir augasteinar og augnakrókar sveigjast upp á við til hlið-
anna. Einföld lína afmarkar hálfsigin augnalok en augabrúnir eru háar og
hvelfdar. Nefið er óvanalega teiknað. Smákrókur myndar nasavænginn
sem snýr fram en síðan eru nefið og augabrúnin sem snýr fram dregin með
sömu óbrotnu línunni. Skeggið hringast í smálokk neðan við hökuna. Sömu
eða svipaðir meginlitir eru í báðum stöfunum og eru þeir lagðir á með sama
121 Bækur hafa verið klæddar skinni hér á miðöldum. í minnisgrein aftan við handrit frá 14.
öld, AM 671 4to, stendur að Snorri Andrésson hafi bundið bókina og skartað rauðu skinni.
Snorri er eini nafngreindi bókbindarinn sem vitað er um. Jón Helgason, Handritaspjall
(reykjavík: Mál og menning, 1958), 26; Ólafur Halldórsson, „Skrifaðar bækur,“ í Íslensk
þjóðmenning 6 (reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1989), 81. Í máldaga kirkjunnar í Eydölum
frá árinu 1382 kemur fram að hún á fimm bækur í hvítum skinnum. DI 3, 360. Um
skinnklæddar bækur hér á miðöldum sjá Guðbrandur Jónsson, „íslenzk bókasöfn fyrir
siðabyltinguna,“ Árbók Landsbókasafns Íslands 1946–1947 (1948), 3–4: 70. Erlendis voru
bækur klæddar sútuðu skinni sem stundum var litað. Um þetta sjá De Hamel, Scribes and
Illuminators, 67.