Gripla - 20.12.2016, Page 193
193
hætti. Sterkgulur litur stafleggjanna sker sig úr bláum bakgrunni. í grænum
kyrtlunum eru klæðafellingar skyggðar með dökkgrænum eða svörtum lit.
Rauðar skikkjurnar eru skyggðar með dökkrauðum lit. Þá eru grænir,
gulbryddaðir geislabaugar Jesúbarnsins í grallaramyndinni og dýrlinganna
í F-inu í Skálholtsbók eldri litaðir á sama hátt. Sem dæmi um sama hand-
bragð í litlu upphafsstöfum má taka D-ið á bl. 6v í grallarabrotinu aM acc.
7, Hs 3 (mynd 17) og H-ið á bl. 105v í Skálholtsbók eldri (mynd 18) þar sem
laufin eru dregin á sama hátt.
Stefán Karlsson leiddi líkum að því að Haukur bóndi Einarsson hafi
fært Skálholtsdómkirkju Skálholtsbók eldri að gjöf á síðari hluta 15. aldar
en Einar, faðir Hauks, var prestur og ráðsmaður í Skálholti (d. 1430).
Haukur átti jarðir fyrir vestan sem hann seldi Birni Þorleifssyni 1461.122 í
reikningum Skálholtsstaðar frá miðri 16. öld er tvisvar sinnum nefnd bókin
‘Hauksnautur’ og varla nokkur vafi að þar er átt við Skálholtsbók eldri.123
Ekki hefur komist í verk að lýsa handritið þegar Steinmóður lauk við að
skrifa það um aldamótin 1400. Nærtækast er að ætla að Haukur Einarsson
hafi látið lýsa þessa fögru Jónsbók, áður en hún var gefin Skálholtskirkju.
Einnig kemur til greina að Skálholtsbúar hafi látið lýsa bókina eftir að þeir
fengu hana að gjöf einhvern tíma á síðari hluta 15. aldar. En hvort heldur
það var gefandi eða þiggjandi Skálholtsbókar eldri sem lét lýsa hana er ljóst
að Jón á Hóli var fenginn til verksins.
8. Samanburður á upphafsstöfum Jónanna
Munur er bæði á formgerð og laufvafningum í sögu- og skrautstöfum
í bókum bræðranna. Mjúkar, bogadregnar útlínur og þéttir vafningar
með smáum laufblöðum einkenna stafleggi í upphafsstöfum Jóns í Lang-
eyjarnesi (sjá myndir 4 og 11). Skýrt mótaðir stafleggir með beinum línum
ásamt vafningum með allstórum laufblöðum eru í upphafsstaf Jóns á Hóli
(sjá mynd 15). form og drættir í andlitum eru einnig sitt með hvoru móti.
andlit Ólafs helga í f-inu í Skálholtsbók eldri (sjá mynd 16) er svipmikið.
augun eru stór og uppsveigð með skýrt afmörkuðum augnalokum. Háar
augabrýr eru hvelfdar. Nefið er stórt og dregið með línu sem rofnar að
122 Um það sjá DI 5, 241–242; Stefán Karlsson, „Hauksnautur,“ 63.
123 Stefán Karlsson, „Hauksnautur,“ 62–66; Stefán Karlsson, „Skinnræmur úr Skálholtsbók,“
124–127; Stefán Karlsson, „af Skálholtsvist Skálholtsbókar,“ 197–200.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD