Gripla - 20.12.2016, Page 194
GRIPLA194
neðanverðu. Munnurinn er stórt strik sem breikkar í miðjunni og skeggið
hringast í lokk undir hökunni. Andlit ólafs helga á staka grallarablaðinu
Þjms 3411 er mun svipminna (sjá mynd 8). neðri lína augnanna er bein
og þau sveigjast ekki upp á við. fíngert nefið er dregið með samfelldri
línu, munnurinn með tveimur strikum og skeggið leggst slétt yfir hök-
una. Klæðafellingar í skikkjum ólafs helga eru ennfremur frábrugðnar.
Skikkjan í grallaramyndinni leggst yfir hægra hné, myndar smáfellingar
milli hnjánna og lyftist upp á vinstra hné þar sem kyrtilfaldurinn breiðir úr
sér. Skikkja ólafs helga í F-inu í Skálholtsbók eldri liggur jafnt yfir bæði
hné og neðan við sést í kyrtilfaldinn. Þá eru klæðalitir öðruvísi og þeir eru
ekki lagðir á með sama hætti. Loks eru kórónur og axarblöð frábrugðin á
myndunum.
Þegar leitast er við að þekkja mismunandi handbragð á meðalstórum
upphafsstöfum reynist torvelt að greina sundur hendur bræðranna í fljótu
bragði. Þeir virðast beinlínis hafa lagt sig fram um að gefa bókum sínum
heillegan svip með því að notast við sömu upphafsstafagerð. Þetta á jafnt
við um púslstafi, meðalstóra upphafsstafi með einlitum stafleggjum og
laufskrúði og smærri upphafsstafi. Hér skulu tekin nokkur dæmi.
Form E-sins á bl. 6r í Missale Scardense (sjá mynd 5) er eins og E-sins á
bl. 29r í Skálholtsbók eldri (mynd 19). Munstur í staflegg er svipað nema
í þverbandinu þar sem er sams konar munstur og í legg Þ-sins á bl. 6v í
Skálholtsbók eldri.124 Fíngert laufskrúðið utan með stöfunum er einnig
líkt. Litir í meðalstóru stöfunum eru hinir sömu: ljósrautt, dökkrautt,
vínrautt, blátt og dökkblátt, skærgult og sinnepsgult, dökkgrænt og jarð-
grænn litur sem lagður er þunnt á, hugsanlega með sköfu. Þá eru nokkrir
stafleggir í Missale Scardense og Graduale Gufudalense gullmálaðir. Þeir
finnast ekki á blöðum sem Jón á Hóli skrifaði.
Litlir upphafsstafir, einlita án útlínu sem ná yfir tvær til fjórar línur,
eru einnig líkir. taka má tvö dæmi, S á bl. 101v í aM 151 4to (mynd 20)
og sama staf á bl. 14v í Skálholtsbók eldri (mynd 21).125 Hver stafur er til í
tveimur mismunandi gerðum og engu líkara en að þeir séu teknir upp úr
sjónabók eða forskriftarblaði. Í enskri sjónabók frá 15. öld (Cambridge,
Magdalene College, MS 2981) er stafróf með tveimur formgerðum af sama
124 Sjá Skálholtsbók eldri.
125 Taka má fleiri dæmi. H á bl. 47r í AM 151 er af sömu gerð og H á bl. 30v í Skálholtsbók
eldri. E í AM 151, bl. 51v er eins og E í Skálholtsbók eldri, AM 351 fol., bl. 32r.