Gripla - 20.12.2016, Side 196
GRIPLA196
kórónanna eru hins vegar of ólík til að eigna megi C-teiknaranum mynd
ólafs helga á grallarablaðinu.128
9. Lokaorð: Bókagerð bræðranna og skyld handrit
Um miðja 15. öld hefur vafalítið verið þörf á að endurnýja bækur, ekki
síst í kirkjum, eftir að bókagerð dróst saman á fyrri hluta aldarinnar.
Ef að líkum lætur hefur meginstarf Jónanna verið fólgið í því að fram-
leiða helgisiðabækur fyrir kirkjur á búsetusvæði sínu, Vesturlandi og
Vestfjörðum. Viðhafnarbækur, svo sem altaris- og kórbækur til nota við
messu og tíðagjörð, voru oft fagurlega búnar og í stóru broti til að auðvelda
lestur texta og nótna. Kirkjubækurnar eru nú svipur hjá sjón, en mynd-
skreytingin í Skálholtsbók eldri gefur nokkra hugmynd um hversu glæsi-
legar þær kunna að hafa verið í öndverðu.
Jafnframt hafa ritbeiðendur víðar að leitað til bræðranna vegna hins
góða orðspors sem fór af bókagerð þeirra. til marks um það eru lýsingar
Jóns á Hóli í Skálholtsbók eldri sem Haukur Einarsson gaf Skálholtskirkju
og grallarinn sem Bjarni ívarsson gaf jungfrú Maríu á Munkaþverá. Litla
bænabókin og Jónsbækurnar tvær, sem að líkindum hafa verið gerðar fyrir
leikmenn, eru smáar í sniðum. Þótt lögbækurnar séu illa farnar sýnir skrift
og lýsing þeirra að vandað hefur verið til þeirra í öndverðu.
Í lýsingum sínum taka bræðurnir upp þráðinn þar sem frá var horfið
um 1400 og sækja fyrirmyndir í handrit frá 14. öld. Hér skulu aðeins
tilgreind fáein dæmi. Sama skýra formið er á E-inu í grallarabroti Jóns á
Hóli (sjá mynd 12) og E-i á bl. 18v í fríssbók, Codex Frisianus (aM 45 fol.)
sem á eru noregskonungasögur (mynd 25). Í báðum tilvikum er þverband
stafsins klofið og leggurinn endar í sams konar laufblöðum.129 Fríssbók er
talin skrifuð á Vesturlandi á fyrsta fjórðungi 14. aldar.130 Litlir upphafs-
128 Sjá Guðbjörg Kristjánsdóttir, Íslenska teiknibókin, 108.
129 Codex Frisianus (Sagas of the Kings of Norway). MS No. 45 Fol. in the Arnamagnæan
Collection in the University Library of Copenhagen, útg. Halldór Hermannsson. Corpus
Codicum Islandicorum Medii aevi 4 (Copenhagen: Levin & Munksgaard, 1932), bl. 18v.
Ekkert stórt f er í fríssbók en leggur H-sins á vinstri spássíu á bl. 19v klofnar til end-
anna og lokast með blöðum að neðan og ofan á svipaðan hátt og leggur f-sins á bl. 2r í
Skálholtsbók eldri. um upphafsstafi í fríssbók sjá Liepe, Studies in Icelandic Fourteenth
Century Book Painting, 223–227.
130 aðalhöndin á fríssbók er einnig á aM 241 a fol., saltara og tíðabók, og á aM 249 p
fol. messudagarími sem verið hefur framan við saltaratextann. Þá er messudagarím í