Gripla - 20.12.2016, Side 197
197
stafir eru skyldir upphafsstöfum í Staðarfellsbók Jónsbókar (aM 346 fol.),
einkum form stafleggjanna og fíngert laufskrúð með þrískiptum og marg-
skiptum smáblöðum. Bera má saman Þ á bl. 21v í Staðarfellsbók (mynd 26)
og sama staf á bl. 25v í Skálholtsbók eldri (mynd 27). Handrit og handrita-
hlutar með sömu hendi og Staðarfellsbók Jónsbókar eru líklega rituð í
Barðastrandarsýslu eða í nálægum héruðum á árunum 1320–1360.131
Hliðstæðir upphafsstafir finnast í fleiri handritum. Þ á bl. 48r í Skál -
holts bók eldri (mynd 28) er svipað Þ á bl. 6r í aM 343 fol., Svalbarðsbók
Jónsbókar, sem tímasett er um 1330–1340 (mynd 29). Þ á bl. 5r í Skálholts-
bók eldri (mynd 30) er einnig líkt Þ á bl. 60v í AM 347 fol., Belgsdalsbók
Jónsbókar, frá um 1340–1370, (mynd 31) en lýsingar í þessum Jónsbókum
eru skyldar.132 Ekki er vitað hvar Svalbarðsbók er skrifuð og hönd
skrifarans hefur ekki fundist í öðrum handritum.133 Bent hefur verið
á að Skarðsbók Jónsbókar AM 350 fol. sé skrifuð eftir Svalbarðsbók
eða hliðstæðu handriti.134 Belgsdalsbók er að mestu með einni hendi en
nokkrar síður aftast í handritinu, bl. 94vb–98, eru með annarri hendi og
er skriftarlagið svipað og í handritum sem talin eru skrifuð í klaustrinu á
Helgafelli.135
Skýringin á því að Jónarnir tveir nota upphafsstafi af 14. aldar gerð
gæti verið sú að fyrirmyndir þeirra séu sóttar í sjóna- eða fyrirmyndabók
sem gengið hafi að erfðum mann fram af manni í ætt bókagerðarmanna.
Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, KB add 1 fol., hugsanlega einnig með sömu
hendi og hún er einnig á aM 325 VIII 4 c 4to (Sverris saga og Böglunga sögur). Í aM 249 p
fol. og KB Add 1 fol. eru ártíðir Seldæla. Jonna Louis-Jensen. Kongesagastudier. Kompilationen
Hulda-Hrokkinskinna. Bibliotheca arnamagnæana 32 (Kaupmannahöfn: reitzel, 1977),
19–21. Guðmundar sögur biskups, útg. Stefán Karlsson. Editiones Arnamagnæanæ. Series
B 6 (Kaupmannahöfn: reitzel, 1983), xli–xlii. um þessa handritahópa sjá einnig Jonna
Louis-Jensen, „fra skriptoriet i Vatnsfjörður i Eiríkr Sveinbjarnarsons tid,“ í Reykholt som
makt- og lærdomssenter i den islandske og nordiske kontekst, ritstj. Else Mundal. Snorrastofa. Rit
3. (reykholt: Snorrastofa, Menningar- og miðaldasetur, 2006), 128–130 (endurpr. í Con
Amore, 322–323).
131 Guðmundar sögur biskups, xl—xlii.
132 Harry fett, „Miniatyrer fra islandske haandskrifter,“ Bergens Museums Aarbog 7 (1910):
25–26; Halldór Hermannsson, Icelandic Illuminated Manuscripts, 24–25; Bera nordal,
„Lögbókarhandritið Gks. 1154 I folio. Íslenskt handrit?“ Skírnir 159 (1985): 166–170.
133 Bera nordal, „Lögbókarhandritið,“ 164.
134 Jónsbók, xliv–xlv.
135 Stefán Karlsson, „Lovskriver i to lande. Codex Hardenbergensis og Codex Belgsdalensis,“
festskrift til alfred Jakobsen, útg. Jan ragnar Hagland et al. (trondheim: tapir, 1987), 167,
179.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD