Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 19.02.2016, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 19.02.2016, Qupperneq 2
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrver- andi fjármálaráðherra, segir að milljarða bónusar til stjórnenda ALMC, sem áður var Straumur Burðarás, stafi af því að stöðug- leikaframlagið sé svo mikið lægra en stöðugleikaskatturinn. „Þeir gerðu svo góðan díl við stjórnvöld um mikinn afslátt og þess vegna verðlauna þeir sig með kaupaukum. Ætli þetta sé svona víðar?“ segir Oddný Harðardóttir. Hún hefur sent fjármálaráðherra fyrirspurn um kaupauka Íslands- banka. „Þeir gerðu líka góðan díl við stjórnvöld um stöðugleikafram- lag í stað stöðugleikaskatts.“ | þká Milljarðabónusar í boði ríkisstjórnar Yfir fjögur þúsund Íslendingar eru virkir á stærsta BDSM samfélagsmiðlinum, Fetlive. Formaður BDSM félagsins á Ís- landi segir að þetta sé líklega heimsmet. Félagið hefur nýlega sótt um aðild að Samtökunum 78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM Ísland, segir að fólk sé í æ meira mæli að koma út úr skápnum með þessar til- hneigingar og mæti fordómum í um- hverfinu. Dæmi séu um að fólk missi vinnu og forræði yfir börnum. Þá hafi þetta verið notað gegn fórnarlömbum ofbeldis, eins og dæmi sé um í ný- legu nauðgunarmáli á Íslandi. Í því hafi kona samþykkt að láta binda sig en verið nauðgað. Margir hiki þess vegna við að ræða þessar tilhneig- ingar opinberlega. Magnús segir að BDSM senan á Ís- landi sé fremur lífleg. „Það eru um 200 manns sem taka þátt í mánaðarlegum samkvæmum á vegum Reykjavík Munch en nokkrir tugir hittast einnig á kaffihús- um einu sinni í viku. „Þá eru um fimmtíu manns að greiða árgjöld í félagið sem var stofnað fyrir 20 árum.“ Magnús segir að félagsmenn séu á aldr- inum 20 til 60 og kynjaskiptingin sé fremur jöfn. Öllum félögum sem vinna að hinsegin málefnum er frjálst að sækja um aðild að Samtökunum 78. Tekin verður afstaða til aðild- arumsóknarinnar á aðalfundi Sam- takanna 78, 5. mars. Auður Magn- dís Auðardóttir, framkvæmdastýra Samtakanna 78, segir að þangað til sé félagsmönnum boðið að kynna sér starfsemi BDSM á opnum kynn- ingarfundum. Hún bendir á að það séu dæmi um það erlendis að BDSM félög starfi með hinsegin fólki, til að mynda í Noregi. | þká Skurðstofa á kvennadeild Landspítalans hristist og skalf í takt við höggborana fyrir utan húsið og það glamraði í áhöldunum við hliðina á skurðarborðinu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Þetta upplifðu sjúklingar á Landspít- alanum sem þurftu að gangast undir aðgerð á kvennadeildinni en fram- kvæmdir standa yfir á lóðinni. Skurðstofa á kvennadeild Land- spítalans hristist og skalf í takt við höggborana fyrir utan húsið og það glamraði í áhöldunum við hliðina á skurðarborðinu. Þetta upplifðu sjúk- lingar á Landspítalanum sem þurftu að gangast undir aðgerð á kvenna- deildinni en framkvæmdir standa yfir á lóðinni. „Þetta er náttúrulega óþægilegt fyrir alla en hefur þó mikið lagast. Það var miklu verra í síðustu viku,“ segir Áslaug Svavarsdóttir, deildar- stjóri á deildinni. „Húsnæði kvenna- deildarinnar stendur á klöpp sem verið er að brjóta úr og við komumst ekki hjá því að finna fyrir þessu. Þetta eru þó ekki sprengingar en mikill titringur og þung högg meðan þeir eru að brjóta klöppina. Að sjálfsögðu truflar þetta sjúklinga og starfsfólk, en þessu fer að ljúka.“ Stjórnendur spítalans hafa skrif- að afsökunarbeiðni til sjúklinga á kvennadeildinni, sem hangir á veggnum, vegna ónæðis af fram- kvæmdum við nýtt fjögurra hæða sjúkrahótel Landspítala við Hring- braut. Það verður tekið í notkun árið 2017 og er það með 75 herbergjum. Húsið mun rísa á norðurhluta lóðar Land- spítala við Hringbraut, milli Kvenna- deildar, K-byggingar og Barónsstígs. „Múslimakonur sem vilja fylgja íslam en ekki menn- ingarkreddu utan úr heimi, fá skýr skilaboð um að þær séu ekki velkomnar í moskuna, nema þær passi að heyrast hvorki né sjást.“ Þetta segir Agnes Ósk Þorgrímsdóttir, íslenskur múslimi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Í mosku Félags íslenskra múslima í Ármúla er konunum vísað inn í trébúr sem hefur verið óklárað og hráslagalegt í 10 ár. Þar heyra þær illa í ræðumönnum og sjá ekki inn í moskuna sitjandi.“ Þetta segir Ibra- him Sverrir Agnarsson, fyrrver- andi formaður félagsins, en hann segist hafa tekið slaginn með ís- lenskum konum innan safnaðarins um að rífa búrið og hafa eitt bæn- arúm fyrir bæði kynin. Hann hafi hinsvegar tapað þeim slag. „Því miður getum við ekki sætt okkur við ástandið í moskunni í Ár- múlanum,“ segir Agnes Ósk Þor- grímsdóttir. „Það átti að tryggja okkur aðgang að nýju moskunni, en nú er kominn nýr formaður og ég veit ekki hvað verður. Mér er al- veg sama þótt við biðjum fyrir aft- an mennina, en ég vil betri aðstöðu þar sem hægt er að sjá ímaninn. Við viljum ekki fylgja einhverri karlrembumenningu utan úr heimi. Þetta er ekki íslam, þetta er einhver menning frá þeirra heima- löndum sem þeir reyna að troða inn í moskuna hér. Það er fullt af körlum sem styðja okkur konurnar en hinir ráða ferðinni. Mér finnst leiðinlegt að þetta sé svona, en ég er þreytt á að tala undir rós þótt ég eigi það á hættu að einhverjir ras- istar fari að smjatta á þessu næstu vikurnar.“ Sverrir bendir á að staða kvenna innan bænafélaganna sé alþjóðleg umræða og víða mikið hitamál, líkt og í Bandaríkjunum. Þar hafi allir helstu fræðimenn á sviði íslam, margir hverjir mjög íhaldssamir og menntaðir í frægustu háskólum hins íslamska heims, stutt kröfu kvenna um breytingar í moskun- um. Á Íslandi taki menn hinsvegar upp merki karlrembunnar og fjalla- þorpanna. „Við héldum kvennafund síðasta haust og þar var kosið um þetta mál,“ segir Agnes Ósk. „Kosningin var ekki upp á marga fiska, þarna voru konur sem eru ekki í félaginu, þær eru í hinni moskunni, þar er líka kynjaskipt en í Ýmishúsinu sjáum við ímaninn og heyrum í honum. Við erum ekki lokaðar af.“ Sverrir segir að börn allt niður í sjö ára hafi fengið að greiða at- kvæði og konur úr öðru múslima- félagi, þar sem sé rekin mun meiri harðlínustefna. Þess vegna hafi málið verið fellt. Því miður getum við ekki sætt okkur við ástandið í mosk- unni í Ármúlanum. Agnes Ósk Þorgrímsdóttir Trúmál Konum sem hafna karlrembu finnst þær óvelkomnar Vilja „kvennabúrið“ í Ármúlanum burt Í Ármúla er konunum vísað inn í trébúr sem hefur verið óklárað og hráslagalegt í 10 ár, segir fyrrverandi formaður. Heilbrigðismál Framkvæmdir við nýtt sjúkrahótel Skurðstofan á kvennadeildinni hristist og skalf Kynlíf BDSM félagið vill verða hluti af Samtökunum 78 Heimsmet í BDSM-áhuga Mynd | Hari Oddný Harðardóttir. 2 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016 Tekjur af ferðamönnum höfðu vaxið um rétt tæplega 100 milljarða króna á sex árum, frá þriðja ársfjórðungi 2009 til sama tíma 2015. Á sama tímabili drógust útflutningstekjur af sjávarfangi saman um tæpa 35 milljarða króna en tekjur af útflutningi áls jukust um tæpa 14 milljarða. Þessir eru stærstu gjaldeyrisaflandi atvinnuvegir landsins. Túrisminn er þeirra langstærstur; skilar um 352 milljörðum króna á ári á meðan fiskurinn skilar 261 milljarði króna og álið 252 millj- örðum króna. Fjölgun ferðamanna hefur því staðið undir bróðurpart- inum af hagvexti á Íslandi undanfarin ár. Án fjölgunar ferðamanna væri hér stöðnun. Hávaði er vegna starfa við nýbyggingu á lóð Landspítalans við Hringbraut. 400 350 300 250 200 150* Ferðamenn Ál Sjávarafurðir 2015 (III) 2015 (II) 2015 (I) 2014 (IV ) 2014 (III) 2014 (II) 2014 (I) 2013 (IV ) 2013 (III) 2013 (II) 2013 (I) 2012 (IV ) 2012 (III) 2012 (II) 2012 (I) 2011 (IV ) 2011 (III) 2011 (II) 2011 (I) 2010 (IV ) 2010 (III) 2010 (II) 2010 (I) 2009 (IV ) Þrjár stærstu stoðir gjaldeyrisöflunar Ferðamönnum að þakka *Milljarðar króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.