Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 19.02.2016, Page 42

Fréttatíminn - 19.02.2016, Page 42
 www.odalsostar.is GOUDA STERKUR KRÖFTUGUR Íslenskur Gouda-ostur hefur verið á boðstólum á Íslandi frá árinu 1961. Fyrirmynd ostsins er hinn frægi Gouda, frá samnefndum bæ í suðurhluta Hollands. Gouda Sterkur er lageraður í sex mánuði. Mjúkur, bragðmikill og þroskaður ostur með skörpu bragði, sveppatónum, kryddkeimi og langvarandi eftirbragði. Hentar við flest öll tækifæri, hvort sem er á ostabakkann eða til að setja punktinn yfir i-ið í matargerðinni. Einkaspæjarinn Geir Selvik Malthe-Sørenssen vakti heimsathygli þegar hann full- yrti að norska lögreglan hefði falsað sönnunargögn gegn hinum njósnadæmda Arne Treholt. Þegar dagblaðið Verdens Gang komst yfir upp- tökur af símtölum spæjarans, komu blekkingar hans sjálfs í ljós. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Enn á ný ratar mál Arne Treholt fréttirnar og í þetta sinn vegna afhjúpunar á lygum eins helsta stuðningsmanns njósnarans. Einkaspæjarinn, blaðamaðurinn og rithöfundurinn Geir Selvik Malthe-Sørenssen olli usla með bókinni Fölsunin, eða Forfalskn- ingen, sem kom út árið 2010 og fjallaði um hvernig sekt Treholt var knúin fram með blekkingum lögreglunnar. Fullyrðingarnar byggði Malthe-Sørenssen meðal annars á upplýsingum frá ónafn- greindum heimildarmanni úr norsku leyniþjónustunni sem hann sagði þjást af samviskubiti. Bókin varð heljarinnar fréttaefni og þóttu upplýsingarnar kúvending í þessu risastóra máli. Treholt og lögmaður hans, Har- ald Stabell, voru himinlifandi með bókina og sögðu hana staðfesta kenningar þeirra. Treholt hafði í þrígang sótt um endurupptöku málsins og óskaði eftir því í fjórða sinn þegar bókin kom út, sem hann sagði varpa nýju ljósi á málið. Endurupptökunefndin var ekki sannfærð og synjaði beiðni Treholt í fjórða sinn. Um síðustu helgi komu hins- vegar fram ný gögn í málinu en þau eru langt frá því að hjálpa málstað Treholt. Þau sýna svo ekki verður um villst að Malthe-Sørenssen laug um tilvist heimildarmannsins og blekkti bæði Treholt og lögmann hans. Föðurlandssvikarinn gómaður Arne Treholt var vel þekktur stjórn- málamaður norska Verkamanna- flokksins og gegndi stöðu skrif- stofustjóra og talsmanns norska utanríkisráðuneytisins þegar hann var handtekinn snemma árs 1884, á leið á fund með herforingja sov- ésku leyniþjónustunnar. Ári síðar var hann dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir föðurlandssvik og njósnir fyrir Sovétríkin og Írak. Hann viðurkenndi aðeins hluta af sakarefnunum, að hafa miðlað við- kvæmum upplýsingum til sovésku leyniþjónustunnar, KGB, og að hafa selt leynilegar upplýsingar til Íraks Saddams Hussein. Hann var hins- vegar sakfelldur fyrir áralangar og umfangsmiklar njósnir og að hafa stefnt öryggi norsku þjóðarinnar í mikla hættu. Treholt-málið er eitt umfangs- mesta njósnamál sem upp hefur komið í Noregi og hefur verið til umfjöllunar í meira en þrjátíu ár. Margir efuðust um sekt Treholt og hafa rannsóknaraðilar ítrekað verið tortryggðir. Ekki síst af Treholt sjálfum sem þráfaldlega neitaði að hafa verið njósnari og skýrði hremmingar sínar með því að hann hafi verið leiksoppur í köldu stríði. Helsta sönnunargagnið gegn Treholt var skjalataska með seðlum sem fannst við húsleit á heimili hans. Peningana átti Treholt að hafa fengið fyrir upplýsingar sem hann lét Sovét- mönnum í té. Arne Treholt sat í fangelsi í átta og hálft ár þar til hann var náðaður af ríkisstjórn Gro Harlem Brundt- land af heilsufars- ástæðum. Hann fór þá aftur til Rússlands og sneri sér að viðskiptum. Hann er orðinn 73 ára gamall og býr á Kýpur og í Moskvu til skiptis. Harald Stabell er reyndur og virtur lögmaður í Noregi og hefur unnið við að fá mál Treholt endurupptekið frá árinu 2005. Um svipað leyti fór Malthe-Sørenssen að leggja málinu lið og urðu þeir Treholt og Stabell einskonar teymi í baráttunni fyrir endurupptöku. Malthe-Sørenssen þáði greiðslur frá þeim Stabell og Treholt fyrir rannsóknarstörf og upplýsingaöflun. Njósnir Símtalsupptökur koma upp um svik helsta stuðningsmanns Arne Treholt Lygavefur um Treholt-málið afhjúpaður Helsta sönnunargagnið um njósnir Arne Treholt var skjalataska full af peningum sem fannst á heimili hans. Peningana átti Treholt að hafa fengið fyrir upplýsingar sem hann lét Sovétmönnum í té. Arne Treholt var hand- tekinn snemma árs 1884, á leið á fund með herfor- ingja sovésku leyniþjón- ustunnar. Ári síðar var hann dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir föðurlands- svik og njósnir fyrir Sovétríkin og Írak. 42 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.