Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 66
66 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016 Mynd | Hari Dans Föstudaginn 19. febrúar klukkan, 11.45 í Hörpu Dansbyltingin Milljarður rís verður haldin í Hörpu til samstöðu gegn ofbeldi á konum. Skrekksstelpurnar úr Hagaskóla opna hátíðina með nýju atriði. Svanhildur Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is „UN Woman bauð okkur að vera með opnunaratriði dansbylt- ingarinnar Milljarður rís í Hörpu í dag, föstudag. Þetta er með svipuðu sniði og í Skrekk-atriðinu nema með nýjum áherslum,“ seg- ir Una Torfadóttur, ein af þremur höfundum verksins. „Þetta verður tileinkað konum á flótta en við flytjum sama lokaerindið og í Skrekk,“ bætir Erna Sóley Ás- grímsdóttir, annar höfunda við. Dansbyltingin Milljarður rís er nú haldin í fjórða sinn. Í ár verður dansinn tileinkaður kon- um á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín. DJ Margeir spilar undir dansi sem hefst klukkan 11.45 og eru allir velkomnir. Yfir 200 lönd taka þátt í byltingunni og dansa gegn kynbundnu of- beldi. Höfundar atriðisins „Elsku stelpur“ sem sigraði fyrir hönd Hagaskóla í Skrekk í fyrra, flytja opnunaratriðið. Skrekksatriði stúlknanna fór sem eldur um sinu á netheimum er þær fluttu svokallað „slam-ljóð“ um raun- heim unglingsstúlkna í íslensku samfélagi. „Við erum gríðarlega spenntar fyrir þessu og gaman að fá að taka þátt. Við verðum allar með „Fokk ofbeldi“ húfurnar frá UN Women en mér skilst að þær séu að verða uppseldar, það er slegist um þær,“ segir María Einarsdótt- ir, þriðji höfundurinn í hópnum. Tveimur nýjum meðlimum hljómsveitarinnar Innblástur Arkestra var nýlega synjað um dvalarleyfi á Íslandi. Einskonar byltingarhljómsveit kemur reglulega saman með þann tilgang að vekja athygli á ýmsum samfélagsmálum og spila á mót- mælum. Hljómsveitin er alltaf opin fyrir nýjum meðlimum. Ekki er skilyrði að kunna á hljóðfæri til að vera með. Nú liggur hljómsveitinni á hjarta það óréttlæti sem þeim finnst felast í Dyflinnar-reglugerð- inni, enda var tveimur nýjum með- limum sveitarinnar nýlega synjað um dvalarleyfi á Íslandi. Annar þeirra meðlima er íransk- ur sálfræðingur sem hefur tekið sér hið íslenska nafn Bogi, enda merkir íranskt nafn hans „regn- bogi“. Bogi hefur verið á Íslandi í fimm mánuði. Bogi hraktist frá Íran vegna þátttöku sinnar í bar- áttu minnihlutahópa. Hann fékk stöðu hælisleitanda í Þýskalandi en þar segist hann hafa orðið fyrir ofbeldi og mannréttindabrotum og flúið til Svíþjóðar. Þar eignaðist Bogi sænska konu, en fékk ekki að dvelja í landinu þrátt fyrir það og tók á það ráð að reyna að komast til Kanada, en var stöðvaður á Íslandi á leið þangað með falsað vegabréf. Síðan hremmingar Boga hófust í Þýskalandi segist hann hafa lést mikið, átt erfitt með svefn og glímt við áfallastreituröskun. Ámír, vinur hans, er búinn að vera á Íslandi í átta mánuði. Í síðustu viku fékk hann þær fréttir að senda ætti hann til Ítalíu á þeim forsendum að þar hafi hann þegar stöðu flóttamanns. Þangað vill hann þó ekki fara, enda varð hann þar fyrir kynferðisofbeldi og lög- regla tók af honum dvalarleyfis- pappíra, auk þess sem hann hefur ekki möguleika á húsnæði og vinnu þar. Ámír vann áður sem rakari í Íran en ástríða hans er að hanna kvenmannsföt. Ámír spilar ekki á hljóðfæri en dansar heldur með hljómsveitinni. Bogi spilar venju- lega á saxófón en daginn sem okk- ur bar að garði hafði Bogi staðið í ströngu allan daginn að túlka fyrir fréttamann sem vildi taka viðtal við Ámír. Hann hafði því ekki tíma til að ná í saxófóninn heim og spil- aði á bassatrommu. Hljómsveitin kallar sig Innblástur Arkestra og næst spilar hún á aðal- fundi Samtakanna ‘78. Áður hefur hún komið fram á mótmælafundi við Landsbankann vegna Borg- unarmálsins og öðrum smærri mótmælafundum. Hesturinn Skuggi er líklega með færari hestum landsins. Hann hef- ur komist í fréttir fyrir að kunna ýmislegt sem venjulega er bundið við mannfólkið. Hann kann meðal annars að mála, telja, sparka í bolta, brosa og kyssa. Skuggi býr í hesthúsi í Hafnarfirði ásamt fleiri hestum. Hann hefur nú eignast lærisvein. Hesturinn Bylur fór nefnilega að taka upp eftir Skugga ýmis trix þegar hann tók eftir að Skuggi fékk nammi fyrir slíka viðleitni. Nú sparkar Bylur einnig í bolta, brosir og kyssir. Þetta getur verið mikil skemmtun fyrir þjálfara hestanna og hestana. Þeir eru farnir að spila fótbolta oft í viku. Báðir þykja hestarnir mjög nám- fúsir og miklir vinir, þó það hefði ekki verið raunin fyrst þegar þeir kynntust. Skuggi þykir stríðinn og notar trixin sem honum eru kennd oft til ein- hvers misjafns, eins og að taka húfuna af þjálfara sínum. Svo virðist sem Skuggi hafi einlæglega gaman af því að mála, enda vill hann oft frekar taka pensilinn aftur í staðinn fyrir nammi, sé hvort tveggja í boði. Það er ekki þar með sagt að hann hafi mikinn áhuga á að mála á striga, heldur vill hann miklu frekar mála gólfið, umhverfi sitt eða óheppna sem slysast nálægt honum þegar hann heldur á penslinum. | sgþ Lúðrar gegn óréttlæti Innblástur Arkestra er opin hljómsveit og ekki er skilyrði að kunna á hljóðfæri til að vera með. Líf mitt sem hestur Kjarval íslenskra hesta Elsku stelpur á Milljarður rís Þær Erna, Una og María, höfundar sigur- atriðis Skrekks „Elsku stelpur“ verða með opnunaratriði á Milljarður rís.  Myndband á frettatiminn.is Pollar og pæjur fá mismunandi sleikjó Framkvæmdastjóri Ís- lenskrar dreifingar svarar gagnrýni. Kvennahús og kvennakirkja fá að starfa án gagnrýni. „Það eru nú haldin Polla- og Pæju- mót í Vestmannaeyjum og ekki er það gagnrýnt,“ segir Hafþór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar dreifingar, aðspurður um gagnrýni neytenda á svokall- aða Polla- og Pæjusleikjóa fyrir- tækisins. Þó nokkrir hafa dreift myndum af sleikjópokunum á samfélags- miðlum og gagnrýnt að sleikjóar ætlaðir pæjum séu með ávaxta- bragði en þeir sem ætlaðir eru pollum með lakkrís- og kólabragði. Hafþór vill ekki tjá sig um hvort fyrirtækið kynjaskipti sælgætis- pokunum, það sé neytenda og blaðamanns að túlka. Sjálfur tengi hann orðin „pollar“ og „pæjur“ þó ekki við sérstakt kyn og finnst þröngsýnt að gera það. Þrátt fyrir að Hafþór neiti því að Íslensk dreifing ætli sælgætið sitt hvoru kyninu segir hann furðu- legt að kynjaskipting sælgætis sé yfirleitt gagnrýnd. Starfrækt séu kvennahús og kvennakirkjur án þess að fjallað sé um það í fjölmiðl- um og finnst honum misræmi í því. Íslensk dreifing komst einnig í fréttir fyrr í vikunni fyrir að selja bæjarskrifstofum Seyðisfjarðar útrunnið nammi, sem ætlað var börnum á öskudag. | salka Sælgætið sem framkvæmdastjóra Íslenskrar dreifingar finnst ekki ástæða til að gagnrýna. Fataverslunin Húrra hefur sölu á Yeezy Boost skónum í dag, föstu- dag. Skórnir eru hannaðir af Kanye West í samstarfi við Adidas og kosta 34.990 krónur. Skórnir eru að fara á allt að 1000 til 2000 dollara í endur- sölu. Aðfararnótt fimmtudags voru tíu manns mættir fyrir utan Húrra og mynduðu röð í bið eftir skónum. Stemningin var góð, samkvæmt upplýsingum Jóns Gunnars Zoëga, en hann var ellefti í röðinni. „Ég mætti klukkan hálf 11 fyrir hádegi á fimmtudaginn. Þeir fyrstu voru mættir klukkan þrjú í nótt. Ég er í úlpu og með svefnpoka, við erum einnig búnir að koma upp tjaldi til þess að sofa í.“ | sgk Tjalda í tvær nætur í bið eftir skóm Sala á skóm Kanye West hefst í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.