Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 18
www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 43 14 1 Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Stjórnendur Borgunar létu í mars í fyrra eyða sérstakri stjórnendagátt, það er staf- rænu gagnaherbergi sem hýsti gögn úr söluferli þriðj- ungshlutar Landsbankans í fyrirtækinu. Með eyðingunni var sjálfvirkri aðgang- skráningu og tímastimplum allra gagna eytt. Lands- bankinn og Borgun deila um hvort samkomulag Borgunar við Visa Inc. hafi verið meðal aðgengilegra gagna. Atli Fanndal ritstjorn@frettatiminn.is Samningurinn er ríflega sex millj- arða virði. Í gögnunum sem var eytt hefði mátt taka fyrir allan vafa um málið. Meðal kaupenda hlutar- ins eru stjórnarmenn Borgunar og aðilar tengdir Bjarna Benedikts- syni fjármálaráðherra fjölskyldu- böndum. Salan á hlut bankans fór fram í lok árs 2014 og var fyrirtækið þá metið á um sjö milljarða. Í ágúst 2015, tæpu ári eftir kaupin, seldu stjórnendur Borgunar 2.8% hlut á um 300 milljónir en miðað var við að heildarverðmæti Borgunar væri 11 milljarðar króna. Það er fjórum milljörðum meira en fyrirtækið var metið á rétt rúmu hálfu áru áður. Í dag, rúmlega ári eftir sölu á hlut Landsbankans, er Borgun metin á milli 19-26 milljarða króna, sam- kvæmt verðmati sem KPMG vann fyrir stjórn Borgunar og Morgun- blaðið fjallaði um í byrjun febrúar. Borgun fær milljarða Tilkynnt var um kaup Visa Inc. á Visa Europe í byrjun nóvember 2015, rétt tæpu ári eftir að Lands- bankinn seldi hlut sinn. Í svar- Borgunarmálið Deilt um hvort samkomulagi Borgunar og Visa var eytt Borgun lét eyða gögnum bréfi Borgunar til bankans frá 9. febrúar kemur fram að væntanleg hlutdeild Borgunar í söluvirði Visa Europe hafi ekki verið ljós fyrr en 21. desember síðastliðinn. Í svar- bréfinu kemur fram að Borgun gerir ráð fyrir að fá €33.9 millj- ónir í peningum þegar Visa inc. greiðir fyrir kaupin á Visa Europe. Þá væntir Borgun €11.6 milljóna í formi forgangshlutabréfs í Visa inc. Borgun gerir því ráð fyrir að fá um 6.5 milljarða króna vegna samningsins á næstu árum. Til við- bótar mun Visa greiða leyfishöfum afkomutengda greiðslu árið 2020 sem mun taka mið af afkomu starf- semi Visa í Evrópu á næstu fjórum árum. Hlutdeild Borgunar af þeirri fjárhæð ræðst af viðskiptaumsvif- um Borgunar. Íslandsbanki vildi ekki hlut Landsbankans Í mars 2014 gerði hópur fjár- festa tilboð í hlut Íslandsbanka og Landsbanka í fyrirtækinu Borgun. Nokkrum mánuðum síðar, eða í júní 2014, kemst Íslandsbanki að þeirri niðurstöðu að bankinn hygð- ist ekki selja sinn hlut í fyrirtækinu né kaupa Landsbankann út. Í júlí sama ár gerði fjárfestingahópurinn, sem tengist stjórnendum Borgunar, kauptilboð í hlut Landsbankans og síðar í sama mánuði, það er 23. júlí 2014, undirrituðu Landsbankinn og fjárfestingahópurinn viljayfir- lýsingu um samningaviðræður. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði við Kastljós í vikunni að Landsbankinn kannaði nú réttarstöðu sína vegna sölu á hlut bankans til stjórnenda Borg- unar og hóps fjárfesta. Upplýsingum eytt án afritunar Í ágúst 2014, nokkrum dögum eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar, var sérstök stjórnendagátt opnuð hjá fyrirtækinu Azazo. Gagnaher- bergi er hugbúnaður sem fyrir- tæki nýta til að deila viðkvæmum gögnum til að mynda vegna söluferlis. Hugbúnaðurinn skráir ítarlega aðgang að gögnum, hvort og þá hvenær þau eru skoðuð sem og hvenær gögnin voru færð í kerfið til kynningar. Í mars árið 2015 var gagnaherberginu eytt án afritunar þrátt fyrir að rekstrarað- ilum gagnaherbergja sé sérstaklega boðið að eiga afrit af aðgangssögu kerfisins. Landsbankinn og Borgun deila meðal annars um það hvort samkomulag Borgunar við Visa Eu- rope hafi verið aðgengilegt fulltrú- um Landsbankans í söluferlinu. Landsbankinn reyndi að afla gagnanna beint Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að Landsbankinn hafi fyrir nokkrum vikum krafist aðgengis að aðgangsskráningum hugbún- aðarins. Starfsfólk bankans hafi fyrir það fyrsta gert kröfu á Borgun um að sækja afrit hjá fyrirtækinu. Því hafi Borgun ekki getað orðið við enda fyrirskipaði fyrirtækið eyðingu allra gagna og skráninga án afritunar. Þá hafi starfsmaður bankans gert tilraun til að fá að- gengi að gögnunum frá Azazo Atburðarásin í Borgunarmálinu 13.03.2014 Fjárfestar gera tilboð í Borgunarhlut Landsbanka og Íslandsbanka. 27.06.2014 Íslandsbanki ákveður að selja ekki sinn hlut og hafnar kaupum á hlut Landsbankans skömmu síðar. 30.06.2014 Bankaráð Lands- bankans ræðir sölu á hlut Borg- unar og Valitor. 04.12.2014 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, leggur fram fyrir- spurn um söluna. 23.07.2014 Viljayfirlýsing milli Landsbankans og fjárfestahópsins um samningaviðræður. 22.11.2014 Fjármálaeftirlitið veitir Eignarhaldsfélaginu Borgun heimild til að fara með virkan eignarhlut í Borgun. 27.11.2014 Kjarninn skýrir frá því að fjölskyldumeðlimir fjár- málaráðherra séu þátt- takendur í kaupunum. 25.11.2014 Samningur undir- ritaður og salan gerð opinber. Kaupverð er 2.184 milljarðar. 27.10.2014 Landsbankinn sam- þykkir kauptilboðið með fyrirvara um samþykki bankaráðs. Ágúst 2014 Rafrænt gagna- herbergi vegna söluferlis opnað. 24.10.2014 Fjárfestahóp- urinn skilar kauptilboði. 06.11.2014 Bankaráð samþykkir söluna. Ágúst 2015 Stjórnendur Borgunar selja 2,8% hlut í fyrirtækinu samkvæmt 11 milljarða verðmati. 21.12.2015 Borgun upplýst um hlutdeild sína í sölu Visa Europe. 21.01.2016 Fjármálaráðherra segir, í Kastljósi RÚV, málið óheppilegt fyrir Landsbankann. Þá segir ráðherra það „ómerkilegt“ að nefna sitt nafn í tengslum við söluna. 26.01.2016 Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, leggur fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um verðmat Borgunar. 15.02.2016 Bankastjóri Lands- bankans, segir til athugunar hvort rifta megi sölunni. 30.12.2014 Kaupendur greiða fyrir hlutinn og hann skiptir um hendur. Mars 2015 Gögnum vegna söluferlis eytt að fyrirskipan Borgunar. 06.12.2014 Steinþór Pálsson, banka- stjóri Landsbankans, segir réttlætanlegt að hafa ekki auglýst söluna. 18 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.