Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 14
Geir Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir og Þráinn Farestveit vita ýmislegt um hvernig fangelsisrefsingar fara með fólk. Enginn Íslendingur hefur afplánað lengri dóm en Geir sem sat í sautján ár í öryggisfangelsi í Bandaríkjunum. Margrét er nýhætt sem forstöðumaður á Litla-Hrauni eftir ára- langt starf en Þráinn stýrir áfangaheimilinu Vernd, þar sem tæplega helmingur íslenskra fanga lýkur af- plánun. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Geir Gunnarsson, Margrét Frí- mannsdóttir og Þráinn Farestveit eru öll sammála því að reka eigi betrunarstefnu en ekki refsistefnu í íslenskum fangelsum svo fangar snúi út í samfélagið aftur sem bættir menn. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu fé- lags fanga, gagnrýnir að fangar á Íslandi búi við algjört iðjuleysi og eigi litla möguleika á að taka upp breytt líferni að lokinni afplánun. Þeir upplifi að sú litla vinna sem er í boði sé of tilgangslaus og veru- lega skorti fjölbreyttari úrræði. Getur það stafað af úrræðaleysi stjórnenda fangelsanna? „Stór hluti af vinnutíma fang- elsisstjóranna felst í því að leita að verkefnum fyrir fanga því það er rétt að þau eru ekki næg,“ segir Margrét. Er þá erfitt að fá fyrirtæki til að koma með verkefni inn í fangelsin? „Það mætir stundum and- stöðu vegna samkeppnissjónar- miða. Nokkur verkefni hafa verið stoppuð,“ segir Þráinn. „Ef fyrir- tæki vilja láta vinna fyrir sig verk inni í fangelsi getur það orkað tví- mælis utan fangelsisins því það eru til dæmis ekki greiddir skattar af launum fanga.“ Fá þóknun, ekki laun Greiðslurnar sem fangar fá fyrir að stunda vinnu í fangelsum landsins eru skilgreind sem þóknun en ekki laun og þar af leiðandi lúta þeir öðr- um lögmálum en á vinnumarkaði. Margrét og Þráinn telja það mögulega mannréttindabrot að fangar vinni sér ekki inn lífeyris- réttindi fyrir þá launuðu vinnu sem þeir inna af hendi í fang- elsum. „Mér finnst mjög óeðlilegt að hvorki séu greiddir skattar né launatengd gjöld af tekjum fanga. Því svo koma þeir út og ætla sér byrja lífið að nýju og þá hafa þeir verið sviptir þeim réttindum sem þeir þurfa á að hafa. Til dæmis rétti til atvinnuleysisbóta. Menn sem sitja lengst inni hafa kannski ekki greitt í lífeyrissjóð í áratug. Eðlilegt væri að þeir áynnu sér slík réttindi ef þeir stunda vinnu en það virðist vanta fjármagn til að framkvæma breytingar á þessu,“ segir Þráinn. Örorkubætur eftirsóknarverðar Margrét segir umræðuna gamla og hún hafi meðal annars reynt að fá þessu breytt þegar hún sat á þingi. „Vegna þess að fangi getur ekki geymt áunninn rétt til atvinnu- leysisbóta nema í tvö ár. Ef fólk situr lengur inni, missir það þessi rétt- indi. Fæstir hafa reyndar áunnið sér slík réttindi áður en þeir koma í afplánun. Ef þeir hinsvegar stunda vinnu eða nám hvern einasta virka dag á meðan þeir eru í fangelsi, hversvegna í ósköpunum ættu þeir ekki að njóta sömu réttinda og aðr- ir? Þetta leiðir til þess að það verður eftirsóknarvert fyrir fanga að fara á örorkubætur þegar þeir koma út. Þeir ættu frekar að geta sótt um at- vinnuleysisbætur og stefnt að því að koma aftur út í samfélagið og verða virkir,“ segir Margrét. Framtíðin björt eftir afplánun En hvernig sér Geir fyrir sér ellina eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár án þess að hafa greitt í lífeyrissjóð? „Mín framtíð er bara mjög björt. Ég get ekki kvartað undan neinu. En ég er ekki að koma úr fangelsi á Íslandi. Hér er ég með hreint sakavottorð og ég sé ekki að neinn vandi blasi við mér. Það væri hins- vegar mjög íþyngjandi fyrir mig að hefja nýtt líf í Bandaríkjunum því þar er félagsleg stimplun fyrrum fanga mjög mikil. Þú mætir stöðugt því viðhorfi að vera fyrrverandi af- brotamaður og þess vegna er erfitt að byrja upp á nýtt. En þrátt fyrir að þetta sé auðveldara á Íslandi er mjög margt sem vefst fyrir mér við að aðlagast nýju samfélagi. Líklega af því að ég sat svo lengi inni.“ Mál Geirs vakti mikla athygli þeg- ar fjallað var um það í Kastljósi RÚV árið 2007. Hann hlaut 20 ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás í Banda- ríkjunum og afplánaði í sautján ár í Greensville öryggisfangelsinu í Virginíu. Eftir að afplánuninni lauk í haust, kom hann til Íslands þar Föngum er ekki umbunað Mér finnst mjög óeðlilegt að hvorki séu greiddir skattar né launatengd gjöld af tekjum fanga. Þráinn Farestveit, forstöðumaður á Vernd Þeir ættu að geta unnið sér inn fríðindi eins og að fá smá aukatíma með fjölskyldum sínum… Margrét Frímannsdóttir, fyrrv. fangelsisstjóri á Litla-Hrauni Ég hlakkaði til að losna en ég var samt hræddur við breytingarnar sem höfðu orðið á samfélaginu… Geir Gunnarsson, fyrrum fangi 14 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.