Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 52
Tónskáldið Jóhann
Jóhannsson er sérstakur
gestur á kvikmyndahá-
tíðinni Stockfish.
Kvikmyndahátíðir í Reykjavík hafa verið ómissandi hluti af borgarlífinu til fjölda ára. Þótt kvikmyndahá-
tíðin Stockfish sé nú
haldin í annað sinn
byggir hún á grunni
Kvikmyndahátíðar
í Reykjavík sem
fyrst var stofnað
til árið 1978.
Þá var hátíðin
haldin í Háskóla-
bíói og Tjarnar-
bíói og var fastur
punktur kvikmynda-
unnenda í Reykjavík
til fjölda ára.
Á Kvikmyndahátíðinni
Stockfish, sem haldin er í Bíó Para-
dís, verða sýndar á þriðja tug verð-
launakvikmynda en auk þess verður
efnt til samtals um kvikmyndalist-
ina og kvikmyndagerð með fjölda
vinnustofa og fyrirlestra. Tón-
skáldið Jóhann Jóhannsson verður
áberandi á hátíðinni þar sem sér-
stök áhersla verður á kvikmyndir
og tónlist en alls taka 45 gestir frá
Evrópu og Asíu þátt í hátíðinni.
Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur
verið í mikilli sókn á undanförnum
árum. Kvikmyndahátíðir á borð við
Stockfish hafa stuðlað að tengsla-
myndun og verið uppspretta nýrra
samvinnuverkefna á milli
landa.
Næstu daga verður
boðið upp á veislu í
formi fjölbreyttra
kvikmynda frá
mörgum löndum
með ólíkum
þemum. Shorts
& Docs hátíðin
er nú hluti af
Stockfish, sérstök
dagskrá fyrir börn
verður á hátíðinni
ásamt því að eistneskar
og pólskar myndir verða í sér-
stökum fókus.
Reykjavíkurborg hefur átt gott
samstarf við kvikmyndaiðnaðinn
sem er ein mikilvægasta kjölfesta
skapandi greina á landinu. Fram-
tíðin er björt og spennandi – og
eitt brotið af þeirri heildarmynd er
kvikmyndahátíðin Stockfish.
Ég hvet þig til að líta við á heimili
kvikmyndanna í Bíó Paradís á
Hverfisgötunni og taka þátt.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Unnið í samstarfi við
Stockfish Film Festival
Stockfish Film Festival hófst í gær, fimmtudag, og stendur yfir til 28. febrúar í Bíó Para-dís. Stockfish er bransahátíð
sem hefur það markmið að efla
íslenska kvikmyndamenningu á
breiðum grundvelli og að opna fyrir
samtal og samstarf við erlendan
kvikmyndaiðnað. Hátíðin er haldin
af öllum fagfélögunum í kvikmynda-
iðnaðinum á Íslandi í samvinnu við
Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís.
Á hátíðinni í ár verða sýndar yfir
fjörutíu kvikmyndir og von er á yfir
fjörutíu gestum alls staðar að úr
heiminum.
Opnunarmynd hátíðarinnar er
The Diary of a Teenage Girl og
er Sara Gunnarsdóttir, sem gerði
teikningar í myndinni, gestur
hátíðarinnar. Með aðalhlutverk
í myndinni fara Kristen Wiig,
Alexander Skarsgård og Bel Powley.
Meðal annarra frábærra mynda
sem verða sýndar eru Son of Saul,
sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna
í ár sem besta erlenda kvikmyndin.
Lászlo Rajk leikmyndahönnuður
verður viðstaddur Q&A sýningu
myndarinnar. Þá má nefna hina
margumtöluðu Victoria, sem tekin
var upp í einungis einu skoti og
er Sturla Brandth Grøvlen, upp-
tökustjóri myndarinnar, gestur
hátíðarinnar í boði ÍKS og verður
viðstaddur Q&A sýningar myndar-
innar. Sturla er einmitt tilnefndur til
Edduverðlauna í ár fyrir kvikmynda-
töku í Hrútum. Kvikmyndin I Am
Yours er sýnd og leikstjórinn, Iram
Haq, verður viðstödd tvær Q&A
sýningar myndarinnar um helgina.
MiðaSala
Hægt er að kaupa miða á Stockfish á Tix.is og í Bíó Paradís.
Hátíðarpassi
Verð: 9.500 kr.
Hátíðarpassi veitir þér aðgang að öllum sýningum og viðburðum hátíðar
á meðan húsrúm leyfir. Passinn veitir þér einnig eftirfarandi afslætti
hjá samstarfsaðilum hátíðarinnar: Bíó Paradís: Bjór og vín á 650 kr.
Hlemmur Square: 25% afsláttur af mat og happy hour verð á bjór og
víni. Kaffi Vínyl: Happy hour verð á bjór og víni.
Klippikort
Verð: 3.900 kr.
Veitir þér aðgang að þremur sýningum.
Stakur miði
Verð: 1.400 kr.
Tónlistarþema á Stockfish
Sérstakur gestur Stockfish í ár er tónskáldið Jóhann Jóhannsson en fyrstu dagar hátíðarinnar eru tileinkaðir
tónlist í kvikmyndum og sjónvarpi.
Jóhann er sem kunnugt er Golden
Globe verðlaunahafi og var aftur til-
nefndur til Óskarsverðlauna í ár.
Í dag, föstudag, klukkan 18, verður
listamannaspjall með Jóhanni
eftir sýningu myndar hans, End of
Summer.
Á morgun, laugardaginn 20. febrúar,
verða tvær pallborðsumræður.
Synchronization: Innsetning tón-
listar í kvikmyndir og sjónvarp þar
sem fjallað verður m.a. um það
hvernig tónlist er valin í kvikmyndir
og sjónvarp. Þátttakendur eru:
Barði Jóhannsson, Edna Pletchetero
(synchronization and publishing
for Sigur Rós), Ian Cooke (music
supervisor, Amy) og Sarah Bridge
(music supervisor, The Theory of
Everything). Stjórnandi er Guðrún
Björk Bjarnadóttir hjá STEF.
Composing: Tónlistarsköpun fyrir
kvikmyndir og sjónvarp þar sem
fjallað verður m.a. um mikilvægi
tónlistarsköpunar fyrir kvikmyndir
og sjónvarp. Þátttakendur eru:
Jóhann Jóhannsson, Hilmar Örn
Hilmarsson, Ólafur Arnalds og
Biggi Hilmars. Stjórnandi: Louise
Johansen (dagskrárgerðarkona hjá
CPH PIX).
Báðar þessar pallborðsumræður
eru opnar öllum og frítt inn. Um
kvöldið verður haldið sérstakt tón-
listarpartí Stockfish í samstarfi við
Hlemm Square þar sem Ceasetone
spila og DJ a. Partíið byrjar klukkan
21, er opið öllum og fríar veitingar á
meðan birgðir endast.
Jóhann Jóhannsson sérstakur gestur á hátíðinni í ár.
Kvikmyndaveisla
í Bíó Paradís
Yfir fjörutíu myndir sýndar á kvikmyndahátíðinni Stockfish.
www.stockfishfimfestival.is www.facebook.com/stockfishfilmfestival @StockfishFest stockfishfestival
Leikstjórinn Rachid Bouchareb
er einnig gestur hátíðarinnar, en
í vikunni var nýjasta mynd hans,
Road to Istanbul, heimsfrumsýnd
á kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Hann kemur beint frá Berlín á
Stockfish með myndina sína og
verður viðstaddur Q&A sýningu
hennar. Þetta er frábært tækifæri
fyrir íslenska áhorfendur að sjá
stórmynd frá leikstjóra, sem hefur
verið tilnefndur þrisvar til Óskars-
verðlauna, strax eftir heimsfrum-
sýningu.
KRINGLUNNI | SKEIFUNNI | SPÖNGINNI | SMÁRALIND
dagar!
AFSLÁTTUR
The Diary of a Teenage Girl er opnunarmynd Stockfish í ár. Sara Gunn-
arsdóttir, sem gerði teikningar í myndinni, er gestur hátíðarinnar.
leikstjórinn Rac-
hid Bouchareb
kemur á Stock-
fish með nýja
mynd sína sem
var frumsýnd
á Berlínarhá-
tíðinni í vikunni.
Hér er hann
með frú Vigdísi
Finnbogadóttur
á Stockfish Fim
Festival í fyrra.
Ljósmynd | Carolina Salas.
Kvikmyndaveislan Stockfish
GEIRSGATA 9 (the old harbor) TEL: (354)519 5050
Hverfisgata
Laugavegur
Tryggvagata
Að
al
st
ræ
ti
Geirsgata
Læ
kja
rg
ata
.
Ka
lkofnsvegur
Sæ
Æg
isg
arð
ur
52 | fréttatíminn | HELGIN 19. FEBRúAR–21. FEBRúAR 2016
Kynningar | Menning aUGlÝSiNGaDEilD FRÉTTaTÍMaNSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is