Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 28
Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N TU N .IS @OptiBac www.facebook.com/optibaciceland Bestu meltingargerlar sem ég hef prófað ” “ Víðir Þór Þrastarsson, íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands. Mynd | Hari Vatn Elva Gísladóttir, næringarfræðingur hjá embætti landlæknis, skrifar árið 2014 leiðbeiningar til al- mennings með yfirskriftinni: „Vatn er besti svala- drykkurinn“. Þar segir m.a.: „Við búum við þau forréttindi hér á landi að geta drukkið vatn beint úr krananum og bragðgæðin eru mikil. Í vatni er enginn viðbættur sykur, engin sætuefni, engin sítrónusýra (E330), engin rotvarnarefni og engin bragðefni. [...] Stærstur hluti mannslíkamans er vatn og er nægilegt magn vökva nauðsynlegt fyrir eðlilega líkamsstarf- semi.“ Við erum vatn. Vatnið er formlaust en getur birst okkur í ólíkum myndum. Vatnið er alltumlykj- andi og allt um kring. Vatnið er undirstaða fram- leiðslu okkar á orku sem við með hugviti um- breytum í ljós og hita, nútíma eld. Vatnið getur einnig sefað eld, nært jörð og litað loft. Vatnið er að mínu viti jafn mikilvægasta náttúruaflið. Vatnið er eins og kærleikurinn. Það er um- burðarlynt, leitar ekki sjálfs sín og finnur sér alltaf farveg. Vatnið er svo margt fyrir okkur. Það er misjafnt hvernig við mennirnir metum það. Allt háð birt- ingarmynd þess og aðstæðum. Vatn er þyrstum líf. Öldur geta ógnað lífi og jafnvel tekið það. Sjórinn, hinn van- máttugi, altumvefjandi herra sem er þó í raun þjónn himintunglanna, er vatn. Árnar sem eru uppfullar af vatni geta verið viðsjárverðar og stöðuvötnin á fallegum sumardegi, stillt sem sálarspegill, minna okkur á hvernig vitund okkar getur verið; djúp og stillt eins og vatnið. Við Íslendingar metum heitt jarðvatnið mikils. Það nærir líf okkar. Sundlaugarnar eru athvarf okkar. Þar hreyfum við okkur. Leiðum innri orku okkar í vatnið sem tekur við henni og stillir alla okkar vitund. Að loknum góðum sundspretti, setjumst við í heitan pott og látum líða úr okkur. Háræðarnar þenjast út og vellíðan og höfgi færist yfir meðvitund okkar. Nú er móðins að skella sér í kalt vatn í sundlaugunum og stunda jafnvel víxlböð. Að umvefja sig heitu og köldu vatni til skiptis. Menn sem reynt hafa eru sammála um að slíkt hafi góð áhrif á lundarfar, „herði“ líkam- ann og geti styrkt ónæmiskerfið. Svo er það mannsvatnið, tárin. Eitt birtingar- forma tilfinninga okkar. „Rúðupiss sálar- innar“, eins og Ragnar Helgi Ólafsson skáld kemst að orði í einu ljóða sinna í verðlaunuðu ljóðabókinni: Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum. En vatnið þarf ekki að finna sig, það bara er og verður. Vatnið er forréttindi. Vatnið er for- senda. Mynd af vatni Vatnið breiðir vitund kalda, virkjar málm og magnar raf. Hvetur líf úr faldi fjalla, færir straum um hauð og haf. Í borg og sveit ljær vatnið varma, veitir unað, elur bjarma, lýsir tár á steinum hvarma. (hu) Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson Lífsreynslan Magnea Arnardóttir þroskaþjálfi ákvað að eiga sitt annað barn heima hjá sér með aðstoð ljósmæðra Bjarkarinnar. Átti barn í stofunni heima Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Þegar ég fann að fæðingin var að byrja sendi ég sms til ljósmóður- innar sem ég þekkti orðið mjög vel, ólíkt því sem var þegar ég átti mitt fyrsta barn,“ segir Magnea Arnardóttir sem átti sitt annað barn í uppblásinni sundlaug á stofugólfinu heima hjá sér. Sitt fyrsta barn hafði Magnea átt á spít- ala en var ekki ánægð með þá upp- lifun og ákvað því að eiga næsta barn heima. „Ég hefði ekki haldið að ég væri þessi týpa að fæða heima en eftir að hafa upplifað hversu stofnanavædd fæðingin er og hversu litla stjórn ég hafði á ferlinu á spítalanum ákvað ég að prófa þetta.“ „Ljósmóðirin spurði mig um leið hvernig mér liði og hvað ég vildi gera, hvort þær ættu ekki bara að koma en þær vinna alltaf tvær saman. Við sendum dóttur okkar í pössun til ömmu sinnar og afa og stuttu síðar komu svo tvær saman heim og fengu sér kaffi og beyglur með okkur. Ég var alls ekkert viss um að fæðingin væri að bresta á strax en þær sögðust ekki fara neitt því barnið væri á leiðinni. Það var svo magnað að upplifa hvernig þær mældu aldrei neitt lík- amlegt, þær bara hlusta og horfa og vita þannig hvað er að gerast.“ Fyrir dömur og herra Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is „Við settum svo „Stingum af“ með Mugison á fóninn og mað- urinn minn lét vatn renna í upp- blásna laug á stofugólfinu. Ég var farin að finna sársaukann nokkuð stöðugt en ég upplifði enga hræðslu heldur fannst ég svo örugg. Fæðingin gekk eins og í sögu og sonur minn var fæddur áður en diskurinn með Mugison var búinn. Ég var alveg í mínum heimi á meðan þessu stóð, stjórn- aði algjörlega öllu ferlinu og þær bara fylgdust með og ráðlögðu okkur.“ „Eftir fæðinguna lágum við með nýfæddan son okkar í fanginu í hjónarúminu á meðan þær athuguðu hvort það væri ekki allt í lagi. Það gerðist allt á okkar hraða og þetta var bara dásamleg lífsreynsla. Það halda allir að það séu bara hippatýpur sem eiga heima en það er alls ekki þannig. Þetta snýst um að vera öruggur í sínu umhverfi og að hafa stjórn á aðstæðum. Ef ég eignast annað barn þá kemur ekkert annað til greina en að eiga það heima.“ Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is Við erum fluttir í nýtt og glæsilegt húsnæði að Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík. Hlökkum til að sjá þig. Áman – víngerðarverslunin þín! www.aman.is Áman flytur! 28 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.