Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 32
Heil og sæl, kæra amma og auð- vitað mamma og afi. Litla stúlkan ykkar er lánsöm að eiga svo marga uppalendur hjá sér. Hjartans þakkir fyrir traustið og hlý orð og þakkir fyrir að opna þetta mikil- væga umræðuefni. Það gefur mér kærkomið tækifæri til að fjalla al- mennt um hægðir og hægðavanda barna, tabúið í umræðunni, áður en ég vík að spurningunni þinni. Almenna umfjöllunin er í lengri útgáfu á vefnum; frettatiminn.is en svörin til þín eru óstytt hér á eftir. Lófatak og sköpun eða vandi og leyndarmál Hægðavandi barna er mjög al- gengur enda er hægðastjórnun langvinnt ferli með misvísandi skilaboðum frá umhverfinu. Á fyrsta æviárinu fylgjumst við glöð með öllu sem barnið lætur frá sér og á öðru árinu fær barnið lófatak og húrrahróp ef eitthvað kemur í koppinn. Á þriðja og fjórða árinu fagnar enginn hægðunum sem eiga að fara ósýnilegar í klósettið og barnið fær óánægjusvip ef „slys“ verður. Á fimmta og sjötta ári eru hægðir, og hvað þá hægða- vandi, einkamál og leyndarmál sem fáir ræða. Viðkvæm og vandmeðfarin mál Börn eru ólík og viðkvæm gagn- vart líkamlegum þörfum sínum, sérlega hringrás næringar og hægða og þurfa sinn tíma. Þið gætið án efa að góðri og trefja- ríkri fæðu og eins er mikilvægt að hvetja hana til vatnsdrykkju því við búum við þann hönnunar- galla að finna of seint fyrir þorsta. Allt þetta hjálpar fyrir reglulegar hægðir. Stundum skapast hægðavandi af erfiðri reynslu eins og hægða- tregðu eða harðlífi sem jafnvel er löngu gengið yfir – en óttinn við sársaukann situr eftir. Þá reyna þau stundum að halda í sér og þrá- látur klíningur getur fylgt. Skömm yfir að hafa misst í buxurnar skapar líka vanlíðan og svo má lengi telja. Hvað er til ráða? Hjá fjögurra ára stúlku skipt- ir þó orsökin ekki máli ef allt er í lagi með hægðirnar. Mín til- laga er að þið nefnið ekki klósettið við hana því að fullorðinsklósett er stórt og ógnandi. Hægðir og þvaglát eru líka ólíkar aðgerðir, það er fljótlegt að pissa og hoppa niður en hægðalosun tekur lengri tíma. Það getur valdið órökréttum kvíða um að detta niður eða bíða eftir hjálp þegar hún er búin. Hægðalosun er auðveldust í örugg- um aðstæðum og mörg börn fara í felur til að fá frið. Loks skiptir líkamsstellingin máli, mörg börn kjósa að standa, krjúpa eða sitja á hækjum sér. Töfralausnin koppur Hins vegar þarf að vinna með henni að breytingum og því ferli þurfið þið að gefa tíma. Hafið bleyjurnar innan seilingar þannig að hún viti að þær séu alltaf í boði og segið henni að þið séuð mjög sátt við hana. Fullvissið hana um að þið getið hjálpað henni til að hætta með bleyjuna þegar hún er tilbúin og að ekkert liggi á. Það er líka jákvætt að hún hafi svona góða stjórn á hægðunum og ekk- ert fari í buxurnar. Ræðið líka að mörg börn á hennar aldri noti kopp og hún eigi líka að fá kopp inni á salerni. Svo er klókt að fara saman og leyfa henni að velja kopp sem er góður hvati til að nota hann. Svo velur hún bara á milli bleyjunnar eða koppsins þegar hún þarf að hafa hægðir. Þessi lausn getur verið töfralausn fyrir hana sem smátt og smátt færir hana að því að ráða við klósettið. Gangi ykkur allt í haginn og gaman væri að vita hvernig málin þróast hjá stúlkunni ykkar. Hlýjar kveðjur, Magga Pála Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. Sendið Möggu Pálu ykkar vandmál á netfangið. maggapala@frettatiminn.is Hægðir, frá lófataki yfir í leyndarmál Kæra Margrét Pála. Ég skrifa þér í vandræðum mínum vegna þess að ég treysti þér best á þessu landi til að gefa mér góð ráð. Þannig er að ég á ný- lega orðið fjögurra ára barnabarn, þessi litla stúlka býr ásamt móður sinni í húsinu hjá okkur afa. Vandræðin eru varðandi hægðir, hún pissar í klósettið og aldrei verða slys hvað það varðar. Málið er að hún ærist úr hræðslu ef að hún á að hafa hægðir í klósett og vill þá fá bleyju. Við erum búin að reyna allt en hún er alveg óviðráðanleg varðandi þetta mál. Hvað telur þú að sé best fyrir okkur að gera í þessu máli? Er þetta óal- gengt vandamál? Mútur duga því miður ekki. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is Konudagurinn er á sunnudag Lentz Lovebox Handgerðar karamellur 3.290 kr Finnsdottir Pipanella vasar Verð frá 6.100 kr 7 daga heilsunámskeið dagana 6.-13. mars 2016 Komdu með! Á námskeiðinu lærum við að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og andlegri heilsu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hressilega hreyfingu, hollt mataræði, fræðslu, slökun og útivist í fallegu umhverfi. Farið verður í markmiðasetningu í heilsueflingu og mikilvægi þess að horfa lengra fram í tímann. Verð pr. einstakling með gistingu er 130.000 kr. í einbýli en 123.500 kr. í tvíbýli. Hressandi námskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan. - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. 6.-13. mars 2016 32 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.