Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 75

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 75
Móðurást við Laugaveg sérhæfir sig í leigu mjaltavéla fyrir mjólkandi mæður. Mjaltavélar eru notaðar af ýmsum ástæðum en fyrirbura- mæður eru einn stærsti hópurinn sem leitar til Móðurástar í þessum tilgangi. „Langflestar mæður sem eignast fyrirbura þurfa á mjalta- vélum að halda í lengri eða skemmri tíma. Einnig eiga börn sem koma ekki alveg tilbúin í heiminn eða eru til dæmis með skarð í vör og/ eða gómi erfitt með að taka brjóst. Hins vegar er mjög mikilvægt að einmitt þessi börn fái móðurmjólkina. Þessar mæður sýna svo mikla hetjudáð og dugnað enda þurfa sumar þeirra að mjólka sig í marga mánuði og ég leitast við að styðja þessar konur,“ segir Guðrún Jónas- dóttir verslunarstjóri sem bæði er brjóstagjaf- arráðgjafi og hefur átt fyrirbura, svo reynsla hennar kemur að gríðargóðum notum. Gefur mikið frelsi Guðrúnu hefur lengi verið brjóstagjöf hug- leikin og man þá tíð að konur hættu með börnin sín á brjósti ef þær fóru frá þeim í ein- hvern tíma, til dæmis í helgar- ferð. „Þetta heyri ég bara ekki lengur. Nú geta konur annað hvort keypt sér eða leigt fullkomna brjóstadælu og þannig viðhaldið mjólkur- framleiðslu og komið í veg fyrir vandræði þótt barnið sé tímabundið ekki á brjóstinu. Í dag er fleira sem kallar á fólk og þá er hægt að nýta sér slíka tækni. Það er svo gott að geta leigt há- gæða brjóstadælu þegar maður þarf á henni að halda. Ef konur vilja eða þurfa að fara frá börnunum sínum í nokkra daga taka þær mjaltavél með og fórna þannig ekki brjósta- gjöfinni heldur láta hvort tveggja ganga. Þetta gefur mikið frelsi og kemur í veg fyrir að þurfi að færa fórnir sem ekki er hægt að taka aftur.“ Gjafahaldarar og stórar stærðir En úrvalið í Móðurást hverfist ekki bara um brjóstagjöf og mjaltavélar. Þar er mikið úrval gjafavöru, burðarpokar fyrir krílið, Silvercross vagnar og vörur og einnig afar falleg dönsk barnafatalína sem vottuð er í bak og fyrir. Einn- ig eru mjög vinsælir gamaldags ullarnærbolir á börn frá fæðingu til sjö ára, framleiddir á Íslandi úr einstaklega mjúkri ull. Þegar konur eru með barn á brjósti skiptir öllu máli að vera í þægileg- um fatnaði sem auð- veldar aðgengi að brjóstunum. Guðrún leggur áherslu á að úrval gjafahaldara og gjafafatnaðar í Það er svo gott að geta leigt há- gæða brjóstadælu þegar maður þarf á henni að halda. Ef konur vilja eða þurfa að fara frá börnunum sínum í nokkra daga taka þær mjaltavél með og fórna þannig ekki brjóstagjöfinni heldur láta hvort tveggja ganga. Styður konur við brjóstagjöf Fullkomnar mjaltavélar hafa komið í stað þess að konur þurfi að fórna brjóstagjöf. Guðrún Jónasdóttir, eigandi Móðurástar, er brjóstagjafarráðgjafi og hefur mikla reynslu af því að leiðbeina mjólkandi mæðrum. Móðurást sé eins og best verður á kosið. Einnig hefur búðin verið vinsæl meðal kvenna sem nota sérlega stórar stærðir og nú eru að koma í sölu gjafahaldarar þar sem stærðir fara upp í K-skálar. Þess má líka geta að mánabikarinn vinsæli sem fjölmargar konur eru farnar að taka fram yfir tíðabindi og tappa fæst í Móðurást. Skaðlaust og umhverfisvænt efni Síðast en ekki síst má nefna að Móðurást er þekkt fyrir þær sakir að þar fæst hreinsiefnið Super 10 sem er alhliða umhverfisvænt og hættulaust hreingerningarefni fyrir heimilið án fosfata eða annarra skaðlegra efna. Margir nota ekkert annað en Super 10 á heimili sitt, Guðrún sjálf hefur til dæmis ekki notað annað í yfir 20 ár. „Ég fæ oft fólk hingað inn í leit að sængurgjöf því það man eftir að hafa komið hingað að kaupa Super 10.“ Móðurást er til húsa að Laugavegi 178 en úrvalið má skoða á modurast.is þar sem einn- ig er starfrækt vefverslun. Lansinoh vörur fást í öllum apótekum, Hagkaupum, Móðurást, Fífu og Ólavíu og Óliver. |7fréttatíminn | HELGiN 19. FEbrúar–21. FEbrúar 2016 AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Niðurgangur getur verið afar hvimleiður, ekki síst þegar ung börn sem enn eru með bleyju eiga í hlut. Við niðurgang missir líkaminn mjög hratt vökva og elektrólíta sem eru honum lífsnauðsynlegir til þess að geta starfað. Til að koma á eðlilegri starfsemi í líkamanum er grunn- meðferð við niðurgangi að koma á vökvajafnvægi. Þetta á sérstaklega við hjá börnum. Electrorice er bragðgóð lausn sem leyst er upp í vatni og er auðveld inntöku þannig að auðvelt er að fá börn til að drekka hana. Electrorice er efni til inntöku vegna ofþornunar sökum niðurgangs „Oral rehydration Solution“ (OrS). Lausnin er unnin úr hrísgrjónum, samkvæmt stöðlum alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO). Electrorice tryggir hámarks upp- töku á vökva til að bæta fyrir það vökva- tap sem verður vegna niðurgangs. Lausnina má nota fyrir börn frá þriggja mánaða aldri. Leita skal ráðlegginga hjá lækni ef gefa á Electrorice börnum yngri en þriggja mánaða. Electrorice má nota hvort sem er fyrir börn eða full- orðna. Fullorðnir einstaklingar sem verða fyrir miklu vökvatapi vegna niðurgangspesta eða matareitrunar geta flýtt fyrir bata með því að taka inn Electrorice í ráð- lögðum skömmt- um. Þannig kemst vökvajafnvægi fyrr í rétt horf og líkaminn jafnar sig betur. Electrorice fæst í apótekum. inn- flytjandi: Ýmus ehf. Dalbrekku 2, 200 Kópavogur, sími: 533 1700. Snufflebabe Vapour rub og olía hafa reynst vel til þess að draga úr einkennum kvefs hjá ungbörnum. Olíuna má nota frá fæðingu og smyrslið frá þriggja mánaða aldri. Smyrslið er eina varan sinnar tegundar sem nota má á svo ung börn. Það inni- heldur blöndu af róandi, nátturu- legu eucalyptus og timjan olíu með mentóli. Markmiðið er að hreinsa öndunarveg barnsins til að auð- velda því að nærast við brjóstagjöf og sofa betur. Vapour rub er milt smyrsli sem bera má beint á bringu og háls barna til að auðvelda öndun. Einnig er hægt að setja efnið í klút og festa við rúm barnsins. Vapour olían virkar á svipaðan hátt. Hún hreinsar öndunarveginn með náttúrulegum efnum sem hafa sótthreinsandi og bakteríueyðandi áhrif. Mild blanda af sítrónu, furu- og teatreeolíu virkar losandi fyrir öndunarveginn og hefur róandi áhrif á barnið. allt frá fæðingu má nota olíuna þannig að hún er sett út í skál af heitu vatni sem komið er fyrir í barnaherberginu eða með því að væta klút með olíunni og setja á ofn. Olíuna má nota með Snufflebabe snuði frá því að barnið er þriggja mánaða. Snufflebabe snuðið er sérhannað til að geyma olíuna án þess að hætta sé á að hún komist í snertingu við barnið. Einnig er í línunni nefsuga sem hjálpar til við að losa um stíflur í nefgöngum. Ef hor hefur náð að þorna og stíflar nefgöng þá er mælt með að nota Stérimar baby til að mýkja og leysa upp horið áður en það er sogið upp í nefsuguna. KoSTIR:  Hrísgrjónalausnin dregur úr niðurgangi og hægir á vökva- tapi.  Sterkjugrunnurinn (í stað glúk- ósu) hefur þau áhrif að það verður hæg losun á glukósum- ólikúlum. Lág osmósuþéttni (140 mosm/L) eykur upptöku á natríum, glúkósu og vatni.  bragðgóð lausn er lykillinn að því að barn drekki hana.  Lausnin er einnig næring.  Þægilegt, pakkað í hæfilega skammta. Bætir vökvatap vegna niðurgangs Electrorice hentar jafnt fyrir börn sem fullorðna. Lausn fyrir ungbörn með stíflað nef og kvef Snufflebabe Vapour rub smyrsl og Snufflebabe Vapour olía. SpURNINGAR oG SvöR Má nota Snufflebabe Vapour Rub fyrir nýfædd börn? Mælst er til þess að nota Vapour rub fyrir börn eldri en 3ja mánaða. Sé ætlunin að nota það á yngri börn þá er æskilegt að ráðfæra sig við lækni, lyfjafræðing eða annað heilbrigðismenntað fólk. Hver eru virk innihaldsefni Vapour Rub? Eucalyptus olía, mentól og timjan olía. burðarefnið er paraffin. Náttúruleg efni sem hafa verið notuð í gegnum aldirnar til að losa stíflur í efri öndunarvegi og létta þannig öndun. Má nota Vapour Rub með öðrum lyfjum/meðferðum? Ef viðkomandi barn er í einhverskonar lyfjameðferð er mælst til þess að ráðfæra sig við lækni áður en notkun hefst. HvAð ER SNUFFLEBABE? Snufflebabe er náttúruleg og mild vörulína sem losar stífluð nef og auðveldar öndun fyrir börn frá þriggja mánaða aldri. Vör- urnar hafa verið lengi á markaði erlendis og njóta virðingar hjá heilbrigðisstarfs- mönnum og foreldrum þar sem þær þykja mikilvæg stuðningsmeðferð fyrir stífluð nef og erfiðleika við öndun vegna kvefs eða annarra kvilla í efra nefholi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.