Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 46
Innblástur er furðu-
legur og skrítinn
hlutur, stundum þarf
að kreista hann fram í
gömlum minningum.
En tónlistin mín er að
þróast í takt við mig.
Angel Haze
Angel Haze kom fram á
Sónar í gærkvöld. Rapparinn
ólst upp í einangruðu trú-
félagi þar sem tónlist var
fordæmd og í lagatextum er
fjallað um átakanlega fortíð
tónlistarmannsins.
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
svanhildur@frettatiminn.is
„Hello. It’s me,“ svarar Angel Haze
syngjandi í símtali við Frétta-
tímann og fer að skellihlæja. „Ég
er í mjög skrítnu skapi, ég var í
útvarpsviðtali og einhvernveginn
tókst mér að tala um rassgatið
á mér í beinni.“ Rapparinn og
söngvarinn Angel Haze hræðist
ekki hreinskilni og að segja hug
sinn við fjölmiðla. „Skítt með iðn-
aðinn, hreinskilni er það sem gerir
okkur mannleg og hjálpar okkur
að vaxa og dafna. Hvað erum við
án sannleikans? Bara rugludallar
sem hlaupa í hringi, ég ætla ekki
að taka þátt í því.“
Angel Haze er eitt stærsta nafn
tónlistarhátíðarinnar Sónar í
Reykjavík um helgina. Haze fædd-
ist árið 1992 í Michigan og ólst
upp í ströngu kristinlegu trúar-
samfélagi. Haze lýsir samfélaginu
sem afar litlu sem hafi einkennst
af boðum og bönnum. Samskipti
við fólk utan trúfélagsins voru for-
dæmd og giltu strangar reglur um
klæðaburð og kynni við hitt kynið.
Haze var meinað að hlusta á tón-
list, borða ákveðinn mat og fara á
stefnumót.
„Ætli ég hafi ekki verið 11 ára
þegar ég fór að semja ljóð. Það var
eina leiðin til að túlka tónlistina
í mér. Þrátt fyrir tilraunir gat ég
aldrei hlaupið frá þrá minni að
skapa eitthvað. Ég vissi ætíð að
mér var ætlað eitthvað utan trú-
félagsins, eitthvað annað en að
vera heittrúað kirkjubarn allt mitt
líf.“
Haze sleit sambandi við móður
sína og elti drauminn að gefa út
tónlist. Árið 2012 gaf Haze út EP
plötuna Reservation og hlaut frá-
bæra dóma. Í kjölfarið lét Haze frá
sér lagið Cleaning out my Closet
sem fjallar um þá kynferðislegu
misnotkun sem Haze varð fyrir
sem barn. Fjölmiðlar hafa sýnt
fortíð tónlistarmannsins mikla
Úr heittrúuðu
barni í rappara
„Ég frétti af kvenkyns rapphópi sem er kenndur við
Reykjavík á Sónar, ég hlakka til að sjá þær.“
athygli og því að Haze vill ekki
skilgreina sig eftir kyni og er í hópi
pankynhneigðra, hrífst af fólki
óháð kyni.
Haze segir það vera þreytandi
á köflum að tala um fortíðina en
sýnir fólki skilning að æska sín
veki upp spurningar. „Fólk veltir
sér mikið upp úr bakgrunni mín-
um. Sérstaklega þegar ég greindi
frá kynferðislegri misnotkun í
æsku. Ég er hinsvegar allt önnur
manneskja í dag og þessir atburðir
eru fjarri mér. Þegar ég er stöðugt
beðin um að ræða liðna atburði
er sú ályktun dregin að ég sé föst
í fortíðinni.“ Haze telur aftur á
móti mikilvægt fyrir sig sem lista-
mann að rifja upp tilfinningar og
atburði. „Innblástur er furðulegur
og skrítinn hlutur, stundum þarf
að kreista hann fram í gömlum
minningum. En tónlistin mín er að
þróast í takt við mig og þann stað
sem ég er á í dag.“
Haze segir sína hvatningu að
gerast óttalaust listamaður vera
rapparann Kanye West og lítur
upp til hans hugsjónar. „Ég hef
ekki hlustað nægilega á nýju
plötuna hans en hún virðist vera
smá blanda af Graduation og My
Beautiful Dark Twisted Fantasy.
Þessa dagana er ég mest að hlusta
á eigin tónlist, Tracy Chapman
og Ani DiFrankco. Þær eru báðar
stórkostlegir textasmiðir og ég vil
bæta mig í því.“
Á meðan Haze er á Íslandi er
stefnan sett á að skoða landið og sjá
Reykjavíkurdætur á sviði. „Ég hef
heilan dag til þess að ferðast um
landið og vil endilega sjá hverina.
Ég frétti af kvenkyns rapphópi sem
er kenndur við Reykjavík á Sónar,
ég hlakka til að sjá þær.“
„Ætli ég hafi ekki verið 11
ára þegar ég fór að semja
ljóð. Það var eina leiðin til
að túlka tónlistina í mér.“
46 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016
NÝ SENDING
MEÐ KJÓLUM
STÆRÐIR 14-28
Kjóll
Verð: 9.990 kr
Afgreiðslutímar í verslun
okkar að Fákafeni 9
Alla virka daga frá kl. 11-18
Laugardaga frá kl. 11-16
280cm
98cm
20% afsláttur
af öllum vörum
til 17. júní
Túnika
kr. 3000
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
20% afsláttur
af öllum vörum
til 17. júní
Túnika
kr. 3000
Bláu húsin Fax feni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12- 8 ∙ laug. 11- 6
Frábær verð, smart vöru ,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leg ings háar í
mittinu
kr. 5 0 .
Tökum upp nýjar vörur dagle a
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mitt nu
kr. 5 0 .
Tökum pp nýjar vö ur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 58 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mitt nu
kr. 5 0 .
Tökum pp nýjar vö ur daglega
Síðustu dagar útsölunnar.
Aðeins 4 verð
1500 kr, 2000 kr,
3000 kr og 5000 kr
Nú er bara að hlaupa og kaupa.
Sennilega allra bestu kaupin í bænum
280cm
98cm
Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur
RUG BOTNVERÐ
Peysur, jakkar, tunikur, kjólar og margt fl.
Verð frá 1.000 - 5.000 kr.
Ekkert hærra e 5.000 kr
Nú er bara að hlaupa og kaupa.