Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 11.03.2016, Síða 4

Fréttatíminn - 11.03.2016, Síða 4
Fótbolti Nýju landsliðbúningarnir eru umdeildir H V Í T T S Ú K K U L A Ð I E G G Alþingi Afmælisgjöf þingsins til Íslenskra kvenna lætur standa á sér Ekki hefur verið skipað í stjórn sem á að úthluta úr nýjum jafnréttissjóði, sem Alþingi gaf íslenskum konum á afmæli kosninga- réttarins. Meirihluti þingsins ákvað að fella niður fjár- veitingu til ritunar sögu íslenskra kvenna í 100 ár og vísa verkinu á sjóðinn. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Ekki hefur verið skipað í stjórn nýs jafnréttissjóðs, sem Alþingi sam- þykkti að stofna í tilefni afmælis kosningaréttar kvenna en sam- kvæmt samþykkt þingsins á að úthluta úr honum 19. júní næst- komandi. Sjóðurinn á að fá eitt hundrað milljónir á ári í fimm ár til að styrkja verkefni sem heyra undir jafnréttismál. „Það er ekki búið að semja reglugerð um sjóð- inn og ekki búið að skipa stjór- nina. Síðan á eftir að auglýsa eftir styrkumsóknum og fara yfir þær. Það er augljóst að það verður erfitt og varla hægt fyrir nítjánda júní, segir Kristin Ástgeirsdóttir sem segist undrandi á því að ekkert hafi gerst svo mánuðum skiptir eftir að búið var að samþykkja gjöfina við hátíðlega athöfn, með lófataki og ræðuhöldum. Alþingi samþykkti í síðustu viku að fjölga stjórnarmönnum í stjórninni, sem er ekki búið að skipa, úr þremur í fimm. Stjórnarkosningu var frest- að á miðvikudag, þar sem einn flokkurinn hafði dregið að tilnefna fulltrúa. Til að bæta gráu ofan á svart er hluti afmælishátíðarinnar vegna kosningarréttar kvenna, útgáfa bókar um sögu kvenna í 100 ár, í uppnámi. Alþingi samdi um verkið við Sögufélagið sem réði tvo sagn- fræðinga og skipaði í sérstaka ritnefnd. Þegar Alþingi fór fram á fjórar milljónir til að greiða rit- launin, ákvað meirihluti fjárlaga- nefndar að fella hana niður með þeim rökum að verkefnið rúmaðist innan jafnréttissjóðsins. Kristín segir að engin viðbrögð hafi komið frá þingmönnum þótt kvartað hafi verið yfir því að fjárveitingin til bókarinnar hafi verið skorin niður. Næsta greiðsla á að koma 1. júní, samkvæmt gerðum samningum. „Þetta verk er núna í algeru uppnámi,“ það er óvíst að bókin geti komið út á tilsettum tíma, þegar ekki er hægt að greiða ritlaunin,“ segir Kristín Ástgeirs- dóttir. „Ég furða mig líka á því ef þingmenn ætla að ákveða fyrir- fram hverjir hljóta styrk úr þess- um afmælissjóði,“ segir Kristín og segir Alþingi annað hvort vera að blanda sér í störf sjóðsins með þessum hætti og skilyrða styrkveit- ingar, eða setja sögu kvenna í 100 ár út á guð og gaddinn. „Þetta eru furðuleg og fáheyrð vinnubrögð.“ „Furðuleg vinnubrögð“ Ég furða mig líka á því ef þingmenn ætla að ákveða fyrirfram hverjir hljóta styrk úr þessum afmælissjóði,“ segir Kristín og segir Alþingi annað hvort vera að blanda sér í störf sjóðs- ins með þessum hætti og skilyrða styrkveit- ingar, eða setja sögu kvenna í 100 ár út á guð og gaddinn. Íslenska Stofnun Árna Magnússonar leyfir ekki notkun á gögnum íslensks nútímamáls Ómögulegt að hjálpa íslenskri tungu Árnastofnun krafðist þess að vefsíðan Tala, sem for- ritarinn David Blurton varði hundrað klukkustundum í að smíða, yrði tekin niður. Markmið síðunnar var að auðvelda honum og öðrum útlendingum að læra ís- lensku. David Blurton gerði vefsíðuna tala. is sem þjónaði svipuðum tilgangi og vefsíða Stofnunar Árna Magn- ússonar, Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Hægt var að fletta upp íslenskum orðum og sjá beyg- ingarmyndir þeirra. „Ég vildi kenna sjálfum mér íslensku og var orðinn þreyttur á vefsíðunni þeirra. Hún er ekki notendavæn og öll á íslensku. Ég ákvað því að smíða tala.is með málfræðigögnum stofnunarinnar, sem eru opin öllum enda kostuð af skattgreiðendum.” Í síðustu viku fékk hann símhring- ingu frá Kristínu Bjarnadóttur, ritstjóra hjá stofnun Árna Magnús- sonar, þar sem hann beðinn um að taka síðuna niður vegna brots á skilmálum. Brotið fólst í því að sér- stakar málfræðilega athugasemdir verða að fylgja ákveðnum íslenskum orðum. „Þau segja athugasemdirnar vera „verk í vinnslu“. Lifandi tungu- mál er stöðugt verk í vinnslu og úr- elt hugsun að gögnin geti ekki nýst þó þau séu ekki fullkomin. Í stuttu máli, þá má ég ekki gera heimasíðu sem birtir fleirtölu orðsins hestur því gögnin eru í þeirra eigu.“ Verkfræðingurinn Sverrir Á. Berg hefur sömu sögu að segja. Árið 2011 var hann atvinnulaus en áður starf- aði hann hjá Google. „Eitt af því sem mér hefur alltaf þótt vanta er íslensk stafsetningarleiðrétting í internet vafra. Ég ætlaði að gefa vinnu mína og byggja upp gott leiðréttingakerfi. Ég þurfti sérstakt leyfi frá Stofnun Árna Magnússonar vegna takmark- ana þeirra á notendaleyfi gagna.“ Sverrir hafði samband við starfs- menn innan stofnunarinnar sem sýndu verkefninu áhuga í fyrstu en sáu sér ekki fært um að breyta skil- málunum. „Þegar öllu er á botninn er hvolft hafa þau engan áhuga á að leyfa öðrum, utan rannsókna há- skólans, að notast við þeirra gögn. Í. | sgk 100% íslensk framleiðsla er merkt „Product of Iceland“ en pólska framleiðslan er merkt „Memory from Iceland“. Gærur frá Póllandi með kveðju frá Íslandi Ferðamannaverslanir á Íslandi selja gærur framleiddar í Póllandi en merkja þær sem íslenska fram- leiðslu við lítinn fögnuð Loðskinns, eina íslenska sútunarverkstæðis- ins. „Þetta er svo sem ekki eina greinin sem þetta viðgengst í, en mér finnst þetta ekkert rosalega flott,“ segir Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðakróki. Hann segir merking- arnar á gærunum vera ansi villandi. Okkar gærur eru merktar „Product of Iceland“ en nú erum við að vinna með Markaðsráði kindakjöts með þeirra merki og munum byrja að nota það á næstu dögum. Pólsku gærurnar voru upphaf- lega merktar „Product of Iceland“ líkt og okkar en núna stendur á þeim „Memory fram Iceland“. Gunnlaugur segir þetta miður, verið sé að blekkja neytendur auk þess sem flutningar milli landa á vöru, sem við eigum sjálf nóg af, séu óumhverfisvæn við- skipti. „Við ættum líka að hafa í huga að búfjárkyn eru mjög blönduð hvert með öðru en ís- lenska kynið er eitt af fáum sem hefur nánast ekkert blandast, þetta eru bara landnámsroll- urnar. Mér finnst að við eigum að vera stolt af því.“ | hh Mynd | Rut David Blurton segir ritstjóra Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls áhugalausa um verkefni sitt og ekki tilbúna til þess að endurskoða skil- mála Stofnunar Árna Magn- ússonar. Slíkt sé óskiljanlegt í ljósi umræðunnar um útrým- ingarhættu íslenskunnar. Nýju búningarnir voru frumsýndir í síðustu viku. KSÍ fær 40 milljónir frá Ítölum Knattspyrnusamband Íslands fær 10 milljónir á ári næstu fjögur árin, samtals fjörutíu milljónir, í pen- ingum frá ítalska íþróttavörufram- leiðandanum Errea fyrir nýjan búningasamning sem skrifað var undir á dögunum, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Geir Þor- steinsson, formaður KSÍ, vildi ekki tjá sig um upphæðina í samtali við Fréttatímann en staðfesti að þetta væri í fyrsta sinn sem sambandið fengi greidda peninga fyrir að spila í ákveðnum búningum. Töluverð umræða hefur skapast um nýju búningana og sýnist sitt hverjum. Fatahönnuðurinn Guð- mundur Jörundsson hefur verið manna háværastur og kallað bún- inginn „mannréttindabrot“. Geir telur búninginn aftur á móti vera prýðilegan. „Búningurinn fyrir leikmenn er aðþrengdur og svo er annar búningur fyrir stuðn- ingsmenn sem er rýmri og hentar þeim betur,“ segir Geir. Nýtt vandamál skaut upp koll- inum nýverið þar sem eftirlíkingar af íslenska búningnum voru til sölu í kínverskum netverslunum. KSÍ hyggst bregðast við vanda- málinu og skoðar nú hvaða leiðir eru færir fyrir sambandið til að gæta hagsmuna sinna. Errea er ekki þekktasta merkið á markaðnum en Geir segir að önnur frægari vörumerki, á borð við Nike, hefðu ekki boðið neitt í líkingu við það sem Errea bauð. „Við höfum góða reynslu af því að vinna með þessum aðilum og þegar þeir buðu líka besta samn- inginn var valið í raun og veru einfalt,“ segir Geir. | óhþ Mynd | Rut 4 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.