Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 11.03.2016, Page 8

Fréttatíminn - 11.03.2016, Page 8
Mynd | Rut Sautján-húsið „Sautján-húsið“, sem var byggt árið 1968 og er alls 2.136 fer- metr ar, hefur lengi verið auglýst til sölu eða leigu gegn tilboði. Eigandi þess, Ásgeir Bolli Krist- insson, býr á efstu hæðinni og vill ekki fá hvaða rekstur sem er þar inn. Segir glatað að „Sautján- húsið“ standi tómt Skipulagsmál Sala eða leiga húsnæðis við Laugaveg Verslunarhúsnæðið við Laugaveg 91 hefur staðið meira og minna tómt frá árinu 2008. Ásgeir Bolli Kristinsson vill bara verslun og einn leigjanda þar inn. Hjálmar Sveinsson borgar- fulltrúi segir stöðuna glataða. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Að svona nýlegt og nútímalegt húsnæði skuli standa autt árum saman er alveg glatað. Það skortir þarna einhverja samfélagslega ábyrgð,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi um þá staðreynd að rúmlega 2.000 fermetra versl- unarhúsnæði við Laugaveg 91 hafi staðið meira og minna tómt frá því að verslunin Sautján hætti árið 2008. Eigandinn býr á efstu hæð Húsið, sem var byggt árið 1968 og er alls 2.136 fer metr ar, hefur verið lengi á sölu gegn tilboði. Fasteignamatið er 345 milljónir og brunabótamatið 545 milljónir. Það er einnig auglýst til leigu gegn til- boði. Eigandi hússins, Ásgeir Bolli Kristinsson eða Bolli í Sautján, býr á efstu hæð þess og hefur ekki áhuga á að fá aðra starfsemi en verslun þar inn. Garðar Kjartans- son, fasteignasali hjá Þingholti, segir nokkur tilboð í húsið hafa gengið langt en ekkert sem sé Bolla að skapi. „Það hafa verið áhugasamir aðilar en Bolli vill bara fá verslun, helst fataverslun. Hann vill heldur ekki fá marga leigjendur heldur vill hann bara hafa einn leigjanda.“ Fimm milljónir í leigu Sumsstaðar erlendis eru til lög og reglugerðir sem koma í veg fyrir að húsnæði standi autt í langan tíma en Hjálmar segir engar slíkar kvaðir vera til staðar hér á landi. „Kannski hafa menn bara reiknað með því að það hefði enginn efni á því að láta verðmætt hús standa autt árum saman. Þannig að því miður höfum við ekki tæki og tól til að koma í veg fyrir það þetta gerist.“ Aðspurður um mögulegt leiguverð segir Garðar allt vera að verða vitlaust í eftirspurn eftir húsnæði við Laugaveg og Skóla- vörðustíg, verðið hækki stöðugt og sé allt að 9 þúsund krónur á fermetrann en hann giskar á að svo stórt húsnæði gæti farið á 5 þúsund krónur á fermetra. Í aug- lýsingu segir að 920 fermetrar séu verslunarrými svo leiguverð gæti verið um 5 milljónir á mánuði. „Þetta er samt allt spurning um að fá góða leigjendur og fallegan rekstur,“ segir Garðar. Þú finnur nýja Páskablaðið á www.husgagnahollin.is www.husgagnahollin.is 558 1100 DEVON Horntungusvefnsófi. Einn með öllu! Geymsla undir tungu og í armi. Stærð: 241 x 225 x 82 cm 199.990 kr. 269.990 kr. SÓFAR SVEFN- Páskatilboðin í Höllinni AVELINO Svefnsófi. Slitsterkt áklæði. Ljós- og dökkgrár og blár. Góð rúmfataskúffa. Stærð: 214 x 89 x 90 cm 69.990 kr. 89.990 kr. DEVON Rósóttur svefnsófi er einnig fáanlegur antracite, brúnn og svartur. Stærð: 151 x 86 x 82 cm 99.990 kr. 139.990 kr. Hælisleitendur Rauði krossinn gagnrýnir skort á aðgengi að móttökumiðstöð fyrir flóttamenn Sjálfboðaliðum meinaður aðgangur Starfsmenn Rauða krossins hafa gert athugasemdir við móttökumiðstöð sem Útlend- ingastofnun rekur fyrir flóttamenn í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir vilja að sjálfboðaliðum verði hleypt inn í húsið og að þar skorti almenningsrými fyrir barna- fjölskyldur. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Starfsmenn Rauða krossins, sem Fréttatíminn hefur rætt við, viðra áhyggjur sínar af móttöku fyrir flóttamenn í Bæjarhrauni og segja íþyngjandi fyrir hælisleitendur, í erfiðri stöðu, að búa í iðnaðar- hverfi. Þar sem málsmeðferð hælis- leitenda geti tekið hundrað daga, þurfi fólkið að geta lifað sem eðli- legustu lífi. Þess vegna vill Rauði krossinn að sjálfboðaliðar fái að heimsækja hælisleitendur sem þar dvelja. Útlendingastofnun hefur ekki heimilað það. Félagsstarf Rauða krossins miði að því að rjúfa þá einangrun sem flóttafólk býr við í ókunnum löndum. „Okkur finnst æskilegt að sjálf- boðaliðar fái að heimsækja alla hælisleitendur, óháð því hvar þeir búa. Við erum að vinna í því með Útlendingastofnun að bæta aðgengið fyrir sjálfboðaliða,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri Rauða krossins. Þegar Útlendingastofnun opnaði móttökumiðstöðina í fyrra, stóð til að hún yrði eingöngu skammtíma- úrræði fyrir hælisleitendur sem kæmu til landsins. Til stóð að þeir dveldu þar í 10 til 15 daga. Þar hafa einstaka fjölskyldur með börn hins- vegar dvalið í allt að þrjá mánuði. Rauði krossinn gerði úttekt á móttökumiðstöðinni fyrir skömmu og gerði athugasemdir við að þar væri ekki væri almenningsrými sem væri nauðsynlegt fjölskyldu- fólki með börn. Starfsmenn Rauða krossins, sem Fréttatíminn ræddi við, sögðu val Útlendingastofnunar á búsetuúrræðum fyrir flóttafólk vera tekið með furðulegum hætti og skorti á mannlegri nálgun. Að sögn Þórhildar Hagalín, upp- lýsingafulltrúa Útlendingastofn- unar, er litið svo á að móttökumið- stöðin sé heimili þeirra sem þar dvelja og að vernda beri friðhelgi þeirra. Móttökumiðstöðin er í iðnaðar- húsnæði í Hafnarfirði. Bækur Gunnar Þorsteinsson fékk hótunarbréf frá lögmanni Titringur vegna ævisögu Bók sem Gunnar Þorsteins- son er með í smíðum hefur fengið hörð viðbrögð þótt höfundurinn sé ekki búinn að ljúka við hana. Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, vinnur nú hörðum höndum að því að skrifa ævisögu sína. Hann hefur þegar fengið hótunar- bréf frá lögmanni sem segir að umbjóðendur hans muni leita réttar síns ef fjallað verði um einkamál- efni þeirra í væntanlegri bók. Hann segir að það hafi verið kokkuð upp lygasúpa til að bregða fæti fyrir sig og eiginkonu sína, Jónínu Benediktsdóttur, og hann ætli að vísa henni rækilega til föðurhúsanna í nýju bókinni. Gunnar segir að þjóðþekktur undirheimaforingi hafi einnig hótað Jónínu og hún hafi snúið sér í kjölfarið til lögreglunnar. Þá hafi komið í ljós að menn væru markvisst að reyna að sölsa undir sig hús Krossins og Krossgatna sem eru 3300 fermetrar að flatarmáli. „Græðgin hefur mörg andlit og þarna kom í ljós að menn voru að villa á sér heimildir,“ segir hann Gunnar segist ekki vera fullkominn, hann hafi aldrei hald- ið því fram: „Reynd- ar hef ég margsinnis sagt um mig og þá sem ég hef notið þess heiðurs að fá að leiða frá myrkri til ljóss að við séum, almennt talað, verri en annað fólk,“ segir hann. Kraftmestu viðbrögðin hafa þó komið frá þeim sem Gunnar deilir við innan safnaðarins. „Þeir telja að ég búi yfir svo við- kvæmum upplýsingum að þeir leggja á sig erfiði við að bregða fyrir mig fæti,“ segir hann Gunnar segist líta svo á að með þessu hótunarbréfi séu menn að játa að þeir hafi óhreint mél í poka- horninu. Hann segir að það hafi sett að honum óstöðvandi hlátur þegar hann las það. „Þær upp- lýsingar sem ég hef undir höndum eiga mikið erindi við almenning. | þká Húsið við Laugaveg 91 hefur staðið autt árum saman. 8 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.