Fréttatíminn - 11.03.2016, Qupperneq 26
Óánægja er innan Sam-
fylkingarinnar með tillögur
stjórnarskrárnefndar for-
sætisráðuneytisins vegna
breytinga á stjórnarskrá.
Atli Þór Fanndal
ritstjorn@frettatiminn
Boðað hefur verið til flokksstjórn-
arfundar Samfylkingarinnar á
morgun, laugardag, til að ræða
tillögur stjórnarskrárnefndar og
afstöðu flokksins til þeirra. Fram-
kvæmdastjórn Samfylkingarinnar
ákvað á kvöldfundi síðastliðinn
miðvikudag að ekki yrði lögð fram
stjórnartillaga um afstöðu flokks-
ins á fundinum. Þess í stað verði
flokksstjórnarfundurinn nýttur til
að hlusta á meðlimi flokksstjórnar.
Hópur fólks sem vill að þingflokk-
ur Samfylkingarinnar kjósi gegn
tillögum stjórnarskrárnefndar hef-
ur undanfarið safnað liði og hvatt
andstæðinga til að mæta á flokks-
stjórnarfundinn. Markmiðið er
að setja ofan í við þingflokkinn og
formfesta andstöðu Samfylkingar-
innar við þá leið að endurskoðun
stjórnarskrár hafi verið tekið úr
lýðræðislegu ferli. Verði sú niður-
staða ofan á yrði það í andstöðu
við Árna Pál Árnason, formann
flokksins og einn höfund þeirrar
sáttar sem felast átti í stofnun
stjórnarskrárnefndar, í stað þess
að vinna áfram með tillögur stjór-
nlagaráðs.
Umdeild sáttanefnd
Það var í nóvember 2013 sem
stjórnarskrárnefnd var skipuð
af forsætisráðherra með það að
markmiði að skila tillögum að
breytingu á stjórnarskránni. Í
nefndinni sitja fulltrúar tilnefndir
af þeim stjórnmálaflokkum sem
sæti eiga á Alþingi. „Nefndin skal
hafa hliðsjón af vinnu undanfar-
inna ára, meðal annars tillögum
stjórnlagaráðs og stjórnlaga-
nefndar, niðurstöðum ráðgefandi
þjóðaratkvæðagreiðslu og starfi
þeirrar stjórnarskrárnefndar sem
starfaði 2005-2007,“ segir um
tilgang og störf nefndarinnar á
vef forsætisráðuneytisins. Í lok
febrúar birti nefndin tillögur að
þremur frumvörpum til breytingar
stjórnarskrár; ákvæði um náttúru-
auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslu
að kröfu kjósenda og ákvæði um
umhverfis- og náttúruvernd. Störf
nefndarinnar hafa vægast sagt
verið umdeild og það þrátt fyrir
að tilvist nefndarinnar byggi á
sáttaumleitan á þingi. Nefndin
hefur afhjúpað talsverðan klofning
og ágreining innan Pírata og innan
Samfylkingarinnar virðist ekki
einhugur um að rétt hafi verið að
færa stjórnarskrárbreytingar inn
í lokaða nefnd stjórnmálaflokk-
anna.
Stjórnarskrárnefndin er leið
Árna Páls
Það flækir málið innan Samfylk-
ingarinnar að Árni Páll Árnason,
formaður flokksins, er einn höf-
unda þingsályktunartillögu um að
færa stjórnarskrárbreytingar úr
ferli stjórnlaganefndar. Á loka-
dögum síðasta kjörtímabils lagði
Árni Páll Árnason, ásamt Katrínu
Jakobsdóttur, formanni VG, og
Stjórnarskrá Höfuðlaus Samfylking í stjórnarskrármálinu
Átök innan Samfylkingarinnar um
sáttaleið Árna Páls í stjórnarskrármálinu
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
Fiskislóð 1
Sími 580 8500
REYKJAVÍK
Tryggvabraut 1–3
Sími 460 3630
AKUREYRI
Mán.–fös. 10–18
Lau. 10–16
OPNUNARTÍMI
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
HÆ POLLAR,
HALLÓ RIGNING!
Regnfatnaður, pollagallar og stígvél
í úrvali á krakka sem vilja komast út.
Komdu og skoðaðu úrvalið!
Ég held að flokk-
arnir sem raunveru-
lega vilja nýja stjórn-
arskrá eigi ekki að
rugla kjósendur með
því að samþykkja
eitthvað sem er
ekki gott núna með
þeim formerkjum að
breyta eigi aftur á
næsta kjörtímabili.
Útkoman er sú
sem afturhald-
söflin geta fallist
á. Gjörið svo vel.
Vilhjálmur Þorsteinsson á lokafundi stjórnlagaráðs
áður en drögin voru afhent Alþingi.
26 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016