Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 11.03.2016, Page 34

Fréttatíminn - 11.03.2016, Page 34
Mynd | Arnold Björnsson Ingvar Ómarsson, þrefaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, gerði sér lítið fyrir og sigraði á hollensku götuhjólamóti á dögunum. Aðeins fjórum mánuðum eftir að hann slasaðist lífshættulega í árekstri við mótorhjól. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is „Já, ég náði að stinga af með öðrum og við tveir náðum að hjóla ansi hressilega, með hópinn á eftir okkur. Þetta voru nánast allt Hollendingar en útlendingurinn sigraði í elítuflokki,“ segir Ingvar Ómarsson, ánægður með árang- urinn. „Hollendingar eru nátt- úrulega ein stærsta þjóðin í þessu sporti og hér er allt önnur taktík í keppnum sem er gaman að upp- lifa. Ég flokka mig sem fjallahjólara en þessar götuhjólakeppnir eru skemmtileg reynsla.“ Ingvar er eini Íslendingurinn sem er atvinnumaður í hjólreiðum en það hefur hann verið frá því í fyrravor. Hann fluttist til Hol- lands í haust til að freista þess að ná lengra í íþróttinni. Í nóvember lenti hann hinsvegar í alvarleg- um árekstri við mótorhjól. Hann man ekki eftir slysinu og rankaði fyrst við sér 4 dögum síðar. „Þeir fyrstu á slysstað héldu að ég væri dáinn og það var kölluð út þyrla og sjúkrabíll. Ég var svo hepp- inn að vera nálægt einum besta spítala í Evrópu þar sem ég fékk fyrsta flokks þjónustu. Ég var með lífshættulega höfuðáverka og fór strax í mjög stóra aðgerð á höfð- inu. Þá var höndin líka mölbrotin en það var aukaatriði. Læknarnir voru víst alls ekki vongóðir um að ég myndi ná mér og í raun gáttaðir á ótrúlegum bata. Ég var strax ákveðinn í að sigrast á þessu og það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég vaknaði aftur var að ég ætlaði aftur að hjóla. Fyrsti hjólatúrinn um miðjan desember var þó mjög hægur og erfiður.“ Ingvar fullyrðir að í dag, fjórum erfiðum mánuðum eftir slysið, hafi það engin áhrif á daglegt líf og hjólaæfingar. „Ég var með stöð- ugan höfuðverk í 5-6 vikur en svo hvarf hann. Ég er reyndar með tít- aníumplötu og nagla í hendinni en það truflar mig ekki, frekar en að hafa misst lyktar- og bragðskyn. En auðvitað er maður aðeins tilfinn- inganæmari eftir svona reynslu.“ Framundan hjá Ingvari eru hjólamót nánast um hverja helgi fram á haust og þar á meðal heims- meistaramót í Tékklandi um mitt sumar. „Ég sleppti öllum mótum í janúar og febrúar en fór í staðinn í 5 vikna æfingaferð til Tenerife. Það er þyngsta æfingatímabil sem ég hef tekið frá upphafi. Ég hjólaði í 25 klukkustundir á viku í kjörað- stæðum og náði mér aftur í betra form en ég hafði þorað að vona.“ Hjólreiðar Íslandsmeistarinn risinn upp aftur eftir alvarleg höfuðmeiðsl Ingvar Ómarsson hlaut alvarlega höfuðáverka við áreksturinn í nóvember og var vart hugað líf. Sigraði á hjólamóti 4 mánuðum eftir lífshættulegt hjólaslys Í miðjunni er Ingvar með keppinautum sínum í götu- hjólamótinu sem hann sigraði í um helgina í Hollandi. Ingvar Ómarsson í keppnisformi á Íslandi í fyrra. 34 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - j ú n í & s e p t . - o k t . DUBLIN 9.999 kr.f rá * * E f g r e i t t m e ð N e t g í rój ú n í - s e p t e m b e r DÜSSELDORF 10.999 kr.f rá * * E f g r e i t t m e ð N e t g í róá g ú s t - o k t ó b e r EDINBORG 9.999 kr.f rá * SÍMI 5 700 900 KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. Gildir til 26. mars
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.