Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 11.03.2016, Page 40

Fréttatíminn - 11.03.2016, Page 40
Heil og sæl, kæra móðir og takk fyrir einlægnina þína og bréfið sem segir í reynd svo margar sögur sem ég ætla að svara í áföngum í næstu blöðum. Systkina- og stjúpflækjurnar Það sem þú nefnir heimilisnöldur og atvikið á sunnudaginn eru tákn fyrir miklu djúpstæðari átök held- ur en ofverndað og dekrað örverpi ykkar hjóna. Þarna birtast hlut- verkin í systkinaröðinni þar sem fjölskylduhetjur, svartir sauðir, týndu börnin og trúðarnir stíga fram á sviðið. Svo eru óuppgerðar tilfinningar stjúpbarnsins á heim- ilinu, möguleg meðvirkni hans eftir að hafa verið „eini karlmaðurinn“ í lífi þínu fyrstu árin og til viðbótar möguleg tilfinning hans um höfnun frá stjúpföður og reiði yfir því að hann tapaði þér til annars manns. Hann hafði samt þá sérstöðu að hafa verið eini sonurinn þegar þið eignuðust eingöngu stúlkur – en síðan fæðist annar drengur. Öfund milli kynja og hásætishrun Svo má ekki vanmeta ótta barna fyrir því að gert sé upp á milli stúlkna og drengja. Slík afbrýði- semi er algeng en enn meiri þar sem stúlkurnar þrjár hafa verið „stelpuklíka“ en hafi skynjað að þær væru ekki „nóg“ þegar þið ákveðið að bæta við barni í lok- in, mögulega í von um strák. Svo berjast drengir og stúlkur um hylli og ást mömmunnar og pabbans á ólíkan hátt. Loks er alltaf ótti hjá eldri börn- um þegar nýtt barn kemur á heim- ilið og það er óháð kyni; óttinn um að yngsta barnið muni að lokum eiga mest af ást foreldranna því að enginn kemur á eftir því til að velta því úr „hásætinu“ eins og hin þurftu að þola á sínum tíma. Byrjaðu á byrjuninni Mögulega finnst þér nú að þú hafir brugðist og sért með óyfirstíganleg vandamál. Svo er alls ekki, kæra móðir. Þörfin fyrir ást og óttinn um sig og sína stöðu eru meðal frumhvata okkar. Andaðu djúpt og treystu á kærleikann sem skín í gegnum bréfið þitt. Þú munt ná sambandi aftur við son þinn og hlustaðu á stúkurnar þínar, ígrund- aðu svo sjálf hvers vegna þeim finnst örverpið fá meira heldur en þau. Leitaðu á netinu að þessum þáttum sem ég nefni og lærðu í ró- legheitum. Svo mun ég halda áfram í næsta blaði og gangi þér sem allra best. Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. Sendið Möggu Pálu ykkar vandmál á netfangið. maggapala@frettatiminn.is Örverpi og hásætishrun Kæra Margrét Pála. Mikið er gott að fylgjast með svörunum sem þú gefur foreldrum og mér finnst mikilvægt að við getum leitað eftir ráðum ... Ég er ekki með eitthvað alvarlegt vanda- mál og börnin mín eru öll vel heppnuð og engar greiningar eða svoleiðis. Þetta er meira svona heimilisnöldur sem maðurinn minn segir að ég eigi að láta fara inn um annað eyrað og út um hitt en ég held að karlmenn eigi auðveldara með það en konur. Alla vega finnst mér það ... Við hjónin eigum fjögur börn saman og svo átti ég strák áður sem var átta ára þegar ég og maðurinn minn fluttum saman. Svo eignuðumst við stelpurnar með stuttu millibili og þær eru núna 12 og 13 ára og svo 17 ára. Svo eignuð- umst við strák sem núna er fimm ára gamall. Sonur minn, sem ólst upp hjá okkur, er fluttur að heiman en kemur oft í mat og svona. ... Mér finnst eins og stelpurnar séu allar afbrýðisamar út í þennan yngsta ... stöðugt að skammast í honum ... og að við gerum engar kröfur á hann ... Samt er elsta dóttir okkar alltaf að reyna að stilla til friðar og hún hjálpar mér langmest með strákinn. ... Við vorum öll saman hérna heima í sunnudagsmat um daginn og systur hans voru svo reiðar út af því að strák- arnir þurfi aldrei að gera neitt og að við höldum bara upp á þá ... Stóri strákurinn minn æsti sig rosalega mikið við þær því það hafi nú ekkert verið haldið upp á hann og að hann hafi þurft að gera allt og að pabbi þeirra hafi aldrei hlíft honum ... svo rauk hann út ... hann er venjulega svo rólegur og góður við mig en hann svarar ekki símanum og lokaði á mig á Feisinu. Ég er alveg í rusli yfir að þetta sé allt mér að kenna og að ég sé bara að ofvernda hann ... Áhyggjufull og sorgmædd mamma. kjúklinga Gómsætt TILBOÐ 1.990 kr. meo chili, hunangsristuoum kasjúhnetum, papriku og hvítlaukssósu Borg bjór á krana. Úlfur og Snorri á tilbooi – 800 kr. KRINGLUKAST 10.-14. OKT. EPSON EXPRESSION HOME XP-332 Einfaldur og góður prentari og skanni fyrir skólafólk. Þráðlaus ölnotaprentari (skanni, ljósritun og prentun). Hentar vel til að prenta allt frá texta yr í góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri. 13.00 0 EPSO N Exp ressio n Home XP-3 32 ,- www.thor.is TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581 ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR Einnig fáanlegur í hvítu. 40 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.