Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 42

Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 42
 Fleiri myndir á frettatiminn.is ÞRIGGJA MÁNAÐA EVRÓPUDVÖL LANGAR ÞIG Í ÆVINTÝRI? Dvöl á vegum AFS er spennandi og dýrmæt lífsreynsla og nú býður AFS upp á þriggja mánaða Evrópudvöl sem hefst í haust. Allir þátttakendur búa hjá fjölskyldum og ganga í skóla í Evrópulandi. Í lok dvalar hittast allir þátttakendur á fjögurra daga námskeiði í Belgíu áður en haldið er heim aftur. Lönd í boði Belgía / Bosnía og Hersegóvína / Tékkland / Danmörk / Spánn / Frakkland / Ítalía / Lettland / Rússland / Slóvenía / Slóvakía. Verð 660.000 - 690.000 kr. Innifalið í verði: Flug, uppihald, skólaganga, Belgíuferð og allur námskeiðskostnaður. Kynntu þér málið Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu okkar afs.is, í tölvupósti info-isl@afs.org eða í síma 552-5450. Ingólfsstræti 3, 2. hæð | 552 5450 info-isl@afs.org | afs.is | facebook.com/skiptinemi fa rv i.i s / 0 3 1 6 UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 15. APRÍL ALDURSTAKMARK ÁRA 15-18 Ég fór í kvikmyndahús í síðustu viku. Sá það sjónarspil sem felst í kvikmyndinni Afturgöng- unni (e. Revenant). Það er ýmislegt sem situr eftir í þankanum eftir þá upplifun. Náttúran var dásamlega falleg. Vatnið tók formbreyt- ingum á greinum trjánna og öxum stráa. Rann í lækjum og ám. Þéttist á himni og tók skiptum í skýjafari. Vindurinn blés misákaft og sólar- ljósið sveiflaði hita og kulda. Í þessum bak- grunni náttúrunnar gerist saga mannanna. Í grunninn tveggja ólíkra hópa manna. Aðal- söguhetjan stóð í anda einhvers staðar mitt á milli þeirra. Alinn upp í anda hins „upplýsta“ landnema og gekk götuna í „nýja“ heiminum með þeim en var undir sterkum áhrifum hins náttúrutengda frumbyggja. Mennirnir í sögunni á náttúru- tjaldinu voru mis-göfugir, mis-vitrir, mis-kærleiksríkir og mis-allt eins og menn eru. Í raun alltaf full-verðandi en aldrei full-orðnir. Sumir hreint út sagt nánast án allrar mannúðar og/ eða samhygðar. Þeir virtust hugsa og breyta eingöngu með eigin hag og grunnþarfir að leiðarljósi. Allt sem stóð í vegi fyrir vilja þeirra varð að víkja hversu „villi- mannsleg“ sem birtingar- mynd viljans kunni að vera. Ofan á samskiptin bættust svo afurðir hins virka framheila mannskepn- unnar, m.a. undirferli sem gerðu skiptin síst hreinskipt(in). Í upphafi myndar „fellur“ söguhetjan og missir nær allan lífsneista. Hann tórir svona eins og á bláþræði. Söguhetjan „fer millum heima“. Í slitrofum bláþráðarins opnast handanheimurinn hon- um og birtast sýnir í sótthita. En þráðurinn í raunheima heldur og neistinn nærist á ný af lífi hérna megin. Náttúrutenging og læsi sem frumbyggjarnir höfðu innrætt okkar manni verða honum ómetanleg bjargráð. Viðhalda og grundvalla þá baráttu að lifa af, rísa upp og ná heilli brá. Það virðast alls staðar í náttúrunni liggja sprek sem hvetja lífsneista mannsins. Sprek sem viðhalda lífi. Innra með manninum virtist ástin, göfgin og réttlætiskenndin sem viðhélt staðföstum vilja blása glóðum hefnda á bálið. Í samanburði við vegferð þessarar sögu- hetju er vegferð okkar og lífs(barátta) auðveld. Við höfum sennilega í samhengi við þann heim sem hetjan lifir, alltof mikið af öllu. Of mikið sem samt virðist aldrei verða nóg. Við virðumst flest í samanburði við þá mann- veru er Leonardo DiCaprio túlkar svo vel í myndinni, svo ekki sé nú minnst á frumbyggjana, hafa nánast glatað tengingu vitundar okkar við frum- tíðni náttúrunnar. Næmi okkar á fall- andi loftvog, vaxandi vind, kollhúfur hrossa, leyndardóm vornæturinnar eða önnur brigði náttúrunnar virðist almennt fara minnkandi í öllu „raf- magninu“. Við erum engu að síður hluti af náttúrunni, en ekki frávik. Eða hvað? Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson Náttúra I „Ég er ekki hrifinn af bláum himni,“ segir Benjamin Hardman, ástralskur ljósmyndari, sem kolféll fyrir íslenskri náttúru. Eftir fjölda heimsókna þvert yfir hnöttinn ákvað hann að láta drauminn ræt- ast og flytja til Íslands fyrir tæpu ári. Í dag er hann einn færasti landslagsljósmyndari landsins með stóran fylgjendahóp sem margir hverjir hafa bókað far til Íslands til þess eins að upplifa það sem hann hefur fest á filmu. Árið 2012 var Benjamin í við- skiptanámi í London þegar hann heyrði einn samnemanda sinn tala um Ísland. Hann hafði þá litla hug- mynd um landið og fór heim að gúggla. Þennan sama dag keypti hann farmiða til Íslands, þann fyrsta af mörgum. Afrakstur Ís- landsheimsókna sinna sýndi hann m.a. á tveimur sýningum sem hann setti upp í Ástralíu. Hann var staðráðinn í að gefa eitthvað til baka fyrir upplifunina og lét ágóð- ann renna til Náttúruverndarsam- taka Íslands. „Hálendið er í sérstöku upp- áhaldi hjá mér, sérstaklega á vet- urna. Eins það að mynda í snjóbyl og hríð, en oft nær maður sterk- ustu augnablikunum við erfiðustu aðstæðurnar,“ segir Benjamin. Fylgjast má með Benjamin á instagagram @benjaminhardman Sólin hnígur, svörður fangar sælan hennar varma streng. Eikin breið og ölm á mæri standa á strengsins langa færi er veikur röðuls loka ljómi logar bjart í aftans tómi. Finnur líf í mjóum meiði, mætir auga lífs á heiði. Ylinn ber að ýta hjarta angan vors nú eigum bjarta. Flutti þvert yfir hnöttinn til að mynda íslenska náttúru 42 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.