Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 64

Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 64
Unnið í samstarfi við Harðviðarval Ólafur Geir Guttormsson í Harðviðarvali er sérfróður um dúka og teppi og þá sér í lagi fyrir stofnanir, hótel og skrifstofur. Aðspurður um nýjustu stefnur og strauma í þeim efnum segir hann vera að ryðja sér til rúms svokallað LVT eða Luxury Vinyl Tiles sem eru afar slitsterkar dúkaflísar með parketútliti. Sú tíð er Ólafi í fersku minni að linoleum- dúkar voru í hverju opinberu rými, á stofnunum og skrifstofum; það hefði bara ekkert annað komið til tals af gömlum vana. Nú er öldin önnur. LVT gólfefnin vekja jafnan athygli og fólki finnst þau flott á meðan færri hafa skoðun á þessum klassísku linoleum dúkum. „Þetta hefur reyndar verið frekar lengi í gang hér á Íslandi. Í löndunum í kringum okkur hefur þetta rokið upp síðasta áratuginn og við erum að komast í gang. Þær þurfa lítið viðhald og eru rosalega sterkar en líta út eins og parket,“ segir Ólafur og bætir við að helstu arkitektarnir séu búnir að uppgötva kosti LVT og séu farnir að nýta sér það í meira mæli þegar þeir hanni rými eins og til dæmis skrifstofurými, veitinga- staði og verslanir. „Það vilja flestir fara í parketútlitið,“ segir hann. Biðstofur og vistarverur hlýlegri Ekki eru bara þeir sem hanna skrif- stofurými og veitingastaði farnir að líta til þessa útlits heldur er þetta einnig að færast hægt og rólega yfir í hjúkrunarheimili og heilsugæslur. „Ég segi arkitektum vanalega að vistarverur fyrir fólk og biðstofur verði mun hlýlegri með þessu útliti heldur en þessi dæmigerði linoleum dúkur. Fólk er orðið dálítið þreytt á þessu stofnanalega útliti.“ Þó að margir tengi linoleum við liðna tíma er það þó reyndar ekki svo að dúkurinn sé á algeru undanhaldi heldur er líka stöðug þróun í þeirri framleiðslu, til að fylgja breyttum tímum. Nýjasti linoleum dúkurinn er linoleumparket sem verður sífellt vinsælli. Hljóðvistin betri með teppaflísum Í Harðviðarvali eru einnig hótelteppi í úrvali, bæði þessi klassísku og svo er fólk í meira mæli að nýta teppa- framleiðandann Carpet Consept sem framleiðir lúxusteppi af hæstu gæðum. Arkitektar eru mjög hrifnir af framleiðslunni þeirra og Carpet Concept mun meðal annars prýða nýja glæsihótelið við Jökulsárlón, Hnappavelli. Línan sem var valin fyrir hótelið heitir EcoTec, teppi með einstaklega fallegri áferð úr há- gæðaþráðum, að sögn Ólafs. Einnig eru teppaflísar vinsælar fyrir skrifstofurými og hafa hlotið uppreisn æru, ef svo má að orði komast. „Teppaflísar dóu nánast alveg út fyrir 15-20 árum en eru komnar aftur. Það er svo mikið af opnum rýmum núna þar sem fólk vinnur og hljóðvistin er mikið mál. Í kringum 2007 var parketi raðað niður á skrifstofurými því það þótti svo flott en svo fengum við að heyra það nokkrum árum síðar að það var farið að kvarta yfir lélegri hljóðvist. Teppaflísarnar eru mjög hljóðeinanangrandi og við eigum til mjög margar flottar tegundir.“ Ég segi arkitektum vanalega að vistarverur fyrir fólk og biðstofur verði mun hlýlegri með þessu útliti heldur en þessi dæmigerði linoleum dúkur. Fólk er orðið dálítið þreytt á þessu stofnanalega útliti. Sterkt og fallegt vínylparket góður kostur fyrir stór rými Harðviðarval sérhæfir sig í gólflausnum fyrir stór rými af öllu tagi. Myndir | Hari 64 | fréttatíminn | HELGiN 11. mArS–13. mArS 2016 Kynningar | Heimili og hönnun AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is LVT Luxury Vinyl Tiles / Lúxus Vínylparketi frá Gerflor. Teppaflísar voru á undanhaldi en hafa hlotið uppreisn æru. Parketútlitið er það sem langflestir kjósa. Teppaflísar frá Mohawk. Harðviðarval hefur ráðlagt fólki með gólfefni frá stofnun þess árið 1978 og merkir miklar breytingar á straumum og stefnum gegnum tíðina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.