Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 11.03.2016, Síða 65

Fréttatíminn - 11.03.2016, Síða 65
Unnið í samstarfi við Byko Í gólfefnadeildinni í Byko í Breidd-inni ræður Anton Stefánsson ríkjum. Þar er úrvalið af parketi afar gott auk þess sem hægt er að fá býsnin öll af flísum. Anton segir harðparket vinsælast í dag og þá séu ljósir litir einna mest teknir. „Litirnir fara mikið út í hvítt og grátt þessa dagana og svo koma brúnir litir alltaf inn líka. Við erum með mikið úrval af þessum litum og það eru alltaf einhverjar nýjungar að koma inn,“ segir Anton. Vatnsheld parket vinsæl Hvað baðherbergin varðar er vin- sælast að taka gráa og milligráa tóna á gólfin og svo ljósari flísar látnar flæða upp á veggina. „Það er svolítið einstaklingsbundið hvað fólk velur á gólf inni á minni rými. Það er vinsælt að brjóta heildar- útlitið upp með því að setja síðan mósaík á klósettkassann og inni í sturtuna,“ segir Anton og bætir við að vatnsheld parket séu einnig að verða mjög vinsæl. „Þetta eru gólfefni sem mega vera í votrými og við eigum tvo liti af þeirri tegund eins og er.“ Kapp lagt á góða þjónustu Anton segir fólk heldur íhaldssamt í litavali þegar kemur að flísunum og mest velja gráa og hvíta tóna. „En við getum samt orðið fólki út um hvað sem er og erum líka með skrautlegar flísar á lager.“ Gólfefni í eldhús getur oft verið höfuð- verkur og segir Anton að allt kapp sé lagt á að finna það sem hentar fólki. „Sumir vilja hafa sama parket flæðandi yfir allt rýmið á meðan aðrir vilja brjóta það upp og hafa flísar í eldhúsinu. Þá er fólk oft með sömu flísarnar líka á baðherberginu og jafnvel í þvottaaðstöðunni sé hún til staðar.“ Notalegt umhverfi „Starfsfólk okkar býr yfir áralangri reynslu sem nýtist vel í stórum og glæsilegum sýningarsal okkar sem hólfaður er frá öðrum deildum í Breiddinni. Auk þess starfa hjá okkur stílistar sem veita góða ráðgjöf. Hægt er að njóta þess að skoða sýnishorn í ró og næði og velja sinn stíl við bestu aðstæður. Það er alltaf kaffi á könnunni og gott viðmót,“ segir Anton. Það er svolítið einstaklings- bundið hvað fólk velur á gólf inni á minni rými. Það er vin- sælt að brjóta heildarútlitið upp með því að setja síðan mósaík á klósettkassann og inni í sturtuna. Hvítir og gráir tónar vinsælastir Byko í Breiddinni hefur að geyma gólfefnadeild með yfirgripsmiklu úrvali. Anton Stefánsson ræður ríkjum í gólfefnadeild Byko í Breiddinni. Hann segir hvíta og gráa tóna vera með vinsælustu litunum ásamt brúnum tónum sem eru alltaf klassískir. Starfsfólk Byko leggur sig fram við að aðstoða fólk við að finna draumaparketið. Mynd | Rut Vinsældir vatnsheldra parketa fer vaxandi og úrvalið af slíku gólfefni er mikið í Byko í Breiddinni. Sjón eru sögu ríkari. |65fréttatíminn | HELGin 11. mArS–13. mArS 2016 Kynningar | Heimili og hönnun AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Ný og glæsileg deild undir sama nafni BYKO opnaði fyrst deild undir nafninu Hólf & gólf í mars 1991 í kjall- ara eldri verslunarinnar í Breiddinni þar sem nú er Leigumarkaður og Lagnaverslun. Nú hefur verið opnuð ný og glæsileg valvörudeild undir sama gamla nafni í stórverslun Byko í Breiddinni. Lögð er mikil áhersla á gæðamerki í gólfefnum. Meðal þeirra merkja sem finna má eru Steirer, Krono, Selkie Board, E-Stone, Rovese, Fiandre og Sintesi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.