Fréttatíminn - 11.03.2016, Page 74
Merkið tryggir gæðin
Það er bara hræðilegt hvað
það er mikið af mat hent.
Við erum væn og græn og
pössum okkur á að flokka
allt og henda engum mat.
Margir íslenskir veitinga-
staðir eiga sér erlendar fyrir-
myndir.
Það vakti nokkra athygli á dög-
unum þegar eigendur hins þekkta
bars The Dead Rabbit í New York
gerðu athugasemd við íslenskir veit-
ingamenn ætluðu að opna stað með
sama nafni í Reykjavík. Meira að
segja lógóið var það sama. Íslensku
veitingamennirnir töldu sig í full-
um rétti en ákváðu á endanum að
breyta nafninu í The Drunk Rabbit.
Þetta er síður en svo fyrsta dæmi
þess að íslenskir veitingamenn sæki
sér innblástur til kollega sinna er-
lendis.
Hamborgarabúlla Tómasar hefur
slegið í gegn síðan hún var opnuð
hér fyrir rúmum áratug og er nú
starfrækt víða um Evrópu. Stofn-
andinn, Tómas Tómasson, hefur
verið ófeiminn við að viðurkenna
að fyrirmyndin hafi verið sótt
til búllunnar á Parker Meridien-
hótelinu í New York. „Við förum
þangað iðulega og fáum yfir okkur
andann,“ sagði Tommi í viðtali við
Morgunblaðið árið 2009 og bætti
því við að raunar hafi allt það sem
hann hafi brallað í gegnum tíðina
átt sér erlendar fyrirmyndir.
Sushi Samba í Þingholtsstræti
hefur sömuleiðis notið mikilla vin-
sælda síðustu ár en eigendur al-
þjóðlegu veitingakeðjunnar Sushi
Samba eru ekki alls kostar sáttir
við notkun nafnsins og telja sig eiga
einkarétt á því. Hafa þeir því stefnt
íslensku veitingamönnunum.
Það var mörgum áfall þegar
McDonalds á Íslandi var lokað árið
2009. Í staðinn var Metró opnaður
á sama stað og með næstum því
sama matseðlinum.
Eigendur kjúklingastaðarins Han-
ans í Skeifunni hafa greinilega kom-
ið á Nandos sem rekinn er víða um
heim. Ef vel er að gáð má meira að
segja stundum sjá Nandos-sósur á
staðnum.
Að síðustu má geta þess að aðdá-
endur hins bandaríska Shake Shack
geta komist ansi nálægt því að upp-
lifa stemninguna með því að heima-
sækja Block Burger á Skólavörðu-
stíg. | hdm
Unnið í samstarfi við Krúsku
Við erum bara með hollan og hreinan mat og hér er allt gert frá grunni,“ segir Guðrún Helga Magnúsdóttir sem rekur
veitingastaðinn Krúsku ásamt manni
sínum, Steinari Þór Þorfinnssyni.
Þau leggja áherslu á að bjóða upp
á mat fyrir alla hópa – líka græn-
metisætur og þau sem eru vegan.
Starfsfólk Krúsku leggur sig fram við
að koma til móts við þarfir fólks.
„Á Krúsku starfar frábært starfsfólk
sem auðvitað skiptir miklu máli fyrir
rekstur fyrirtækisins, það er alltaf til
í allt og heldur staðnum gangandi af
miklum krafti.“
Líka opið á laugardögum
Hjónin reka einnig nokkur mötu-
neyti auk þess sem þau þjónusta
fjölda fyrirtækja með hádegismat.
Meðal þeirra mötuneyta sem Guðrún
og Steinar þjónusta er mötuneyti
nemenda Menntaskólans við Sund og
segir Guðrún að unglingarnir séu síst
af öllu matvandir og geri sér að góðu
rauðrófur og allan þann heilnæma
mat sem boðið er upp á. Krúska ætlar
að bregðast við mikilli eftirspurn og
hafa opið á laugardögum milli klukkan
11 og 21 en áður hefur aðeins verið
opið virka daga.
Væn og græn
Matarsóun er ofarlega í huga þeirra
hjóna og alls starfsfólksins þeirra og
hefur Steinar tekið með sér gegnum
tíðina vitneskju og færni í að fullnýta
hráefni. „Steinar hefur alltaf unnið
með þessa hugmyndafræði sem
matreiðslumaður. Við höfum raunar
alltaf hugsað vel um mat og hendum
bara aldrei mat,“ segir Guðrún og
bætir við að ef einhver afgangur verði
sé fundinn fyrir hann staður þar sem
hann nýtist. „Við hringjum hiklaust
í staði þar sem maturinn
getur nýst og svo fær
starfsfólkið okkar að
sjálfsögðu að taka
með sér afganga
heim. Ef það er
eitthvað sem
ekki gengur út þá
notum við það í
rétti daginn eftir,
eins og með steikt
grænmeti, þá nýtum
við það í grænmetisrétt
daginn eftir,“ segir Guðrún
og heldur áfram: „Það er bara
hræðilegt hvað það er mikið af
mat hent. Við erum væn og græn
og pössum okkur á að flokka allt og
henda engum mat. Það er og verður
okkar stefna.“
74 | fréttatíminn | HElGin 11. MarS–13. MarS 2016
Kynningar | Matur AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Ást er: Matur sem elskar þig á móti
Á Krúsku er markmiðið að stuðla að heilsusamlegum lífsstíl og minnka matarsóun
Hollt í hádeginu
Krúska þjónustar stærri og
minni mötuneyti 5 daga vik-
unnar sendir einnig mat á vinnu-
staði eftir pöntunum. „Þannig
fáum við tækifæri til að bjóða
starfsmönnum fyrirtækja upp á
hollan og næringarríkan mat í
hádeginu,“ segir Guðrún. Einn-
ig rekur Krúska veisluþjónustu
og eru veislurnar sérstaklega
vinsælar vegna þess að fólk kýs
hreint hráefni og veislumat sem
er gerður frá grunni.
Guðrún Helga Magnúsdóttir og Steinar Þór Þorfinnsson
bjóða upp á hollan og hreinan mat á Krúsku.
Markmið Krúsku er:
Að bjóða upp á hollan og heilsusamlegan mat sem
gerður er frá grunni, úr besta fáanlega hráefninu og
er án allra aukaefna.
Að bjóða upp á mat sem öllum líður vel af
að borða og allir fá eitthvað við sitt hæfi
– ekki síst grænmetisætur og þau
sem eru vegan.
Að minnka matarsóun.
kruska.is
Myndir | Hari
Skreyta sig með lánsfjöðrum
Block Burger Shake Shack Haninn Nandos
Metró tók við af McDonalds á Skólavörðustíg.
Hamborgarabúlla Tómasar sækir fyrirmynd sína í búllu á Parker Meridien-hótelinu í New York.
Sushi Samba býður upp á blöndu af asískum og suðrænum mat – rétt eins og samnefnd keðja úti í heimi.