Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 11.03.2016, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 11.03.2016, Qupperneq 76
Iðkendur allt niður í sex ára „Bandí hefur verið stundað sem keppnisíþrótt hér á landi í um tíu ár. Það datt botninn úr starfinu um tíma en síðustu 3-4 ár hefur verið mik- ill kraftur í þessu. Ég hugsa að það séu á milli 200-250 manns sem eru viðriðnir sportið hér á landi en í kringum hundrað sem æfa þetta sem keppnisíþrótt,“ segir Atli Þór Hannesson, formaður bandídeildar HK og landsliðsmaður í greininni. Að sögn Atla eru iðkendur alveg niður í sex ára og barnastarf er alltaf að eflast. Þrjú félög eru á höfuðborgarsvæðinu, HK, Björninn og Bandí- félag Reykjavíkur. Þá er íþróttin stunduð á Egilsstöðum, Akureyri og Ólafsfirði. Ísland sendi í fyrsta sinn landslið í undankeppni HM í bandíi á dög- unum. „Við fórum til Slóvakíu og kepptum við fimm lið, þar á meðal heimsmeistara Svía. Við töpuðum nokkuð örugglega fyrir Svíum, Rúss- um og Slóvökum en svo sigruðum við Frakkana. Það hafa verið gríðar- legar framfarir hjá okkur síðustu tvö árin.“ 76 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 Frummælendur: Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor við Matvæla- næringarfræðideild HÍ Eru sætuefni skynsamur valkostur við sykur? Haraldur Magnússon osteópati B.Sc. Skaðsemi aspartams, hvar liggur sannleikurinn í dag? Anna Sigríður Ólafsdóttir dósent í næringarfræði við Menntavísindasvið HÍ Sykur – hvers vegna er svo erfitt að standast sæta bragðið? Birna G. Ásbjörnsdóttir M.Sc næringarlæknisfræði Þarmaflóran – hefur sykur eitthvað að segja? Fundarstjóri: Ingi Þór Jónsson markaðsstjóri Heilsustofnunar NLFÍ Auk frummælenda sitja fyrir svörum: Ingibjörg Lóa Birgisdóttir, móðir drengs með flogaveiki. Reynslusaga Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 2.500. Frítt fyrir félagsmenn Berum ábyrgð á eigin heilsu Sykur eða sætuefni? Hvort er betra eða verra fyrir heilsuna? Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 19:30 Þórhallur Ingi Halldórsson Anna Sigríður Ólafsdóttir Birna G. Ásbjörnsdóttir Haraldur Magnússon Ragnheiður Héðinsdóttir Ingibjörg Lóa Birgisdóttir • Eru sætuefni hollari en sykur? • Eru sætuefni í matvælum ofnæmisvaldar? • Getur sykurneysla verið ávanabindandi – líkt og fíkniefni? • Ávaxtasykur – er hann hollur? • Sætuefni eða sykur fyrir börnin ? • Er hægt að treysta merkingum á umbúðum matvæla? • Sætuduft – er það í lagi? • Hvað getur komið í stað sykurs? • Eru tengsl á milli sykurneyslu og sjúkdóma? Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 15. mars 2016 Valdís Lilja starfar sem kenn- ari á daginn en spilar bandí af miklum móð á kvöldin. „Ég fékk áhugann í Menntaskól- anum á Egilsstöðum. Við hittumst alltaf einu sinni í viku og spiluðum í einn og hálfan eða tvo tíma, til hálf tólf á kvöldin. Ég man að mamma var alltaf frekar pirruð yfir þessu því ég var svo þreytt á eftir,“ segir Valdís Lilja Andrésdóttir, fyrirliði kvenna- liðs HK í bandí. Bandí er íþróttin sem margir muna eftir úr skólaleik- fimi í barnaskóla, þar sem keppst er við að rekja kúlu með kylfu og skjóta í mark andstæðinganna. Valdís Lilja er þrítug og er kenn- ari í Ísaksskóla á daginn. Hún hefur æft bandí með HK síðan hún flutti suður og var um tíma bæði að æfa blak og bandí. Nú hefur hún ákveðið að einbeita sér að bandíinu. „En ég fæ að vera með á öldungamótum í blakinu, ég kallast víst öldungur þar eftir að ég varð þrítug.“ Hvað er svona skemmtilegt við bandíið? „Ég held að það sé snerpan, þetta gerist allt svo hratt. Svo er ótrúlega gaman að skora!“ segir Valdís sem æfir tvisvar í viku með stelpunum í HK og einu sinni til viðbótar með félögum sínum. Á þeim æfingum er sérstök áhersla lögð á sendingar og skot. Að sögn Valdísar eru 97 konur skráðar í bandí hjá HK en yfirleitt mæta um 15-20 á hverja æfingu. Meðalaldurinn er um 25 ár. Hún segir að allar áhugasamar konur geti mætt og allur búnaður sé til staðar. „Það er alltaf ákveðinn kjarni sem heldur sér. Við höfum farið á mót á Akureyri og Ólafsfirði en það er eng- in kvennadeild. Við fórum líka einu sinni út til Amsterdam og kepptum á móti. Við enduðum mótið á því að vinna tvo leiki og fórum því heim með sigurbros. Við skulum ekkert tala um hvernig gekk fram að því.“ Valdís segir að þó bandíið sé skemmtilegt sé það hobbí. „Þetta er hobbí-íþrótt, bumbubandí. Þetta er auðvitað miklu skemmtilegra en að hlaupa á hlaupabretti.“ | hdm Hvað er bandí? Sex leikmenn eru inni á í hvoru lið, fimm útileik- menn og markmaður. Markmenn eru sérstaklega útbúnir með brynjur og hjálma, rétt eins og í ís- hokkí. Völlurinn er svipað- ur handboltavelli að stærð og eru battar í kringum völlinn. Mörkin eru sér- hönnuð. Leikmenn kepp- ast við að rekja kúlu með kylfum og koma kúlunni í mark andstæðinganna. Ótrúlega gaman að skora! Valdís Lilja, fyrirliði kvennaliðs HK í bandí, tilbúin í slaginn fyrir æfingu í vikunni. Myndir | Hari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.