Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 98

Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 98
98 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - j ú n í & s e p t . - o k t . WASHINGTON, D.C. 19.999 kr.f rá * Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Sindri Ploder er gott dæmi um að æfingin skapar meistar-ann. Hann teiknar nær stans-laust frá því hann vaknar á morgnana þangað til hann sofnar á kvöldin, við eld- húsborð sem uppi í rúmi. Verk Sindra vekja víða athygli þessa dagana. Auk þess að verk hans njóti sín í tékknesk- íslenskri uppsetningu á Skugga-Baldri Sjóns, hefur hönnuðurinn Mundi látið gera prjónateppi upp úr teikningum hans. Móðir Sindra segir hann ekki virðast velta nýfenginni velgengni mikið fyrir sér, heldur haldi hann framleiðslunni áfram eins og ekkert hafi í skorist. Sindri er ekki fyrir að taka leið- beiningum um hvað skuli teikna, en vill helst teikna einhverskonar verur, skrímsli og hauskúpur. Það eru einmitt þessar fígúrur sem skreyta prjónateppi Munda. Mundi fékk teikningar Sindra sendar frá forsvarsmönnum Listar án landamæra og varð agndofa yfir þeim. „Hann á meiri heiður af myndverkinu en ég. Ég hef ekki hitt Sindra ennþá en hann virðist vera alveg magnaður.“ Sýning með verkum Sindra hangir nú uppi í leikhúsi Prag í Tékklandi, þar sem Skugga-Baldur var frumsýndur. Sindri tók þátt í listasmiðju ungs fólks með Downs-heilkenni í aðdrag- anda uppsetningar á Skugga-Baldri og var í framhaldinu fenginn til liðs við sýninguna sem listrænn stjórnandi. Jón Sæmundur, listrænn stjórnandi sýningarinnar, eða Nonni í Nonna- búð, er sjálfur þekktur fyrir einkenn- andi hauskúpuverk sín og eiga þeir Sindri því hauskúpuáhugann sam- eiginlegan. „Sindri er svo einlægur og duglegur listamaður. Mig langar að vera með sýningu með verkum hans í galleríinu mínu í sumar, auk þess sem Sindri leikur í nýju tónlistarmyndbandi Dead Skeletons.“ Samstarf þeirra sé því hvergi nærri lokið. Um kallana sem Sindri teiknar segir Nonni: „Mér dettur helst í hug að skrímslamyndirnar hans séu skrímslið í honum.“ Skrímslið sem býr innra með flestum komi í það minnsta ekki fram í viðmóti Sindra, en auk listrænna hæfileika þykir Sindri einn sá allra ljúfasti að vinna með. Sýning með prjónateppum Sindra og Munda var opnuð síðastliðinn miðviku- dag á Hlemmi Square. Verurnar hans Sindra Sindri Ploder teiknar kalla, skrímsli og hauskúpur alla daga. Teikningar hans hafa nú ratað á prjónateppi og á sýningu í Tékklandi. Sindri er ekki fyrir að taka leið- beiningum um hvað skuli teikna, en vill helst teikna einhverskonar verur, skrímsli og hauskúpur. Mynd | Rut Ágústa Ýr Guðmundsdóttir stund- ar nám við ljósmyndun og mynd- bandagerð í School of Visual Arts í New York. Myndbönd hennar hafa ratað á vefsíðu MTV og the Fader. Sjálf hefur hún setið fyrir hjá Ryan McGinley, þekktum ljósmyndara sem fann hana í gegnum Instag- ram. „Ég var látin hlaupa um borgina í litlu bikiníi í snjó. Hann tók myndirnar ofan af þökum og ég varð að fylgja skipunum að- stoðarmanna, hoppa í snjónum og hlaupa. Þetta var örugglega kald- asti dagur lífs míns.“ Ágústa hefur verið dugleg að koma sér á framfæri og segir ekk- ert annað duga í þessum bransa. Á tímabili starfaði hún hjá leik- konunni Blake Lively við gerð vef- síðunnar Preserve. Fyrir skömmu gerðu hún og vinkona hennar tónlistarmyndband fyrir tónlistar- mann sem þær fundu í gegnum Instagram. „Hann var mjög til í þetta, myndbandið heppnaðist vel og endaði á MTV og the Fader. Það er nauðsynlegt að nýta sér samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri.“ Um þessar mundir er Ágústa að einbeita sér að myndböndum og segir ljósmyndageiran hallast þangað. Stíllinn hennar er nýstár- legur og undir áhrifum nýmiðla. „Stíllinn minn einkennist af popp- kúltúr, samfélagsmiðlum og „cy- ber“ femínisma. Völdin sem kona líkt og Kim Kardashian hefur, að geta birt eina mynd og allur heim- urinn talar um það. Ég hef gaman af svoleiðis viðfangsefnum og leik mér með það.“ | sgk Allt Instagram að þakka Ágústa kemur sér á framfæri í New York með hjálp samfélagsmiðla Ágústa heldur mikið upp á stórstjörnuna Kim Kardashian og leikur sér að myndunum hennar. „Ég var látin hlaupa um borgina í litlu bikiníi í snjó. Hann tók myndirnar ofan af þökum og ég varð að fylgja skipunum aðstoðarmanna, hoppa í snjónum og hlaupa.“ Þennan morguninn er Halldór Kossi Ange, kallaður Angi, á leið í leikskólann. Berglind Erna, stóra systir hans, í Listaháskólann og foreldrarnir Steinunn og Tryggvi í vinnuna. Þriðja systkinið, Vésteinn, er í heimsreisu. Angi byggir fugla- hreiður með strompi yfir hafragrautnum. Þegar Berglind spyr hvað sé á teikningu Anga sem hangir á eldhúsveggnum svarar hann öruggur: „Tækifæri.“ Eftir frekari umhugsun bætir hann svo við: „Byssukafbátatækifæri.“ Morgunstund í Bólstaðarhlíðinni Mynd | Rut
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.