Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 18.03.2016, Page 6

Fréttatíminn - 18.03.2016, Page 6
Myndir | Rut Þú finnur nýja Páskablaðið á www.husgagnahollin.is www.husgagnahollin.is 558 1100 TAXFREE LA-Z-BOY Allir LA-Z-BOY stólar og sófar á taxfree tilboði* * Taxfree tilboðið gildir bara á LA-Z-BOY og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar og gildir til 31. mars 2016 EMPIRE Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 80 × 70 × 102 cm 72.573 kr. 89.990 kr. Þetta eru bara útlendingar og ógæfufólk eða fólk sem á ekki í önnur hús að venda, sem er eftir í þessum húsum,“ segir Kristján Sveinlaugsson hjá fasteigna- félaginu Þingvangi. „Hinir eru fluttir.“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Hús í miðbænum sem bíða niður- rifs eru leigð út til fólks á hrak- hólum og farandverkamanna. Þingvangur leigir Lárusi Valberg Valbergssyni hjá Afl-verktökum hluta íbúðanna sem hann fram- leigir. Hann hefur tekið að sér ýmis verk fyrir félagið, aðallega að hreinsa til fyrir og eftir niðurrif gamalla húsa. Lárus Valberg Valbergsson hefur hóp útlendinga frá Austur-Evrópu í vinnu. Margir þeirra búa hjá Lár- usi í niðurrifshúsunum og greiða honum leigu fyrir. Lárus segir við Fréttatímann að hann sé að hjálpa þeim um húsnæði svo þeir lendi ekki í vandræðum. „Þetta eru aðallega trésmiðir, flísarar og múr- arar. Það er mjög erfitt að fá starfs- menn og ég reyni að koma til móts við þá með húsnæði.“ Kristján Sveinlaugsson, umsjón- armaður fasteigna hjá Þingvangi, segir að félagið hafi leigt út sumar íbúðirnar beint, en viðskiptin við Lárus hafi í raun gengið í arf frá Landsbankanum eða fasteigna- félaginu Regin, sem var í eigu bankans. Í sumum tilfellum hafi hann standsett húsin áður hann leigði þau, til að mynda á Vatns- stígsreit. Fólk sem leigir á slíkum kjörum þarf að vera viðbúið því að þurfa að rýma húsin með skömmum fyrirvara. Þá eru húsin í bágu ásig- komulagi og stundum er búið að setja hlera fyrir útidyr íbúðanna og negla upp í gluggana. Kristján segir að leigan taki mið af því. Lárus Valberg segir að leigu- verðið sé trúnaðarmál milli hans og leigjendanna. Kristján segir fulla þörf á því að hafa einhvern inni í húsunum fram að niðurrifi til að forða hús- unum frá hústökufólki. Hann nefnir sem dæmi að sagt sé að mótorhjólasamtökin Outlaws hafi lagt undir sig húsið Smiðjustíg 4 og dvalið þar lengi áður en húsið var rifið. Lögreglan hafi ekki þorað að grípa til neinna aðgerða þótt hún væri beðin um það. „Rétt áður en eitt húsið á þessum reit var rifið, og búið var að taka burtu klósett og rafmagn, gekk verkstjóri á byggingarsvæðinu líka fram á tvær konur sem voru að gera sig líklegar til að flytja inn, þar sem þær vissu að húsið var autt,“ segir Kristján. Fólk sem leigir á slíkum kjörum þarf að vera viðbúið því að þurfa að rýma húsin með skömmum fyrir- vara. Þá eru húsin í bágu ásigkomulagi og stundum er búið að setja hlera fyrir útidyr íbúðanna og negla upp í gluggana. Miðbærinn Byggingaverktakar í húsaleigubraski Leigja fólki hús sem á að rífa Hverfisgata 42, þar er enn búið í hluta íbúð- anna en húsið verður rifið innan skamms. Laugavegur 27 a, þar eru leigðar íbúðir en húsið bíður niðurrifs. Hópur eldri borgara á ekki rétt á fullum ellilíf- eyri vegna búsetu erlendis. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara, bendir á að fleiri og fleiri innflytjendur séu að komast á ellilífeyrisaldur og margir Íslendingar á efri árum séu að snúa aftur heim eftir langa búsetu erlendis. „Allir sem hafa búið í löndum Evrópu þurfa gilda pappíra frá fyrrverandi vinnustöðum, sem getur verið flókið ferli að grafa upp kannski 30 ár aftur í tímann. Þeir sem koma frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins fá einfaldlega ekki neitt metið,“ segir Þórunn Sveinbjörns- dóttir, formaður félags eldri borgara Fullur réttur til ellilífeyris á Íslandi miðast við 40 ára búsetu hérlendis. Örorkulíf- eyrir miðast við að hafa búið á Íslandi þremur árum áður en sótt er um. „Útlendingar sem hafa starfað hér í tvö ár en lenda síðan í örorku hafa eng- an rétt, Íslendingar fá skertan lífeyri eftir búsetu erlendis og foreldrar innflytjenda fá ekki krónu,“ segir Þórunn. Það hefur verið kallað eftir gögn- um frá Alþingi yfir hversu stór hópur þetta er sem fellur utan kerfisins. „Það þarf að vekja athygli á þessum málum,“ bætir Þórunn við. | sgk Velferð Vandi eldri borgara Hópur innflytjenda fær ekki ellilífeyri Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara, segir vaxandi hóp eldri borgara með skertan lífeyri. Fréttaskýring fyrir barnið í okkur 6 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.