Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 8
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 16 -0 92 4 525 2080 // sala@valitor.is // www.valitor.is Posi með myntvali Bjóddu viðskiptavinum þínum upp á Myntval. Með Myntvali (DCC) skynjar posinn ef kortið er erlent og korthafi getur valið gjaldmiðilinn sem hann greiðir í. ÞÚ SÉRÐ UM SÖLUNA – VIÐ SJÁUM UM GREIÐSLUNA Mynd | Hari Neytendamál Erfið ferð í sláturhúsið Þessi mynd af íslenskum kjúklingi í neytenda­ pakkningum hefur gengið ljósum logum um Facebook en hann hefur greinilega beinbrotnað og marist illa áður en honum var slátrað. Sif Traustadóttir Rossi dýralæknir segir að áverkarnir hafi ekki getað komið fram eftir að kjúklingurinn var dauður. Það sé verið að tína upp þúsundir fugla á eins stuttum tíma og hægt sé og þeir séu svo fluttir í kössum í sláturhús. Það sé vel þekkt í framleiðsluferlinu að þetta gerist. „Auðvitað er reynt að gera það þannig að fuglarnir komist heilir í sláturhúsið, enda rýrnar verðmætið ef það eru brotin bein. En það er tínt í myrkri og miklum flýti og kassarnir sem þeir eru í eru frekar gisnir. Það er því alltaf væng- ur hér og fótur þar sem stendur út og skaðar á fuglunum eru óhjá- kvæmilegir,“ segir Sif. | þká Marinn og brotinn kjúklingur Fjármálaráðherra segist ekkert geta fullyrt um hvort fleiri ráðherrar eigi eignir á Tortóla, en stjórnsýslu­ fræðingur segir að forsætis­ ráðherra hefði tvímælalaust átt að upplýsa um félag konu sinnar á Bresku Jóm­ frúreyjum. Forseti ASÍ spyr hvers vegna það hafi ekki verið gert fyrir sjö árum, þegar Sigmundur Davíð sett­ ist á þing. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is „Hann átti tvímælalaust að upplýsa um þetta. Þetta er það stórt mál sem tengist þeim verkefnum sem hann hefur sem forsætisráðherra,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist að- spurður á Alþingi í gær, ekki geta sagt um hvort aðrir ráðherrar ættu eignir á Tortóla. Málið snýst um félagið Wintris inc. sem er í eigu eiginkonu for- sætisráðherra, en komið hefur á daginn að félagið er skráð á Bresku Jómfrúreyjum og gerði mörg hundruð milljóna króna kröfur í þrotabú föllnu bankanna. Skrif í kjölfar fyrirspurnar Það var ekki fyrr en í kjölfar fyrir- spurnar blaðamannsins Jóhannesar Kr. Kristjánssonar sem Anna Sigur- laug Pálsdóttir upplýsti um erlent félag í sinni eigu í stöðuuppfærslu á Facebook. Hún tók fram að félagið ætti hún ein hefði greitt alla skatta því tengdu. Umfjöllun fjölmiðla hef- ur leitt í ljós að félagið Wintris Inc. er skráð á aflandssvæðinu Bresku Jómfrúreyjum og gerði enn fremur hundraða milljóna króna kröfur í þrotabú Landsbankans, Glitnis og Kaupþings. Jóhannes Kr. Kristjáns- son vildi það eitt segja að afrakstur vinnu sinnar yrði birtur á næstu vikum, en hann hefur athugað ásamt fleirum eignir Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Hví ekki 2009? Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir Alþýðusambandið enga formlega afstöðu hafa til máls for- sætisráðherra, „nema að leiðtogar þjóðarinnar þurfa að koma hreint fram. Það er skrýtið að þetta mál komi upp 2016 en ekki 2009 þegar viðkomandi fer á þing sem leiðtogi flokks,“ og vísar til þess að þetta vor var Sigmundur Davíð Gunn- laugsson fyrst kjörinn á þing. Hann undrast jafnframt að ekki sé tekið tillit til maka við hagsmunaskrán- ingu þingmanna og að þeir geri grein fyrir skuldum sínum. Nýjar reglur Alþingis Daginn eftir að Anna Sigurlaug greindi frá því að hún ætti félagið Wintris, ræddi Alþingi og sam- þykkti siðareglur fyrir þingmenn. Þar segir meðal annars „Þing- menn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra […]“. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður VG, spurði í umræðum um hagsmunatengsl forsætisráðherra á miðvikudag hvort ráðherrann hefði vakið athygli á „fjölskylduhags- munum sínum sem kröfuhafi í búi íslensku bankanna þegar hér voru til meðferðar frumvörp um stöðug- leikaskatt og stöðugleikaframlög? Hefði hann ekki brotið siðaregl- urnar hefðu þær verið komnar til framkvæmda með því að gera það ekki?“ Um áður gildandi reglur um hagsmunaskráningu þingmanna, sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, skýrt að þær tækju ekki til maka. Í umfjöllun um reglurnar á vef alþingis segir að hún sé til upp- lýsinga og skráðir hagsmunir hafi engin áhrif á störf þingmanna sem aðeins séu bundnir sannfæringu sinni. Séu hagsmunir hins vegar tengdir þeim persónulega „er þeim í sjálfsvald sett að segja sig frá máli. Það er þeirra ákvörðun og á þeirra ábyrgð,“ segir á vef Alþingis. Siðferðisleg tvöfeldni Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins og einn forvera Sigmundar Davíðs í emb- ætti forsætisráherra, kallar eftir skýringum Sigmundar á tvöföldu siðferði. Hann verji rétt þeirra sem kjósi að standa utan krónuhagkerf- isins og hafi aðstöðu til. En hann haldi því fram að á sama tíma Fræðimenn sem hafa látið málið til sín taka hafa verið á einu máli um að til þess að hægt verði að byggja upp traust, verði stjórn- málamenn að ganga fram fyrir skjöldu til að upplýsa um hags- munatengsl sín. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofn- unar, tekur undir það. „Það nægir ekki að fólk bregðist við einstaka dæmum eftir á heldur verða stjórn- málamenn og viðskiptalífið að ganga fram fyrir skjöldu með því að upplýsa um hagsmunatengsl, tryggja gegnsæi um söluferli eða hvað annað sem um er að ræða.“ Aflandsfélög Stjórnsýslufræðingur afdráttarlaus Stórmál sem forsætis- ráðherra bar að upplýsa Sótt er að Sigmundi Davíð Gunnlaussyni úr öllum áttum vegna peninga sem eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsóttir, geymir á bresku Jómfrúareyjum 8 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.