Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 44
M yn d | H ar i Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is BORGAR GAMAN! BERLÍN 21.4 - 24.4 74.900 kr.Frá: KÖBEN 28.4 - 1.5 59.900 kr.Frá: DUBLIN 1.4 - 4.4 69.900 kr.Frá: Það borgar sig að fara í borgarferð með Gaman Ferðum. Kíktu á úrvalið á Gaman.is og finndu þína uppáhaldsborg. sína eigin feður segja þeir það vera gott. „Ég held samt að næsta kynslóð eigi eftir að tengjast föð- urnum fyrr en við, einfaldlega því í dag taka feður miklu meiri þátt,“ segir Ívar. „Ég hefði persónulega viljað taka mun lengra orlof en fjárhagslega gát- um við bara leyft okkur að ég tæki einn mánuð,“ segir Þórhallur. Staðalmyndir hamla mæðrum Allt bendir til þess að ungir menn í dag líti á það sem sjálfsagðan hlut að vera umhyggjusamur faðir og fæst- um finnst hlutverkið vera skerðing að ímynd karlmennskunnar, þvert á móti sýna rannsóknir að ungum karlmönnum í dag finnst felast mikið frelsi í því að geta leyft sér að vera faðir. Ferðalag karlmanna inn á heimilin hefur fengið athygli í seinni tíð en þó ekki jafn mikla athygli og krísa karlmannsins og hversu erfitt það hafi reynst mörgum þeirra að laga sig að nýjum veruleika og stíga úr hlutverki þess sem sér heimilinu farborða. En Ingólfur telur unga feður ekki vera jafn fjötraða í stað- almyndir og forfeður sína. Hann telur kreppu karlmannsins liðna á Norðurlöndum og aðrir viðmæl- endur taka undir það. „Reynslan hefur sýnt okkur að skaffarahlut- verkið er ekki innprentað í gena- samhengið heldur lærum við það af reynslunni. Ég hef ekki orðið var við annað en að körlum líði bara ljóm- andi vel með þessar breytingar og í rannsóknum tala allir feður um það hvað það skipti miklu máli að tengj- ast barninu sínu, þeir vilja gera þetta aftur og helst vera lengur í orlofi.“ „Mínar rannsóknir hérlendis sýna það sama og rannsóknir erlendis sýna, þ.e. að mæður sem „leyfa“ Pabbahlutverkið Pabbi var lítið heima „Ég var í námi þegar börnin fædd- ust þannig að sem betur fer lenti það meira á mér en mömmu þeirra að vera með krakkana þegar þeir voru litlir. Maður reyndi að lesa heima en það gekk auðvitað mjög misjafnlega, segir Garðar Gíslason, afi, faðir og félagsfræðikennari. Garðar lítur með miklu þakklæti til þessa tíma. „Maður tengir svo vel við börnin á að vera með þeim heima. Ég hef svo sem ekki reynslu af öðru en ég met það þannig. Ég vorkenndi móður þeirra mikið að þurfa að fara svona snemma út að vinna,“ segir Garðar sem var með son sinn heima fyrstu sjö mán- uðina og dóttur sína fyrstu þrjá mánuðina. Garðar var viðstaddur fæðingu beggja barna sinna en það var ekki algengt á þeim tíma. „Gísli fæddist í Noregi fyrir rúmum fjöru- tíu árum og það fór eftir sjúkra- húsum hvort feður fengu að vera viðstaddir eða ekki. Við völdum að sjálfsögðu sjúkrahús sem leyfði feður.“ Karlinn sem svaf heima Aðspurður um sambandið við sinn eigin föður segir Garðar það hafa verið lítið. „Hann var leigubílstjóri og var alltaf að vinna. Maður sá hann eiginlega ekkert. Svo fékk hann heilablóðfall þegar ég var fjórtán ára og þá kom hann heim. Hann náði sér ágætlega upp úr veikindunum en þá voru forsend- urnar allt aðrar. Ég var þá orðinn hálf fullorðinn og náði ekkert að tengjast honum svo hann missti af okkur systkinunum. Eins og ein- hver sagði, þá var hann karlinn sem kom stundum og svaf heima.“ Hverjar hafa verið mestu áskoranir föðurhlutverksins? „Það er bara að vera til staðar og hlusta á börnin. Ég líki þessu oft við hestamennskuna og taum- haldið. Þú mátt ekki toga of fast því þá fer hesturinn að streða en ef þú togar ekki neitt þá endar þú bara út í móa. Vinnan felst í að finna jafnvægið. Stundum tókst það og stundum ekki,“ segir Garðar sem í dag á þrjú barnabörn. „Það góða við afahlutverkið er að maður er fyrst og fremst vinur barnanna, það þarf ekkert taum- hald. Ég tek líka eftir því að maður sinnir barnabörnunum 150% þann tíma sem maður er með þeim því það er á tíma sem hentar. Og þá er hægt að eiga miklar gæðastundir saman. En það skemmtilegasta við afahlutverkið er að ég leyfi þeim að koma og kvarta yfir foreldrunum í mér. Þau fatta að ég er pabbi þeirra svo ég hlýt að hafa eitthvað vald til að skamma þau og það geri ég óhikað ef barnabörnunum finnst þau ekki vera að standa sig.“ Hverjar voru mestu gæðastundirn- ar með börnunum? „Ég held það hafi verið þessir tímar þegar við vorum í raun ekki að gera neitt. Til dæmis var alltaf notalegt hjá okkur á laugardags- morgnum þegar mamma þeirra var að vinna vaktavinnu. Þá lágum við saman og horfðum á barnatímann og kjöftuðum saman. Stundum fórum við í göngutúr í Öskju- hlíðinni eða á skíði. En við vorum sjaldnast með eitthvað prógram. Það var ekkert hægt að kaupa sig frá krökkunum á þeim tíma. Það er allt of auðvelt að losna við börn með tölvum í dag og ég verð mjög fúll ef mín barnabörn eru í tölv- unni þegar ég heimsæki þau. Ég vil miklu frekar tala við þau og búa til gæðastundir.“ Hvað er að vera góður faðir? „Það vilja allir vera góðir pabbar en það eru jafnmargar útgáfur af pöbbum og þeir eru margir. Sem betur fer er enginn eins og það á enginn að vera eins. Það eru engin börn eins og þetta er spurning um að finna rétta taktinn.“ | hh Garðar með dóttursyni sínum, Emil. „Það góða við afahlutverkið er að maður er fyrst og fremst vinur barnanna, það þarf ekkert taumhald.“ Ívar Schram, félagsráðgjafi hjá Rauða Krossinum, með dóttur sína, Snæfríði Elísabetu Schram, Davíð Berndsen tónlistarmaður með dóttur sína, Högnu Davíðsdóttur og Þórhallur Gísli Samúelsson, flugumferðarstjóri með dóttur sína, Katrínu Þórhallsdóttur. pöbbunum að nýta sameiginlega réttinn til orlofs fá að heyra það að svona geri ekki góðar mæður. Staðalmyndir eru því miklu frekar að hamla konunum en körlunum á þessu sviði, því feðurnir finna ekki fyrir neinni neikvæðni í sinn garð þó þeir séu heima með börnunum. Karlmennskan virðist því vera miklu sveigjanlegri en kvenleikinn á þessu sviði. Bæði var búið að grafa undan hinni hefðbundnu karlmennsku sem fólst í skaffarahlutverkinu en svo er varla nokkuð jafn lofað í okkar menningu og móðurhlutverkið.“ Karlar og hormón Við höfum lengi vitað að hormón sem undirbúa mæður fyrir móður- hlutverkið yfirtaka líkama kvenna á meðgöngu en nýjar rannsóknir sýna að það verða ekki ósvipaðar breyt- ingar hjá körlum sem eru að verða pabbar. Testesterónið minnkar og hormón sem ýta undir tengslamynd- un aukast á meðgöngunni. Þannig að á meðan karlinn er óléttur í koll- inum þá undirbýr skrokkurinn hann fyrir föðurhlutverkið. Ingólfur bend- ir á að mjög áhugavert væri að skoða þessar niðurstöður frekar á Íslandi, fylgjast með því hvort breytingarnar endist eftir því hversu virkir menn eru. „Þessar rannsóknir afbaka þær hugmyndir að kynin hafi nátt- úrulega mismunandi hlutverk þeg- ar kemur að fjölskyldunni, að allir karlar vilji veiða á meðan konan sé heima að sjá um heimilið. Ef það væri þannig þá ætti testesterónið að aukast,“ segir Ingólfur. Vinirnir Ívar, Davíð og Þórhallur segja þessi vísindi ekki koma sér á óvart. „Bara við að fá fréttir af ólétt- unni fer líkaminn pottþétt að fram- leiða einhver efni, það er alveg á hreinu,“ segir Ívar. „Ég hef líka heyrt að feður vilja oftast fá að vita kynið til að fá meiri tengingu við barnið. Móðirin fær að ganga með barnið en við feðurnir höfum bara ímyndun- araflið svo ég held að við nálgumst raunveruleikann aðeins meira með því að vita kynið.“ Að lokum velta vinirnir fyrir sér hvað það þýði að vera góður pabbi. „Þegar stórt er spurt,“ segir Davíð og frekari íhugun tekur við. „Ég held það sé bara hæfileg blanda af kæru- leysi og umhyggju,“ segir Þórhallur. Mynd | Rut 44 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.