Fréttatíminn - 18.03.2016, Side 82
2 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Crossfit
NÁNAR Á FACEBOOK
TERRANOVA HEILSA
Terranova stendur fyrir gæði, hreinleika og hámarks
virkni. Inniheldur engin fylliefni, bindiefni eða önnur
aukaefni. Terranova - bætiefnin sem virka.
Fæst í fl estum heilsuvörubúðum, apotekum, Ly u og í Nettó
Til að ná hámarks árangri er afar mikilvægt að huga vel að
næringu líkamans. Vörurnar frá Terranova hafa hjálpað mér að ná
lengra, ég finn að líkaminn er mun fljótari að jafna sig eftir æfingar
sem er afar mikilvægt við stífa þálfun.
SIGURJÓN ERNIR STURLUSON, MA NEMI Í ÍÞRÓTTAFRÆÐI VIÐ HÍ.
Sigurjón var sigurvegari Þrekmótaraðarinnar 2015 í karlaflokki
HÁMARKS VIRKNI
HÁMARKS ÁRANGUR
fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr
Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið
íþróttaúr, útivistarúr, snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik.
Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með mismunandi upplýsingagluggum,
forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin
Ögurhvarfi 2 | 203 Kópavogur | sími 577 6000 | garmin.is
toppaðu
gærdaginn
GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Kíkið á verðin eftir
tollalækkun
Æfingapeysa, hálfrennd
6.990 kr.
íþróttafatnaður
stærðir 36-46
Crossfit er fyrirtæki sem var stofnað árið 2000
en rætur þess liggja lengra aftur í tímann þegar
stofnandi þess, Greg Glassman, var unglingur
sem æfði fimleika. Eins og margir jafnaldrar hans
í íþróttinni vildi Greg verða sterkari og hann
komst að því að með því að nota ketilbjöllur og
lóð varð hann sterkari en fimleikamenn sem
unnu aðeins með líkamsþyngd sína. Greg hafði
áhuga á mörgum íþróttum og þá sérstaklega hjól-
reiðum. Hann gerði sér að leik að því að keppa
við vini sína í hinum ýmsu íþróttum og komst að
því að vinir hans gátu unnið hann í einstökum
greinum, en enginn gat sigrað hann í öllum. Hann
fór því að velta fyrir sér hver fórnarkostnaðurinn
væri við að sérhæfa sig aðeins í einni grein og sú
spurning er kjarninn í Crossfit æfingakerfinu sem
leggur áherslu á fjölbreytni og fjölhæfni.
Ómar R. Valdimarsson
byrjaði að æfa crossfit fyrir
rúmum þremur árum og
hefur gjörbreytt lífi sínu.
Crossfit hefur notið mikilla vinsælda
hérv á landi síðustu ár, ekki síst eftir
frábæran árangur þeirra Annie Mistar
Þórisdóttur og Katrínar Tönju Davíðs-
dóttur á Heimsleikunum. Það eru þó
ekki allir sem stefna á heimsyfirráð í
greininni því fjöldinn allur af Íslend-
ingum stundar Crossfit sér til ánægju
og yndisauka.
Einn þeirra er Ómar R. Valdimars-
son, tæplega fertugur fjölskyldufaðir
í Garðabæ. Ómar starfar sem blaða-
maður hjá Bloomberg-fréttaveitunni
og er auk þess héraðsdómslögmaður.
Fyrir rúmum þremur árum ákvað
hann að taka líf sitt til endurskoðunar.
„Þá var ég bara orðinn spikfeitur.
Ég steig á vigtina og var orðinn 99,9
kíló og ákvað að ég ætlaði ekki að
verða hundrað. Ég var ekki í formi,
var þreyttur og það var slen í mér.
Ég hugsaði með mér að þetta gengi
ekki upp og bað því um að fá byrj-
endanámskeið í Crossfit í jólagjöf frá
systrum mínum,“ segir Ómar sem tók
æfingarnar strax föstum tökum. Hann
kveðst reyndar hafa passað sig á að
stíga ekki strax aftur á vigtina. „Ekki
fyrr en ég var nokkuð viss um að ég
hefði lést talsvert. En svo hef ég tekið
af mér tuttugu kíló á þessum rúmu
þremur árum. Það sem hefur gerst
líka er að ég fór að borða öðruvísi. Það
kemur svolítið sjálfkrafa þegar maður
fer að æfa oft.
Ég æfði fyrst þrisvar í viku. Síðan
tók ég mataræðið í gegn, dró úr ein-
földum kolvetnum og fór að borða
minna brauð og hvítt pasta. Ég hætti
samt ekkert alveg að borða þetta. Þeg-
ar ég svo fjölgaði æfingunum upp í 5-6
þá fór mikið að gerast. Þá fór maður
að sjá árangur í speglinum.“
Og þú ert ekkert að róast, ekkert á
leiðinni að hætta?
„Nei, ég elska crossfit, það er ekkert
öðruvísi.“
Þó Ómar hafi viljað léttast þegar
hann byrjaði í Crossfit var önnur und-
irliggjandi ástæða.
„Ég fann bara að ég þyrfti að gera
þetta. Ég er enn tiltölulega ungur og
er með ung börn sem krefjast orku.
Maður þarf að geta leikið sér með
þeim. Ég vildi bara geta haldið á ein-
um krakka og kannski tveimur Bónus-
pokum án þess að vera alveg búinn
á því.“
Er ekkert erfitt að finna tíma fyrir
æfingarnar?
„Nei, það er nú það sem er svo
brilljant að þetta er alla jafna ekki
nema um klukkutími sem fer í æfing-
Ætlaði ekki
að verða
hundrað kíló
Hvaðan kemur Crossfit?