Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 12
Skema og hygðist opna fjögur
tæknisetur í Bandaríkjunum. Sara
ákvað þá að setja sig í samband við
Rakel til að kanna möguleikann
á að ráða sig til starfa hjá henni.
„Rakel virtist vera með rosalegar
fyrirætlanir, þannig að ég talaði
líka við hana,“ segir Ágústa Fann-
ey. „Við sendum henni ferilskrár
og ræddum um það sem við kunn-
um og hún vildi endilega fá okkur
báðar í vinnu til sín. Við héldum
nokkra skypefundi þar sem þetta
var rætt og alltaf talaði Rakel
um framtíðarstörf fyrir okkur í
Los Angeles. Á einum af þessum
Skype-fundum spurði hún okkur
hvort við værum til í að flytja til
Redmond í Washington í eitt ár,
þar sem hún hélt til, og hjálpa
henni að koma upp fyrsta tækni-
setrinu af fjórum. Þar áttu höfuð-
stöðvar Skema að rísa, en fyrir-
tækið ætlaði hún að kalla reKode.
Hún bauð okkur að vera þar í eitt
ár, til að læra inn á starfsemina.
Þaðan vildi hún senda okkur til
Los Angeles þar sem við áttum að
sjá um annað tæknisetur.“
Boðnar velkomnar til starfa
Sara og Ágústa Fanney tóku vel
í þessa hugmynd. „Eftir samn-
ingaviðræður um kjör ákváðum
við að slá til og flytja á stað sem
við höfum aldrei svo mikið sem
komið til áður fyrir þetta einstaka
tækifæri. Rakel bauð okkur form-
lega velkomnar til starfa. Rakel
var mjög sannfærandi og íslenskir
fjölmiðlar höfðu fjallað mikið um
hana. Einhverra hluta vegna virtist
þetta vera fyrirtæki eiga framtíð-
ina fyrir sér.“
Samningaviðræður Ágústu
Fanneyjar og Söru við Rakel héldu
áfram á Íslandi og í byrjun febrúar
2014 settust þær niður á fundi á
skrifstofum Skema í Háskólanum
í Reykjavík. Rakel lagði fyrir þær
samning og í sameiningu unnu
þær í tvo klukkutíma að breyt-
ingum á samningnum. „Þar til
allir aðilar voru sáttir, þá bauð
Rakel okkur velkomnar til starfa
í annað sinn og tók í hendurnar á
okkur. Hún vildi þó bíða með að
undirritun því hún vildi bera hann
undir lögfræðinginn sinn í Banda-
ríkjunum.“
Ágústa Fanney og Sara hófu
störf hjá Skema strax. Þær fóru í
þjálfun í öllu því sem þær áttu að
kenna á námskeiðunum í tækni-
setrunum. Þjálfunin stóð yfir í
tæpa tvo mánuði og á þeim tíma
fengu þær Ágústa Fanney og Sara
greitt frá Skema. „Við lögðum
okkur mikið fram en ég fann strax
fyrir því að það var mikið óskipu-
lag hjá fyrirtækinu. Þegar styttist
í flutninga og þjálfuninni var að
ljúka, bauð Þórunn framkvæmda-
stjóri öllu starfsfólki Skema á skrif-
stofuna til að skála í kampavíni
fyrir því að við værum að fara út.
Á þessum tíma nálgaðist einn af
starfsmönnum okkur, og hvatti
okkur til að passa vel upp á samn-
inga, þar sem skömmu áður hefðu
tveir starfsmenn Skema komið
heim frá Bandaríkjunum með sárt
ennið. Hún sagði okkur að Rakel
hefði ekki staðið við það sem hún
lofaði þessum starfsmönnum og
samstarfi þeirra hefði endað með
leiðindum. Ég ákvað að láta þessar
aðvaranir ekki eyðileggja okkar
plön því ég vildi ekki dæma neinn
af sögusögnum. Fyrirtækið var
dásamað á þessum tíma. Styrkjum
rigndi inn.“
Tæknisetrið í Redmond átti í
upphafi að opna í mars 2014 en
stuttu síðar var því frestað fram
í apríl. „Rakel sagði að stórir fjár-
festar hefðu sýnt fyrirtækinu
áhuga og hygðust koma inn með
stórar upphæðir.“
Fyrstu dagana dvöldu Ágústa
Fanney og Sara heima hjá Rakel
í tveggja hæða einbýlishúsi sem
Rakel leigði. „Við fórum strax að
leita okkur að íbúð og skoðum
okkur um í nýja heimabænum. Við
heimsóttum tæknisetrið á fyrsta
degi. Þar voru engar framkvæmdir
hafnar sem kom okkur verulega
á óvart. Þarna varð okkur ljóst
að vinnan framundan væri miklu
meiri en við héldum og tæknisetr-
ið var langt frá því að geta opnað.
En Rakel sýndi okkur teikningar
af innanhúshönnuninni og sagðist
hafa eytt gífurlegum fjárhæðum í
allskonar framkvæmdaleyfi á hús-
næðinu. Hún fullvissaði okkur um
að mjög fljótlega færi allt á fullt
við að umturna rýminu í litríkt og
númtímalegt tæknisetur.“
Fleiri starfsmenn Skema hugðu
á flutning til Bandaríkjanna vegna
opnunar tæknisetursins
„Þórunn Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Skema, kom út
skömmu á eftir okkur til að undir-
búa sína flutninga til borgarinnar.
Hún var einnig að leita sér að hús-
næði og fann mjög skemmtilegt
íbúðasamfélag sem við féllum fyrir
og ákváðum að flytja í. Þórunn
hugðist koma síðar.“
Þær segjast hafa samið þannig
við Rakel áður en þær fóru út,
að þær tækju íbúð á leigu en ef
til þess kæmi að þær þyrftu að
flytja úr borginni, þá tæki Skema
við leigu íbúðarinnar eða greiddi
kostnað við riftun leigusamnings-
ins.
Aftur á byrjunarreit
„Fyrstu vikurnar voru vægast sagt
áhugaverðar. Rakel lenti fljótlega
í útistöðum við eiganda Think
Space húsnæðisins, þar sem tækni-
setrið átti að vera. Fyrirtækið var
því komið á algjöran byrjunarreit
og við höfðum enga vinnuaðstöðu.
Ekkert varð af fyrirhuguðum nám-
skeiðum sem stefnt hafði verið að
í apríl og maí, og verkefnin sem
við fengum voru handahófskennd.
Okkur þótti þetta leiðinlegt en
reyndum að sýna sprotafyrirtæk-
inu þolinmæði og skilning. Eftir
því sem á leið varð það erfiðara. Í
samningunum okkar höfðu verið
tíunduð allskyns fríðindi, við
áttum að fá vinnutölvur, farsíma
og nettengingu heim til okkar. Við
áttum líka að fá heilsutryggingu
sem er alveg nauðsynleg í Banda-
ríkjunum. Við fengum ekkert af
þessu. Rakel fékk okkur til að
vinna heima hjá sér þar sem hún
var ekki með neitt atvinnuhús-
næði. Fljótlega vorum við farnar
að þrífa þar líka.“
„Við reyndum að halda okkar
striki þrátt fyrir að ekkert var eins
og okkur var lofað. Okkur bárust
launin okkar seint og vorum
komnar í slæma stöðu vegna þess
að við höfðum lagt mikinn kostnað
í að koma upp nýju heimili. Þegar
við unnum heima notuðum við
sameiginlegt tölvurými í búða-
samfélaginu sem við leigðum í.
Þetta þótti okkur skárra en að
sitja heima í stofu hjá Rakel þar
sem ég átti erfitt með að halda
einbeitingu vegna hávaða. En við
gerðum alltaf gott úr hlutunum því
þarna vorum við búnar að kynn-
ast fjölskyldunni vel og okkur var
farið að þykja vænt um þau. Við
vonuðum innilega að fyrirtækið
færi að hrökkva í gang, við biðum
eftir að fá að kenna námskeiðin,
opna setrið, mæta á ráðstefnur og
gera allt sem talað var um. Með
tímanum fór að vera erfiðara að
halda í bjartsýnina,“ segir Ágústa
Fanney.
Þær segja að í byrjun maí hafi
staðan verið óbreytt og enginn
vinnustaður hafði opnað. „Einn
daginn sat ég heima í stofu hjá
Rakel og vann að ensku kennslu-
hefti fyrir tölvuleikinn Minecraft.
Skema hafði lengi selt námskeið
í Minecraft á Íslandi. Ég skoðaði
þá heimasíðu tölvuleiksins vel og
komst að því að það var stranglega
bannað að hagnast á tölvuleiknum
á nokkurn hátt og að námskeiðin
sem Rakel hafði lengi haldið á
Íslandi og auglýst að yrðu líka
haldin í Redmond, gætu verið brot
á notkunarreglum leiksins.
Ég hugsaði strax með mér að
hún hlyti að vera með einhvers-
konar undanþágu eða í einhvers-
konar samstarfi við tölvuleikja-
framleiðandann en þegar ég
spurði hana út í þetta var fátt um
svör. Hún sagði mér beint út að
hún væri ekki í neinu samstarfi og
þegar hún sá hvað mér var brugðið
bætti hún við að það væru alveg
fleiri að gera þetta.“
Með munnlegt samkomulag
Ágústa Fanney segir að fljótlega
eftir þetta hafi Þórunn, fram-
kvæmdastjóri Skema, sent sér nýja
tíu blaðsíðna trúnaðaryfirlýsingu.
„Okkur var gert að undirrita hana
á netinu, eigi síðar en daginn
eftir. Samningarnir okkar sem við
höfðum gert á Íslandi voru enn
óundirritaðir en ég hafði beðið
róleg með að ýta á þau mál því ég
vissi að það væri í mörgu að snúast
og að samkvæmt íslenskum lögum
væri munnlegt samkomulag jafn-
gilt skriflegu. Þar sem við höfðum
þegar undirritað eina trúnaðar-
yfirlýsingu lagði ég til við Rakel
að við kláruðum ráðningarsamn-
ingana á sama tíma. Rakel brást
illa við og sagði mér að það væri
því miður ekki val að skrifa undir
þessa yfirlýsingu. Þetta var í fyrsta
sinn sem ég fann fyrir óþægileg-
um samskiptum við hana. Hún
hafði dregið endalaust á langinn
að klára samninga svo ég bað um
fund þar sem við gætum farið
yfir málin. Ég tók fram að þó að
við vildum skoða þessa hluti væri
samt allt í góðu og að við værum
með fullan skilning á því að fyrir-
tækið gæti ekki gert betur að svo
stöddu. Rakel féllst á að hitta okk-
ur til þess að fara yfir málin og
Tæknisetur ReKode í Bandaríkjunum átti að líta svona út. Þetta
eru teikningar af hönnun Hafþórs Júlíussonar.
Sara Rut og Ágústa Fanney
með gjafakörfurnar sem
biðu þeirra þegar þær komu
út í tóma tæknisetrið í
Redmond.
12 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016